Samtök eigenda sjávarjarða
Pósthólf 90
Hornafirði
Fréttatilkynning
Stjórn Samtaka eigenda sjávarjarða vekur athygli á fram komnum úrskurði Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, í máli tveggja sjómanna gegn íslenska ríkinu, en þar kemur fram alvarlegur áfellisdómur á íslenska kvótakerfið í sjávarútvegi. Úrskurðurinn gengur m.a. út á að jafnræðis borgarna um atvinnurétt til fiskveiða sé ekki gætt, ásamt því að greiða beri sjómönnunum fullar bætur og koma á fiskveiðistjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur alþjóðalaga.
Stjórn Samtaka eigenda sjávarjarða vekur ennfremur athygli á því að sjávarjarðir á Íslandi eiga bæði þinglýstan eignarrétt til sjávarins – netlög – og óskipta hlutdeild í sjávarauðlindinni í heild vegna sjávarins og lífríkisins og atvinnurétt á eigninni. Jafnframt vísa Samtök eigenda sjávarjarða til þess, að íslensk stjórnvöld hafa hvorki virt þinglýstan eignarrétt eigenda sjávarjarða né atvinnurétt til útræðis. Samningur Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, 26. grein samningsins um almennu jafnræðisregluna hefur því verið brotinn á eigendum sjávarjarða, bæði hvað varðar eignarrétt og atvinnurétt.
Í þeirri baráttu að ná fram rétti sínum, sem eigendur sjávarjarða hafa ólöglega verið sviptir, munu samtökin taka mið af þessum úrskurði Sameinuðu þjóðanna.
Samtökin eru með heimasíðu. Slóðin er: www.ses.is
Horni, 17. janúar 2008.
Virðingarfyllst,
f.h. Samtaka eigenda sjávarjarða
Ómar Antonsson, formaður,
Horni, 781 Hornafirði,
s. 892 0944.