Stofnfundur – Fundargerð

Fundargerð

Stofnfundar Samtaka eigenda sjávarjarða
5. júlí 2001

Stofnfundur Samtaka eigenda sjávarjarða var haldinn í Bændahöllinni í Reykjavík fimmtudaginn 5. júlí 2001.Ómar Antonsson, formaður undirbúningsnefndar, setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Hann tilnefndi Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóra BÍ, sem fundarstjóra og Björn Erlendsson og Árna Snæbjörnsson sem fundarritara.

1. Störf undirbúningsnefndar. Ómar Antonsson greindi frá því, að hugmyndin að stofnun samtaka, til þess að endurheimta rétt sjávarjarða til sjávarins, hafi verið til umræðu í nokkur ár. Það væri ótækt að þinglýst hlunnindi jarða sem fælust í hugtakinu útræði væri ekki virt af stjórnvöldum, en svo langt væri gengið að eigendur sjávarjarða mættu ekki veiða innan landamerkja eigin jarða, þ.e. netlaga. Hinn 9. mars sl. kom hópur manna saman og ræddi þessi mál og kaus síðan undirbúningsnefnd til þess að vinna að stofnun formlegs félags. Undirbúningsnefndin var skipuð eftirtöldum mönnum: Ómar Antonsson, Horni, formaður, aðrir nefndarmenn voru kjörnir þeir; Björn Erlendsson, Jónas Jóhannsson og Jóhann J. Ólafsson. Nefndin ákvað að boða til stofnfundar eins fljótt og unnt væri og hóf fljótlega að senda út undirskriftalista, þar sem hagsmunaaðilum jafnt sem áhugamönnum var gefinn kostur á að gerast stofnfélagar væntanlegra samtaka. Ómar sagði að nú þegar væru komnir vel á fimmta hundrað skráðir félagar. Hann þakkaði nefndinni fyrir vel unnin störf. Einnig þakkaði hann Árna Snæbjörnssyni, hlunnindaráðunaut BÍ, fyrir vel unnin störf á þessu sviði undanfarin ár.

2. Erindi Árna Snæbjörnssonar. Hlunnindi sjávarjarða og aðdragandi að stofnun félags. Hann sagist á sl. tíu árum hafa orðið var við vaxandi áhyggjur bænda og annarra landeigenda varðandi þá þróun að ýmis hlunnindi og önnur réttindi jarða til þess að nýta auðlindir sínar væri ekki virtur eða þá dreginn í efa. Smátt og smátt væri gengið á rétt jarðanna, án bóta eða eignarnáms, og að oft væru bændur seinþreyttir til mótaðgerða. Þessi mái hafa oft verið rædd í röðum hlunnindabænda og m.a. hvernig ætti að afmarka félagsskap um málið. Hann hóf blaðaskrif um réttindi hlunnindajarða árið 1997. Haldinn var fundur hlunnindabænda um það 1998 og Búnaðarþing 1999 samþykkti eftirfarandi. “ Búnaðarþing 1999 fer þess á leit við stjórn BÍ að hún leiti leiða til að fá útræðisrétt strandjarða virtan á ný og staðfestan í fiskveiðilögum.“ Málið vakti athygli, en ályktun Búnaðaþings var kynnt víða í stjórnkerfinu. Hann taldi að af fenginni reynslu væri nauðsynlegt að stofna til félags um málið.Þá fjallaði hann um helstu hlunnindi jarða á Íslandi. Einnig rakti hann allmörg dæmi þess, þar sem að gengið hefur verið á rétt jarða til að nýta forn hlunnindi eða á rétt landeigandans yfirleitt til þess að ráða nytjum á sinni jörð.Að lokum minnti hann á mikilvægi hlunnindanytja fyrir byggðir og búsetu fyrr og nú og rakti nokkur megin atriði úr lögum (Veiðitilskipunin frá 1849) um grundvallarrétt eiganda eða ábúanda jarða til hlunnindanytja. (Erindi Árna var lagt fram til afhendingar).

