Góða kvöldið – og takk fyrir erindi Samtaka eigenda sjávarjarða.
Af því tilefni vil ég benda á eftirfarandi:
Í tillögu stjórnsk og eftirlitsnefndar á þingskjali 1112 segir:
Til þjóðareignar skv. 1. mgr. teljast nytjastofnar og aðrar auðlindir hafsins innan íslenskrar lögsögu, auðlindir á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga svo langt sem fullveldisréttur ríkisins nær, vatn, þó að gættum lögbundnum réttindum annarra til hagnýtingar og ráðstöfunar þess, og auðlindir og náttúrugæði í þjóðlendum. …
Fyrra orðalag frá sérfræðihópnum, sem vitnað er til í bréfi ykkar var svohljóðandi:
Til þjóðareignar skv. 1. mgr. teljast nytjastofnar og aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu utan netlaga, vatn og önnur þau náttúrugæði sem ekki eru háð einkaeignarrétti, svo sem vatnsafl, jarðhiti og jarðefni í þjóðlendum….
Tillaga meirihlutans er skýrari að því leyti að í henni er fylgt lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998 1998, þar sem segir að sjávarbotninn innan netlaga, fylgi eignarhaldi á sjávarjörðinni sjálfri:
2. gr. Eignarland merkir í lögum þessum landsvæði, þar með talið innan netlaga í stöðuvötnum og sjó, sem er háð einkaeignarrétti þannig að eigandi landsins fer með öll venjuleg eignarráð þess innan þeirra marka sem lög segja til um á hverjum tíma.
…
Netlög merkir í lögum þessum vatnsbotn 115 metra út frá bakka stöðuvatns sem landareign liggur að, svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.
Fyrra orðalag mátti túlka á þann hátt að eignarhaldi sjávarjarða fylgdi ekki aðeins botninn innan netlaga heldur einnig nytjastofnar sjávar og aðrar auðlindir hafsins innan netlaga.
Með tillögunni er þannig fylgt gildandi lögum og enginn réttur af mönnum tekinn. Tekið er fram í nefdnaráliti og skýringum með 35. Gr. að deilur sem uppi kunna að vera um eignarhald og óbein eignarréttindi leysast ekki með nýrri stjórnarskrá heldur aðeins fyrir dómstólum. Að öðru leyti vísa ég til skýringa við ákvæðið, sjá bls. 59 í meðf. áliti á þingskjali 1112: http://www.althingi.is/altext/141/s/pdf/1111.pdf
M.kv. Álfheiður Ingadóttir,
þingmaður VG og varaformaður stjórnskipunar- og eftirltisnefndar.
„Um 3. mgr.
Ákvæði 1. mgr. 35. gr. felur í sér almenna yfirlýsingu um auðlindir í þjóðareign. Í 3. mgr.
eru nánar tilgreindar þær auðlindir sem teljast munu til þjóðareigna verði frumvarpið samþykkt.
Samkvæmt þessu felur 35. gr. í sér sjálfstæða ákvörðun um að þær auðlindir sem tilgreindar eru í 3. mgr. teljist til þjóðareigna. Jafnframt er áréttað að löggjafinn geti ákveðið að lýsa fleiri auðlindir og náttúrugæði þjóðareign, þ.e. að uppfylltu skilyrði 1. málsl. 1. mgr.
að þau séu ekki háð einkaeignarrétti. Hér má t.d. nefna erfðaauðlindir í náttúru Íslands og rafsegulbylgjur til fjarskipta. Í lögum mundu þá verða útfærð frekar markmið stjórnarskrárákvæðisins gagnvart þeim auðlindum eða náttúrugæðum.
Samkvæmt 3. mgr. teljast til þjóðareignar í fyrsta lagi nytjastofnar og aðrar auðlindir hafsins innan íslenskrar lögsögu og er þar miðað við sömu skilgreiningu fiskveiðilögsögu Íslands og gert er í 2. mgr. 2. gr. laga um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, og 2. mgr. 2. gr. laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997, þ.e. hafsvæðið frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögu Íslands eins og hún er skilgreind í lögum nr. 41/1979, um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Með þessu er þó ekki haggað við rétti til fiskveiða og annarrar nýtingar lífrænna auðlinda sem í íslenskum rétti hefur verið viðurkennt að fylgi eignarrétti að sjávarjörðum en sá réttur hefur þó sætt verulegum takmörkunum á grundvelli löggjafar um veiðistjórnun.
Í öðru lagi teljast auðlindir á, í eða undir hafsbotninum svo langt sem fullveldisréttur ríkisins nær til þjóðareignar en þó aðeins utan netlaga. Er þetta í samræmi við afmörkun 1. gr.
laga um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, nr. 73/1990, sbr. og 1.–3. gr.
auðlindalaga.“ …