Aðalfundur 2007

Aðalfundarboð 2007

Aðalfundur SES verður haldinn miðvikudaginn 12. desember nk. í Yale (Skála) á Hótel Sögu í Reykjavík og hefst hann kl. 15:00

Samtök eigenda sjávarjarða
Pósthólf 90
780 Hornafjörður

30. nóvember 2007

Aðalfundarboð

Aðalfundur SES verður haldinn miðvikudaginn 12. desember nk. í Yale (Skála) á Hótel Sögu í Reykjavík og hefst hann kl. 15:00 og er þetta bréf fundarboð.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa þá mun Ragnar Aðalsteinsson hrl. kynna niðurstöður af “Stefnu” Samtaka eigenda sjávarjarða (SES) á hendur íslenska ríkinu.  Einnig mun Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sjávarútvegsfræðingur, flytja erindi um; “Samþætta stjórnun strandsvæða og möguleika Íslands til innleiðingar slíkrar stjórnunar og hverjar framtíðarhorfunrnar eru.”

Væntum þess að sem flestir mæti og sýni þar með samstöðu í þessu mikilvæga máli.

Stjórn SES
__________________________________________________________

Ágæti félagi

Sendum þér hér með gíróseðil vegna árgjalds til Samtakanna fyrir árið 2007 að upphæð kr. 3.500.
Við vonum að félagsmenn bregðist vel við og greiði félagsgjöldin sem fyrst, þau eru einu tekjur samtakanna og án þeirra er ekkert hægt að gera.

Frá síðasta aðalfundi hefur stjórnin haldið nokkra stjórnarfundi auk annarra samskipta.
Sem fyrr hefur stjórnin reynt að kynna málstað Samtakanna, bæði innanlands og utan, ásamt því að fylgjast með framgangi á stefnu Ragnars Aðalsteinssonar, hrl., f.h. Ómars Antonssonar, á hendur íslenska ríkinu.

Á sl vetri hitti stjórnin sérnefnd Alþingis um stjórnarskrármál og kynnti stefnu og kröfugerð SES um réttinn til sjávarins.

Sl. sumar var hér á ferð nefnd þingmanna frá norska Stórþinginu að kynna sér sjávarútvegsmál og íslenska kvótakerfið. Fulltrúar SES gengu á fund nefndarinnar og kynntu sjónarmið samtakanna um rétt sjávarjarða til útræðis og fiskveiða. Niðurstaða Norðamannanna við heimkomuna var að sögn sú að taka ekki upp íslenska kvótakerfið í sjávarútvegi, en áform voru uppi um það í Stórþinginu.

Á haustmánuðum kom sú niðurstaða frá Héraðsdómi Reykjavíkur að vísa stefnu SES á hendur ríkinu frá dómi. Sú niðurstaða var strax kærð til Hæstaréttar sem komst að sömu niðurstöðu. Á komandi aðalfundi mun Ragnar Aðalsteinsson, hrl. greina nánar frá þessum málarekstri og því sem framundan er.

Sk. grásleppudómur, sem vísað var til Mannréttindadómstólsins fyrir nokkrum árum, er enn í vinnslu hjá dómnum. Dómurinn hefur leitað eftir frekari upplýsingum og athugasemdum hjá íslenskum stjórnvöldum, þannig að góð von er um að áframhald verði á málinu.

Ítrekað hefur verið bent á að rétturinn til sjávarins er mikið réttlætismál og eitt stærsta byggðamál síðari tíma. Málarekstur SES er kostnaðarsamur og fyrir liggur að halda verður áfram með málið. Samtökin treysta því á að félagsgjöldin skili sér.

Þeim sem vilja gerast félagsmenn, og styðja þar með baráttu Samtakanna, er bent á heimasíðu félagsins;   www.ses.is   Þar er hægt að skrá sig í samtökin. Æskilegt er að SES fái tölvupóstfang sem flestra félagsmanna.

 

Með bestu kveðjum, f.h. Samtaka eigenda sjávarjarða.

_________________________________
Ómar Antonsson, formaður

Scroll to Top