3. Erindi Jóhanns J. Ólafssonar. Hver á þjóðfélagið. Í erindi sínu rakti hann m.a. að allt frá landnámi og í eitt þúsund ár giltu tvær megin reglur um yfirráð yfir landi, þ.e. einkaréttur og almenningur. Hann sagði að ríkisvaldið hafi ekki farið að ásælast áhrif til lands og landgæða fyrr en um 1930 og hefði æ síðan ásælst meira og meira. Það form sem landnámsmenn völdu væri það frjálsa form sem menn velja ef þeir fá að ráða málum sínum sjálfir. Hann taldi að standa þyrfti vörð um eignarrétt einstaklinga og koma í veg fyrir að ríkið væri sífellt að sækjast eftir auknum yfirráðum yfir landi, en þjóðlendumálið svokallaða væri gott dæmi um slíkt. Verðmæti lands mun aukast í framtíðinni og ríkið á ekki að sitja um slíkt. Hann mælti að lokum með því að tilvonandi félag mundi vinna sem nánast og mest með samtökum bænda.

4. Erindi dr. Ole Lindquist. Fornnorrænn réttur sjávarjarða til auðlinda við strendur Íslands. Hann hóf sagnfræðirannsóknir á þessu sviði fyrir allmörgum árum sem lauk með doktorsritgerð hans 1994. Hér verður birtur allítarlegur útdráttur úr erindi hans en skýringarmyndum er sleppt.Inngangur. Um óðalsskipulagið og lénsskipulagið.

Fyrst vil ég þakka aðstandendum fundarins fyrir að fá að halda hér stutt erindi um `Fornnorænan rétt sjávarjaðda til auðlinda við strendur Íslands’. Það er nú orðið 7- 8 ár síðan að ég rannsakaði nokkuð ítarlega strandréttinn og meginreglur hans á öllu norræna svæðinu til forna, auk Englands og Skotlands. Það var reyndar hluti af stærra verkefni. Þá komst ég að nýjum niðurstöðum varðandi þróun þessara mála, m.a. á norska og íslenzka strandréttinum, þróunarskeiði þeirra og innbyrðis tengslum og setti fram kenningu um uppruna og meginreglur norræna strandréttarins. Reyndar er ég hissa á hversu lítið þetta áhugaverða efni hefur verið rannsakað.

Þetta ágripskennda erindi mun ég takmarka við tímabilið 800-1300. Það er fundarmönnum kunnugra en frá þurfa að segja að lög íslenzka þjóðveldisins (Grágás) um þessu efni voru tekin beint upp í Jónsbók (1281) og eru í meginatriðum enn í gildi, eins að reglurnar endurspeglast í venjubundnu orðalagi máldaga, afsalsbréfa og jarðalýsinga þegar um einstakar jarðir er að ræða.

Þegar Norðurlandabúar hófu landbúnað og tóku upp fasta búsetu (eftir 4.000 f.Kr.) urðu býlið og ættin grundvöllur samfélagsgerðarinnar allrar. Undir þessum kringumstæðum þróaðist óðalsskipulagið sem felur í sér alhliða og ótakmarkaða sjálfseign (allodial-réttur, allodium), án skírskotunar til nokkurs yfirboðara. (Þrengri merking orðsins óðalsréttur, um arf óskipts aðalbóls til elzta sonar og innlausnarrétt [brigð], kemur ekki við sögu hér). Eina takmörkunin gæti verið vegna ítaka annarra. Menn gátu eignast ítök með kaupum eða samkvæmt hefð, þ.e. óumdeild og samfelld notkun í ákveðinn árafjölda. Hefðhelgaður réttur til ákveðinna veiðistöðva og hlunninda í almenningi er líka hluti af þessari réttarskipan.

Á fyrstu öldum eftir Krists burð mynduðust höfðingjadæmi og síðan minni konungsdæmi. Höfðingjar og konungar Norðurlandabúa áttu sín eigin óðu1, hirð og fylgismenn meðal bænda. Þetta norræna konungsvald byggði á persónulegu sambandi konungs og bænda og kom ekkert eignarskipuninna við.

Önnur réttarskipan, lénsrétturinn, þróaðist í Suður- og Vestur-Evrópu eftir fall Vest-rómverska ríkisins (um 400 e.Kr.). Megin hugmynd hennar var að konungurinn væri skipaður af guði og ætti ríki sitt allt, ráðstafaði öllum löndum og gæðum innan þess og stjórnaði þegnunum. Býli og hlunnindi hvers konar þáðu menn einungis að láni, beint eða óbeint úr hendi konungs, samkvæmt leyfisbréfi og gegn afgjaldi eða þjónustu. Við vanefnd og dauða kom til endurúthlutunar. Konungur áskildi sér þar að auki oft einkarétt eða forkaupsrétt til ákveðinanna gagna og gæða.

