Eignar- og útræðisréttur sjávarjarða.

Bréf til sjávarútvegsráðherra ( – Afrit – )

Reykjavík, 13. september 2004.

Hr. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra
Sjávarútvegsráðuneytið
Skúlagötu 4
101 Reykjavík

Efni:  Eignar- og útræðisréttur sjávarjarða.

Samtök eigenda sjávarjarða, Pósthólf 90, 780 Homafirði, eru samtök þeirra sem eiga og eða nytja sjávarjarðir, svo og þeirra sem eru áhugamenn um hlunnindarétt jarða.Stór hluti eigenda sjávarjarða eiga aðild að samtökunum.

Tilgangur samtakanna er:

  • Að fá útrœðisrétt sjávarjarða virtan á ný og staðfestan í gildandi lögum um stjórn fiskveiða;
  • Að vinna að því að eignarréttindi sjávarjarða innan netlaga, sem og tiltöluleg eignarhlutdeild í sjávarauðlindinni í heild, verði virt og í heiðri höfð.

Samtök eigenda sjávarjarða hafa falið mér að skrifa yður eftirfarandi:

Samkvæmt lögum nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða eru nytjastofnar á Íslandsmiðum sameign íslensku þjóðarinnar. Samkvæmt lögunum teljast til nytjastofna sjávardýr, svo og sjávargróður, sem nytjuð eru og kunna að verða nytjuð í íslenskri fiskveiðilandhelgi og sérlög gilda ekki um.

Samkvæmt fiskveiðistjórnunarlögunum telst til fiskveiðilandhelgi Íslands hafsvæðið frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögu Íslands eins og hún er skilgreind í lögum nr. 41/1979 um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn.

Við undirbúning og setningu laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 hefur þess ekki verið gætt, að eigendur sjávarjarða eiga svokölluð netlög, sem eru skilgreint belti sjávarins úti fyrir jörðunum mælt frá stórstraumsfjöruborði. Þetta merkir að netlögin eru háð einkaeignarrétti eigenda sjávarjarðanna og nær réttur þeirra til hvers kyns réttinda í sjónum innan netlaga, á sjávarbotni innan netlaga svo og undir sjávarbotni innan netlaga. Kemur þessi skilgreining víða fram í löggjöf. Nokkur ágreiningur kann að vera um hversu langt netlögin ná frá stórstraumsfjöruborði, en skilgreining þess skiptir ekki máli á þessu stigi málsins.

Með lögunum um stjórn fiskveiða hefur löggjafarvaldið ráðstafað réttindum eigenda sjávarjarða,  sem háð  eru  einkaeignarrétti,  og á sú ráðstöfun sér ekki stoð í stjórnarskránni. Með þeim takmörkunum á eignarréttindum eigenda sjávarjarða yfir netlögunum eru eignarréttindi yfir netlögunum skert með þeim hætti að ekki fær staðist  eignarréttarákvæði  stjórnarskrárinnar.  Alþingi  hefur  þó  ekki  heimilað framkvæmdavaldinu að taka umrædd réttindi að hluta eða öllu leyti eignarnámi, endaþarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar.

Með lögum nr. 85/2002 og síðari breytingum var gerð sú breyting á lögum um stjórn fiskveiða, að samþykktur var nýr kafli, V. kafli, um veiðigjald. Leggja skal á veiðigjald fyrir veiðiheimildir sem veittar eru á grundvelli laganna. Í þessum nýja kafla laganna er nánar skilgreint hvernig reikna skuli út veiðigjaldið, hvernig skuli leggja það á og innheimta. Ekki er tekið fram hvert veiðigjaldið renni, en ætla verður að það renni í ríkissjóð. Ekki var haft samráð við eigendur sjávarjarða.

Óumdeilt er að nytjastofnar þeir á Íslandsmiðum, sem lög um stjórn fiskveiða ná til, eiga uppruna sinn m.a. í netlögum sjávarjarða. Með lögunum er annars vegar gert ráð fyrir því að skerða eignarréttindi eigenda sjávarjarða yfir netlögunum og hins vegar að innheimta gjald fyrir nýtingu nytjastofna, sem eiga sér uppruna að minnsta kosti að hluta í netlögum sjávarjarða. Ekki er gert ráð fyrir því að eigendur sjávarjarða hafi neinn umsagnarrétt um framangreint og enn síður er gert ráð fyrir því að hluti veiðigjaldsins renni til eigenda sjávarjarðanna, svo sem óhjákvæmilegt virðist vera að lögum.

Með vísan til framangreinds hefur umbj. m. falið mér að tilkynna yður, að óskað sé formlegra viðræðna um lausn framangreindra ágreiningsefna sem allra fyrst og hefjist þær eigi síðar en innan tveggja vikna frá dagsetningu bréfs þessa. Berist mér ekki svarvið bréfi þessu innan tveggja vikna munu umbj. m. líta svo á að stjórnvöld hafni viðræðum við umbj. m. um lausn málsins og hyggist þar með halda áfram að skerða eignarréttindi þeirra og innheimta gjald af þeim sem nýta nytjastofnana án tillits til réttinda umbj. m. yfir nytjastofnunum og þar með rökréttri kröfu til hlutdeildar í umræddu gjaldi. Mun umbj. m. þá sækja rétt sinn lögum samkvæmt.
Afrit  af  bréfi  þessu  er  jafnframt  sent forsætisráðherra, fjármálaráðherra, umhverfisráðherra og landbúnaðarráðherra.

Rétt þykir að taka fram að þessi afstaða umbj. m. er ekki ný og vísast til meðfylgjandi bréfa umbj. m. til sjávarútvegsnefndar Alþingis 27. júlí 2001 og 4. febrúar 2002, bréfs umbj.  m.  til  landbúnaðaráðherra  19.  febrúar  2002,  bréfs  umbj.  m.  til sjávarútvegsnefndar 21. mars 2002, bréfs umbj. m. til umhverfisráðherra 4. febrúar 2003, bréfs umbj.  m.  til forsætisráðherra 6. júní 2003, brefs umbj.  m.  til sjávarútvegsnefndar 1. júlí 2003, bréfs umbj. m. til landbúnaðamefndar Alþingis 1. júlí 2003 og bréfs umbj. m. til sjávarútvegsráðherra 11. ágúst 2003. Afrit af bréfum þessum fylgja hér með.

Virðingarfyllst,
(sign)
Ragnar Aðalsteinsson hrl.

Innlagt:
Bréf til sjávarútvegsnefndar Alþingis 27. júlí 2001
Bréf til sjávarútvegsnefndar Alþingis 4. febrúar 2002
Bréf til landbúnaðaráðherra 19. febrúar 2002
Bréf til sjávarútvegsnefndar 21. mars 2002
Bréf til umhverfisráðherra 4. febrúar 2003
Bréf til forsætisráðherra 6. júní 2003
Bréf til sjávarútvegsnefndar l.júlí 2003
Bréf til landbúnaðarnefndar Alþingis l.júlí 2003
Bréf til sjávarútvegsráðherra 11. ágúst 2003.

Afrit:
Forsætisráðherra
Fjármálaráðherra
Umhverfisráðherra
Landbúnaðarráðherra

Scroll to Top