Samtök eigenda sjávarjarða.
Pósthólf 90,
780 Hornafirði.
Hr. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsrráðherra,
sjávarútvegsráðuneytinu,
Skúlagötu 4,101 Reykjavík.
sigurdur.ingi.johannsson@anr.is
Hornafirði, 7. janúar 2014.
Ég vísa í bréf mitt til þín, dags. 27. maí 2013 og fund stjórnar samtakanna með þér og aðstoðarmanni þínum 21. nóvember s.l. Vísað er í hin ýmsu gögn sem send hafa verið ráðuneytinu til upplýsinga.
Hér með er verið að grennslast fyrir um það hvort þú hafir getað sinnt því máli að löglegur hlutur eigenda sjávarjarða verði leiðréttur í samræmi við eignarhlutdeild þeirra í sjávarauðlindinni. Íslenska ríkið hefur ekki eitt allan ráðstöfunarrétt yfir sjávarauðlindinni, samkvæmt lögum.
Eins og fram kom á fundinum þá hefur Mannréttindadómstóll Evrópu komið með álit sitt í málinu.
Þar segir: 3. The Courts´s assessment
“Moreover, the Court finds that the applicant´s right to engage in fishing in the net zone adjacent to the coastal property in question constituted a “possession” within the meaning of Article 1 of protocol No. 1”.
Þetta er niðurstaða sem íslenskir dómarar, embættismenn eða stjórnmálamenn geta ekki breytt. Þessum aðilum ber að virða þetta álit dómstólsins sem er endanlegt.
Það er alþjóðlegur samningur um Mannréttindadómstól Evrópu, niðurstöður hans og álit og í alþjóðlegum samningi um mannréttindaákvæði Evrópuráðsins segir í protocol no. 1:
“Every natural or legal person is entitled to the peaceful enjoyment of his possessions. No one shall be deprived of his possessions except in the public interest and subject to the conditions provided for by law and by the general principles of international law. The preceding provisions shall not, however, in any way impair the right of a state to enforce such laws at it deems necessary to control the use of property in accordance with the general interest or to secure the payment of taxes or other contributions or penalties.”
Það sem hinir ýmsu þingmenn á Alþingi Íslendinga og í raun ýmsir Íslendingar virðast ekki átta sig á er það, að á Vesturlöndum er það grundvallarregla, að menn standa við samninga. Mönnum er, í öðrum orðum, frjálst að því hvort þeir gera samning en þeim er hins vegar ekki frjálst að því hvort þeir standa við hann.
Við óskum eftir því að fá upplýsingar um það, hvað það er sem tefur íslensk stjórnvöld og sjávarútvegsráðherra í því að leiðrétta þessi mál, m.a. í nýrri löggjöf og sjá til þess að eigendur sjávarjarða fái til baka stjórnarskrárvarinn eignarrétt sinn sem ólöglega hefur verið tekinn af þeim og ólöglega afhentur öðrum.
Það er krafa eigenda sjávarjarða að farið sé að fyrrgreindum samningum og löglegum eignarrétti þeirra verði skilað, annað hvort með þeim hætti að þeir fái veiðikvóta eða að þeir fái réttmæta hlutdeild í auðlindagjaldi hvort tveggja í samræmi við eignarhlut sinn í sjávarauðlindinni.
Óskað er eftir því að ráðherra komi því í kring að þessi mál verði leiðrétt og að eigendur sjávarjarða njóti mannréttinda samkvæmt lögum og ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu.
Virðingarfyllst,
Samtök eigenda sjávarjarða.
Ómar Antonsson, formaður.
Meðfylgjandi er til upplýsinga:
- Upplýsingar um réttindi sjávarjarða sem lagafyrirmæli eru um, 15 síður (15 glærur).
- Upplýsingar um réttindi sjávarjarða sem lagafyrirmæli eru um, 12 erindi.
- Bréf, dags. 18. nóvember 2013 til Matís ohf.