Um og upp úr árinu 800 var lénsrétturinn orðinn ráðandi í Suður-, Mið- ogVestur – Evrópu og lénsskipulagið í örri þróun í ríki Karls mikla, konungur Franka, sem krýndur var keisari árið 800. Árið 804 sigraði hann Saxa og náði stórveldi hans þá norður að Danavirki. Á þessum tíma ruddi lénsrétturinn sér einnig til rúms á Englandi þótt ekki þróaðist lénsskipulagið af krafti þar fyrr en á 10. og 11. öld.Með því að kanna samspil meginreglna óðalsréttarins annars vegar og lénsréttarins hins vegar er hægt að greina sögu og eðli íslenzku strandréttarskipunarinnar. Það skal tekið fram að síðari tíma fræðimenn telja að innheimta almenns skatts til konungs af landeign samrýmist fyllilega óðalsskipulaginu.

Í hverju var „ofríki Haralds konungs hárfagra“ fólgið?Hvað er í raun og veru fólgið í þessum frásögnum um það, að Haraldur hárfagri hafi eignazt óðul öll og land allt í fylkjum þeim er hann lagði undir sig? Og eins um að Torf-Einar jarl hafi eignaðist öll óðu1 í Orkneyjum?Um þetta hafa verið settar fram tvær megin kenningar:Annars vegar að Haraldur hárfagri hafi framkvæmt forngermanska hugmynd um að konungur ætti land og þegna (sbr. ÍF 26, 1979: lxiv) sem flestir fræðimenn álíta staðleysu og er ég sömu skoðunar;Hins vegar að um væri að ræða nýja skatta er mönnum hafi þótt illt að una við og væri líkt og að þeir væru sviptir eign sinni (sbr. Sigurðu Nordal, 1933, ÍF 2, 1979: 1 lf).Sigurður Nordal (ÍF 2, 1979: 12) var varkár í túlkun sinni þegar harm sagði (1933): „En enginn vafi leikur á, að höfundur Egils sögu og Snorri hafa skilið orðin á þann veg, að konungur hafi slegið eign sinni á allt land, og verður ekki rengt, að það haft getað átt sér stað.“Bjarni Aðalbjarnarson (ÍF 26, 1979: lxiv) var afdráttarlausari (1941): „En ólíklegt er, að Haraldur hafi gert ráðstafanir, sem brotið hafi bág við almennar hugmyndir um það, hvað konungi væri heimilt. Flestir fræðimenn hafa gert ráð fyrir, að Haraldur hafi í rauninni lagt á skatt, sem menn hafi ályktað af, að hann þættist eiga óðul öll.“

Ég verð að lýsa mig ósammála túlkun Bjarna Aðalbjarnarsonar. Ekki skil ég hvaðan honum kom sú sannfæring að Haraldur hárfagri hafi verið slíkur séntilmaður að hann mundi ekki hafa farið út fyrir þau mörk sem óðalsskipulagið setti konungsvaldinu þegar við vitum að aðrir konungar og höfðingjar annar staðar í Evrópu síðan í lok 8. aldar gengu hvað ákafast fram einmitt í þeim efnum.Óðalsskipulag breyttist ekki allt í einu í lénsskipulag heldur var grafið undan því með mörgum einstökum aðgerðum konungsvaldsins í anda lénsréttarins. Yfirleitt vörðust óðalsbændur öldum saman, en konungur og vaxandi aðall, sem eftir kristnitöku nutu liðveizlu kirkjunnar, komu þeim oftast á hné, í mismiklu mæli þó í hverju landi um sig miðað við aðstæður. En þar er Ísland alger undantekning.Ég fæ ekki betur séð en að frásagnir fornritanna sem ganga lengst, fái staðizt miðað við upplýsingar sem réttarskipanin á strandsvæðum í Noregi og á Íslandi veita okkur og skulum við nú skoða þau mál.

