Aðalfundur – Fundarboð

Samtök eigenda sjávarjarða 
Pósthólf 90 
780 Hornafjörður 

Hornafirði, 19. maí 2021.

Aðalfundur

Aðalfundur Samtaka eigenda sjávarjarða, Ses, verður haldinn laugardaginn 29. maí 2021 í Hótel Fransiskus Stykkishólmi og hefst hann kl. 14:00. 
Fram fara venjuleg aðalfundarstörf.  Væntum við þess að sem flestir mæti og sýni þar með samstöðu í þessu mikilvæga máli.      Stjórn Ses.

Ágæti félagi

Frá síðasta aðalfundi hefur stjórnin haldið nokkra stjórnarfundi auk annarra samskipta.  Nokkur bréf hafa verið send til nefnda ráðuneyta og Alþingis með athugasemdum við lagafrumvörp og áform um veiðigjöld án þess að tillit sé tekið til löglegra eignarréttinda eigenda sjávarjarða í sjávarauðlindinni.  Sent var bréf til Alþingis og gerðar athugasemdir við nýtt frumvarp um sjávarútvegsmál m.a. grásleppuveiðar sem að verulegu leiti fara fram í netlögum.  Heimaslóðir grásleppunar eru einnig í netlögum.

Bæði alþingismönnum, nefndum alþingis og ráðuneytum hefur ítrekað verið kynntur málstaður og hagsmunir samtakanna.  

Sem fyrr hefur stjórnin reynt að kynna málstað samtakanna, hinum ýmsu aðilum bæði innanlands og utan.  Til liðs við samtökin hafa komið sjávarjarðaeigendur við Breiðafjörð en þar geta verið mjög víðferm netlög ef dýptarviðmið netlaga er notað.

Vísað er til þess að eigendur sjávarjarða væru einna mestu hagsmunaaðilar um sjóinn úti fyrir ströndum landsins.  Haldið hefur verið áfram með að upplýsa aðila um eignarrétt sjávarjarða í sjávarauðlindinni og m.a. vísað í álit Mannréttindadómstóls Evrópuráðsins.

Engin réttaróvissa er í málinu.  Lagafyrirmæli eru skýr í þessu sambandi en það er bara ekki farið eftir þeim og ekki einu sinni af alþingismönnum, sem unnið hafa drengskaparheit að stjórnarskrá Íslands.  Um mannréttindabrot er að ræða.

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komið með það formlega álit sitt, á lagalegum rétti sjávarjarða, að um sé að ræða lögformleg eignarréttindi í samræmi við mannréttindayfirlýsingu Evrópuráðsins.  

Ítrekað hefur verið bent á að rétturinn til sjávarins er friðhelgur.  Hann er stjórnarskrárvarinn og lagafyrirmæli eru um hann.  Hann er mikið réttlætismál og eitt stærsta byggðamál síðari tíma.  Málarekstur Ses er kostnaðarsamur og fyrir liggur að halda verður áfram með málið. Samtökin treysta því á að félagsgjöldin skili sér. 

Þeim sem vilja gerast félagsmenn, og styðja þar með baráttu Samtakanna, er bent á heimasíðu félagsins;  www.ses.is   Heimasíðan er svo einnig með hinar ýmsu upplýsingar.

Með bestu kveðjum, 
f.h. Samtaka eigenda sjávarjarða.

Ómar Antonsson, formaður
ses.netlog@gmail.com
omarantons@gmail.com


Sjávarjarðir

Aðalfundur Samtaka eigenda sjávarjarða verður haldinn að Hótel Fransiskus, Stykkishólmi, laugardaginn 29. maí 2021 og hefst hann kl. 14:00.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa munu verða lagðar fram eftirfarandi tillögur að lagabreytingum:

1.gr. Breyting á nafni félagsins, að félagið heiti “Landssamtök eigenda sjávarjarða”. 

5.gr. Stjórn félagsins skipi allt að 7 stjórnarmenn.

Sjá heimasíðu samtakanna www.ses.is
Allir velkomnir, félagsmenn sem aðrir
Stjórnin

Scroll to Top