Fundur með atvinnuveganefnd um auðlindafrumvarp – áherslupunktar

02.11.2018

Frumvarpsdrög. Veiðigjald, 144. Mál.

Fyrir hönd Samtaka eigenda sjávarjarða mæta, Bjarni M. Jónsson og Björn Erlendsson, stjórnarmenn.

Fundur með Lilju Rafney og atvinnuveganefnd, Austurstræti 8-10 kl. 14:40.

Áherslupunktar:

Netlög jarða sem eiga land að sjó.

Netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. Eins og á við um annað land jarða þá eru netlög skilgreind sem eign og varin af stjórnarskrár og lögum.

(72.gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.)

Sjávarjarðir eiga líka hlunnindi á jörðum sínum, þar með talinn er útræðisréttur sem einnig er varinn af stjórnarskrá Íslendinga sem eignar- og atvinnuréttur.

Lagastoð:

Jónsbókarlög  „Kap. 2. Um viðreka ok veiði fyrir útan netlög“. Þar eru netlög miðuð við dýpi sjávar eða 6,88 metrar á stórstraumsfjöru. Netlagaskilgreining Jónsbókar á við meðal annars fiskaveiðar, hvali og sjávargróður.

Í Tilskipun um veiði á Íslandi, 20. júní 1849, segir:

3 gr. „Á landi skulu veiði ráða rétt landamerki jarðar hverrar. Ef jörð liggur að sjó, á eigandi veiði á haf út, 60 faðma (eða 115 metra) frá stórstraumsfjörumáli, og eru það netlög hans.” 

21 gr. „Með þessari tilskipun er allt það af tekið, sem lög hafa verið hingað til um fuglveiði og dýraveiði og selveiði, en allar greinar laganna um fiskveiði, sem ekki er breytt í þessari tilskipun, og um hvalveiði skulu fyrst um sinn standa óraskaðar.“

(21. greinin var tekin burtu í „lagahreinsun Alþingis“ fyrir nokkrum árum, en við eftirgrenslan virðist enginn vita hver bað um að það yrði gert, sem er mjög óeðlilegt)

Við vísum einnig í álit og viðurkenningu Mannréttindadómstóls Evrópu hvað viðvíkur eignarréttindum sjávarjarða.

Frumvarpið:

Í 8. gr. frumvarpsins, sérákvæði, er talað um auðlindagjald af sjávargróðri. Sjávargróður vex að mestu leiti innan netlaga sjávarjarða en þau ná út á 6,88 metra dýpi á stórstraumsfjöru (Jónsbók 1281).

  1. gr. þarf að skýra betur með eignarétt í netlögum í huga. Ekki þurfa landeigendur að greiða auðlindagjald af grasi á túnum sínum og því ætti sama að gilda um sjávargróður í netlögum sem eru hluti landareingar sjávarjarða og oftast í einkaeign.

Einnig verður að skilgreina „veiðarnar“ á sjávargróðrinum betur þar sem ríkisvaldið hefur enga heimild til að leyfa þær „veiðar“ innan netlaga sjávarjarða, ekki frekar en að leyfa veiðar á nytjastofnum þar, nema á þeim jörðum sem ríkið á sjálft.

Scroll to Top