Réttur sjávarjarða til að eiga fulltrúa í nefndum er varða sjávarauðlindina.
Samtök eigenda sjávarjarða.
Pósthólf 90,
780 Hornafirði.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Einar K. Guðfinnsson,
Skúlagötu 4,
150 Reykjavík.
Reykjavík, 12. desember 2007.
Málefni: Réttur sjávarjarða til að eiga fulltrúa í nefndum er varða sjávarauðlindina.
Samtök eigenda sjávarjarða vísa til þess fordæmis að fulltrúi þeirra hefur verið skipaður í samráðsnefnd samkvæmt 1. kafla bráðabirgðaákvæðis laga nr. 61/2006 á grundvelli þess að eigendur sjávarjarða eru eigendur hluta sjávarauðlindarinnar, þ.e. netlaga og þar með hlutaðeigendur eins frjósamasta hluta sjávarauðlindarinnar, landhelginnar og fiskveiðilögsögunnar í heild.
Nýlega hefur sjávarútvegsráðherra skipað í tvær nýjar nefndir um fiskeldismál. Annars vegar nefnd um aðgerðir til að efla þorskeldi hérlendis, og hins vegar nefnd sem kanna á forsendur kræklingaræktar.
Augljóst er að vinna þessara nefnda snertir eignarrétt sjávarjarða, ekki síst þar sem sjórinn og fiskistofnar eru á ferð á milli netlaga í einkaeign og ytra svæðis, ásamt því að fyrirhuguð starfsemi kemur víða til með að verða staðsett skammt frá netlögum. Það er því skoðun eigenda sjávarjarða, sem löglegra hlutaðeigenda að sjávarauðlindinni og á jafnræðisgrundvelli, eigi þeir tvímælalaust að eiga fulltrúa í þessum tveim nefndum.
Það er því krafa Samtaka eigenda sjávarjarða að sjónarmiða eigenda sjávarjarða sé gætt og að sjávarútvegsráðherra sjái til þess að samtökin eigi fulltrúa í þessum tveim nefndum.
Samtökin eru með heimasíðu. Slóðin er: www.ses.is
Virðingarfyllst,
Samtök eigenda sjávarjarða.
__________________________
Ómar Antonsson, formaður
Afrit:
Sent rafrænt til allra alþingismanna.
Meðfylgjandi:
Auglýsing er skilgreinir rétt og eign sjávarjarða samkvæmt íslenskum lögum.