Fréttir

Ýmsar fréttir

Frumvarp um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar er harðlega gagnrýnt

Bændablaðið – Fréttir 19. október 2016 Höfundur: Hörður Kristjánsson „Það að færa sjávargróður sem er í einkaeign undir lög um stjórn fiskveiða þar sem segir í fyrstu grein að nytjastofnar séu í sameign íslensku þjóðarinnar, er í raun dulin þjóðnýting og getur ekki samrýmst stjórnarskrá Íslands.“ Þetta segir Bjarni Kristjánsson á Auðshaugi í harðorðri athugasemd […]

Frumvarp um breytingu á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar er harðlega gagnrýnt Lesa meira »

Feneyjarnefndin um stjórnarskrárbreytingar

Athyglisverða frétt um athugasemdir Feneyjarnefndarinnar um stjórnarskrárbreytingar er að finna á vef RÚV. Í athugasemdum Feneyjarnefndarinnar segir m.a: „Þarf að skýra hugtakið þjóðareign.“ „Hvað varðar frumvarp um náttúruauðlindir og frumvarp um umhverfisvernd er sérstaklega bent á að skýra þurfi tengsl frumvarpanna tveggja. Þá þurfi að skýra hvað sé átt við með hugtakinu þjóðareign og hver

Feneyjarnefndin um stjórnarskrárbreytingar Lesa meira »

„Undirstrikar að eignarréttur eigenda sjávarjarða er varinn“

Frétt úr Bændablaðinu 11. júní 2009. Eftir MÞÞ Hæstiréttur hefur dæmt Íslenska gámafélagið ehf. til að greiða Sigurði Baldurssyni bónda á Sléttu við Reyðarfjörð 6,3 milljónir króna auk dráttarvaxta, að líkindum 13 til 14 milljónir króna í allt, en sanddæluskip á vegum félagsins dældi jarðefnum af botni fjarðarins undan bænum og innan netlaga hans. „Undirstrikar

„Undirstrikar að eignarréttur eigenda sjávarjarða er varinn“ Lesa meira »

Úr tillögum VG um fyrstu aðgerðir í sjávarútvegsmálum

Vinstri græn vilja að réttlætið nái fram að ganga: „Undirbúin verði tilraun með að heimila sumarveiðar á minni bátum með handfrjálsum búnaði frá sjávarjörðum og einnig gefist upprennnandi sjómönnum sem öðlast vilja reynslu og þjálfun kostur á hinu sama á grundvelli sérstakra reynsluleyfa. Ætíð verði um staðbundna/svæðisbundna, takmarkaða og óframseljanlega möguleika að ræða og jafnframt

Úr tillögum VG um fyrstu aðgerðir í sjávarútvegsmálum Lesa meira »

Frétt í RUV – Niðurstaða Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna

Ríkisútvarpið frétt 17. janúar 2008, kl. 16:00. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður samtaka eiganda sjávarjarða, segir að niðurstaða Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um óréttlæti í íslenska kvótakerfinu styðji málflutning umbjóðenda sinna. Þeir reka nú mál fyrir mannréttindadómstóli Evrópu eftir að jarðeigandi var dæmdur til að greiða sektir og sæta því að grásleppuhrogn voru gerð upptæk þótt veiðarnar hefðu

Frétt í RUV – Niðurstaða Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna Lesa meira »

Fréttatilkynning frá SES vegna dóms Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna

Samtök eigenda sjávarjarðaPósthólf 90Hornafirði Fréttatilkynning Stjórn Samtaka eigenda sjávarjarða vekur athygli á fram komnum úrskurði Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, í máli tveggja sjómanna gegn íslenska ríkinu, en þar kemur fram alvarlegur áfellisdómur á íslenska kvótakerfið í sjávarútvegi.  Úrskurðurinn gengur m.a. út á að jafnræðis borgarna um atvinnurétt til fiskveiða sé ekki gætt, ásamt því að greiða

Fréttatilkynning frá SES vegna dóms Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna Lesa meira »

Kanna rétt Sama til fiskveiða út af Finnmörku

Frétt fengin frá Skip.is  3.7.2006 um rétt Sama til fiskveiða út af Finnmörku Kanna rétt Sama til fiskveiða út af Finnmörku Norska ríkisstjórnin hefur skipað nefnd sem á að fara ofan í saumana á réttarstöðu Sama og annarra hópa hvað varðar veiðar í norsku lögsögunni undan ströndum Finnmerkurfylkis. Þessi vinna tengist endurskoðun á hinum svokölluðu

Kanna rétt Sama til fiskveiða út af Finnmörku Lesa meira »

Fara með málið eins langt og það kemst

Uppruni : Frettabladid Samtök eigenda sjávarjarða höfða mál á hendur ríkinu. Nýfallinn dómur Hæstaréttar tók ekki á eignarrétti sjávarbænda á hlunnindum í sjó. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður segir viðbúið að mál bændanna endi í Strassborg. Á næstu vikum höfða Samtök eigenda sjávarjarða mál á hendur ríkinu til að fá viðurkenndan rétt bænda sem eiga land að

Fara með málið eins langt og það kemst Lesa meira »

Scroll to Top