Punktar frá fundi með Sigurði Inga, ráðherra

Fundur Samtaka eigenda sjávarjarða með sjávarútvegsráðherra 21. nóvember 2013, kl. 9:20.

(fundur hófst 9:30 og lauk 9:45).

 Minnisatriði.

 Þeir sem þátt taka í fundinum:

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, Jóhann Guðmundsson, skrifstofustjóri

Ómar Antonsson, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða, Björn Erlendsson, ritari, Bjarni Jónsson, stjórnarmaður, Pétur Guðmundsson, stjórnarmaður.

 Ómar formaður skýrði út helsu atriði málsins.

 Ráðherra sagði að hann hefði sett sig inn í málið.

 Vísað var í nokkur atriði viðvíkjandi bréfi Ses til ráðherra 27. maí 2013.

 Ráherra var bent á niðurstöðu starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða um að meirihluti starfshópsins hefði það mat á stöðu málsins að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði nefnd til að skoða eignarréttarlega stöðu eigenda sjávarjarða til sjávarins.  Ráðherra sagði að honum væri kunnugt um það sem haft var eftir Eiríki Tómassyni, lagaprófessor á 7. fundi starfshópsins um netlög og rétt sjávarjarða.

 Ráðherra ætlar að skoða málið.

Scroll to Top