Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðlendur

Nú liggur fyrir frumvarp til laga frá forsætisráðherra um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998 (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.). Inn í þessu sakleysislega „o.fl.“ er tillaga um óbætta eignaupptöku á eignum sjávarjarða sem hulin eru sjó.

Í skýringunum sem fylgja drögunum er talað um að netlög séu 115 metrar frá stórstraumsfjöruborði en á að vera 6,88 metra dýptarviðmið á stórstraumsfjöru samkvæmt gildandi lögum. Kvartað er undan því í skýringunum að það sé svo mikið til af eyjum, skerjum og slíku (nefna töluna 10.000) og flest af því sé nafnlaust þannig að það taki því ekki að eltast við þessa vitleysu og best sé því að draga strik til dæmis yfir Breiðafjörð og gera það að þjóðlendu sem lendir meginlands meginn striksins, nema auðvitað ekki það sem er í einka eign miðað við 115 metrana. Þegar þetta er fengið má svo deila út hlunnindunum sem hingað til hafa tilheyrt Breiðafjarðareyjum, til þeirra sem eru verðugri, samanber útdeilingu Alþingismanna á fiskveiðiauðlindinni.

Nálgast má þessi frumvarpsdrög hér: https://www.althingi.is/altext/150/s/0360.html

Frestur til að skila undirrituðum athugasemdum er til 2. desember.

Eru þeir sem hagsmuna hafa að gæta hvattir til að senda inn athugasemdir. Það er mikilvægt vegna þess að þingmenn telja fjölda athugasemda til að áætla mögulegt atkvæðatap ef þeir samþykkja ólögin óbreytt.

Scroll to Top