Kanna rétt Sama til fiskveiða út af Finnmörku

Frétt fengin frá Skip.is  3.7.2006 um rétt Sama til fiskveiða út af Finnmörku

Kanna rétt Sama til fiskveiða út af Finnmörku

Norska ríkisstjórnin hefur skipað nefnd sem á að fara ofan í saumana á réttarstöðu Sama og annarra hópa hvað varðar veiðar í norsku lögsögunni undan ströndum Finnmerkurfylkis. Þessi vinna tengist endurskoðun á hinum svokölluðu Finnmerkurlögum.

Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneyti Noregs segir að Finnmerkurlögin fjalli m.a. um landnýtingu og rétt til veiða í ám, lækjum og vötnum í fylkinu, en ekki er kveðið á um fiskveiðar í hafinu.

Fulltrúar Sama hafa lengi krafist þess að fá leyfi til fiskveiða. Það sé réttur þeirra sem frumbyggja í Finnmörku. Svo virðist sem sjávarútvegsráðherra Noregs, Helga Pedersen sem er frá Finnmörku, hafi meiri skilning á kröfum Sama en fyrirrennarar hennar. Hún segir í tilkynningunni að með skipun nefndarinnar sé tryggt verði að tekið verði tillit til allra sjónarmiða. Nefndarformaður verður Carsten Smith fyrrverandi hæstaréttardómari.

Scroll to Top