Fundur Samtaka eigenda sjávarjarða í sjávarútvegsráðuneytinu 18. febrúar 2013.

Minnisatriði. 

Eftirfarandi tóku þátt í fundinum:

Frá ráðuneytinu: Valdimar Halldórsson, aðstoðarmaður ráðherra, Ingvi Már Pálsson, sérfræðingur, Arnór Snæbjarnarson, lögfræðingur.

Frá SES: Ómar Antonsson, formaður, Björn Erlendsson, ritari, Bjarni Jónsson, stjórnarmaður og Pétur Guðmundsson, stjórnarmaður

Eftirfarandi atriði voru fyrst og fremst rædd á fundinum:

  1. Að stofnsett verði nefnd til að skilgreina betur eignar- og nýtingarréttindi sjávarjarða í samræmi við ályktun nefndar um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða.  Mið verði einnig tekið af áliti Mannréttindadómstóls Evrópu um að stofnað hafi verið lögformlega til eignarréttar sjávarjarða í sjávarauðlindinni.
  2. 40 miljón króna greiðsla á ári til LÍÚ og samtaka smábátaeigenda og að jafnræði verði í heiðri haft og hlutaðeigendur sjávarauðlindarinnar, þ.e. eigendur sjávarjarða, fá samskonar greiðslu.
  3. Eigendur sjávarjarða og hlutaðeigendur í auðlindinni fái sinn hlut í auðlindagjaldi.

Málin voru rædd vítt og breitt.

Bjarni sýndi glærur um rétt sjávarjarða.

Niðurstaða:

Fulltrúar ráðuneytisins sýndu málinu áhuga og virtust vera vel aðsér í réttindum sjávarjarða og þeirri klemmu sem skapast hefur varðandi skipulagsmál haf og strandsvæða á Íslandi með því að ætla að sniðganga eignarrétt landeigenda og munu þeir hafa samband við fulltrúa SES fljótlega með framhald á málinu.

Scroll to Top