Samþykktir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks
Hér að neðan má lesa samþykktar ályktanir frá ríkisstjórnarflokkunum sem tengjast útræðisrétti strandjarða.
Í ályktunarkafla samþykktum á 27. flokksþingi framsóknarflokksins um atvinnumál stendur meðal annars:
„Byggðakvóti verði aukinn til að treysta búsetu í viðkvæmustu sjávarbyggðum. Unnið verði að því að koma í veg fyrir brottkast afla. Útræðisréttur strandjarða verði virtur á ný og staðfestur í fiskveiðilögum.„
Í stjórnmálaályktun sem samþykkt var á 35. landsfundi Sjálfstæðisflokksins má lesa eftirfarandi:
„…. sem m.a. hefur tengst hlunnindanýtingu og varðveislu verklegra hefða. Í þessu sambandi er einnig áhugavert að hugað verði að lagaákvæðum um forn útræðishlunnindi.„