Frumvarp til laga um sjávarútveg

Frumvarp til laga um sjávarútveg – Umsögn Landssamtaka eigenda sjávarjarða

Vísað er til frumvarps til laga um sjávarútveg sem birt var í Samráðsgátt stjórnvalda þann 24. nóvember 2023, mál nr. 245/2023.

Landssamtök eigenda sjávarjarða (hér eftir „samtökin“) fagna framkomnum drögum að frumvarpi til laga um sjávarútveg. Samtökin telja ekki ástæðu til að fjalla um einstök ákvæði frumvarpsins heldur koma á framfæri mikilvægum athugasemdum við efni frumvarpsins sem varðar netlög sjávarjarða, nýtingu nytjastofna í netlögum og skilgreiningu netlaga. Þá setja samtökin fram tillögur til breytinga á frumvarpinu.

Scroll to Top