Réttarskipanin á strandsvæðum í Noregi og á ÍslandSbr. glærur ……

Frásagnir fornritanna um framferði Haralds hárfagra og Torf-EinarsÍ lok 9. aldar lagði Haraldur hárfagri (dáinn um 932) hvert fylkið á eftir öðru í Noregi undir ríki sitt. Í nokkrum íslenzkum fornritum er vikið að því með eftirfarandi orðalagi: „Haraldur konungur eignaðist í hverju fylki óðul öll og land, byggt og óbyggt, og jafnvel sjóinn og vötnin og skyldu allit búendur vera hans leiglendingar, svo þeir, er á mörkina ortu, og saltkarlarnir og allir veiðimenn bæði á sjó og landi, þá voru allir þeir honum lýðskyldir. En af þessari áþján flýðu margir menn af landi á brott, og byggðust þá margar auðnir víða bæði austur í Jamtaland og Helsingjaland og Vesturlönd, Suðureyjar, Dyflinnar skíði, Írland, Norðmandí á Vallandi, Katanes á Skotlandi, Orkneyjar og Hjaltland, Færeyjar. Og í þann tíma fannst Ísland.“ (Egils saga, 4. kap., Íslendingasögur 1, 1968:8 – [ÍF 2, 1979: 1 lf].“

Þá er Haraldr konungr herjaði land ok átti orrostur, þá eignaðisk han svá vendiliga allt land ok oll óðu1 – bæði byggðir ok, sætr ok úteyjar eignaðisk hann, svá markir allar ok alla auðn landsins. Váru allir búendr hans leigumenn ok landbúar.“ (Ór Óláfs sogu ins helga inni sérstoku, 1. kap, ÍF 27, 1979: 424).“Þá er Haraldr konungr friðaði landit ok átti margar orrostur, eignaðist hann vandliga allt land ok öll óðu1, bæði byggðir og ok óbyggðir, sætr ok úteyjar ok allar merkr ok auðn landsins. Váru allir bændr ok landbúar hans leigumenn.“ (Flateyjarbók, 3. kap, 1, 1944: 41).“

Haraldur konungun setti þann rétt, allt þar er hann vann ríki undir sig, að hann eignaðist óðu1 öll og lét alla búendur gjalda sér landskyldir, bæði ríka og óríka.“ (Haralds saga hárfagra, 6. kap., Heimskringla 1, 1991: 59).Efir orustunni í Hafursfirði (á tímabilinu 870-875, e.t.v. árið 885): … „Hér eptir siðaðisk landit, guldusk skattar et öfra sem et ýtra.“ (Fagurskinna. Noregs konunga tal, 3. kap., ÍF 29, 1984: 70).“Hákon [Aðalsteinsfóstri Haraldsson, um árið 933] … beiddi bændur að gefa sér konungsnafn og það með að veita sér fylgd og styrk til að halda konungdóminum en þar í mót bauð hann þeim að gera alla bændur óðalborna og gefa þeim óðu1 sín er á bjuggu.“ (Hákonar saga góða, 1. kap., Heimskringla 1, 1991: 95).Um árið 900 var Einar Rögnvaldsson, Torf-Einar, sem Haraldur hárfagri gaf jarlsnafn, með svipaða tilburði í Orkneyjum:“Haraldr konungr lagði gjald á eyjarnar ok bað þá gjalda sex tigu marka gulls. Einarr jarl bauzk til at halda einn upp gjaldinu og eignask óðu1 þeira öll, en bændr vildu þat, því at inir auðgu hugðusk leysa mundu óðu1 sín, en inir snauðu höfðu ekki fé til. Einarr greiddi upp gjaldit, og var þat lengi síðan, at jarlar áttu óðul oll, áður Sigurðr jarl gaf upp Orkneyingum óðu1 sín.“ (Orkneyinga saga, 8. kap., ÍF 34, 1980: 16).Þrengt að norræna óðalsskipulaginu í Noregi og á Íslandi

Í Noregi leiddu hugmyndir lénsréttar m.a. til þess að- vógrék og- hvalir yfir ákveðinni stærð á óðalslandivoru teknir frá sjávarjörðum og lagði undir konung; eins voru- rekamark og netlög `sameinuð’, almenningurinn stækkaður og mörk hans færð inn að `marbakka’ (= siglingardýpi ~ 2 m dýpi). (Skv. lénsrétti var almenningurinn eign konungs, hér hefur konungsvaldið verið að búa í haginn fyrir að taka fleira undir sig þar, sbr. `nýbýlisrétturinn’ í almenningum á landi).

Þessi þróun hófst að mínu mati þegar í lok 9. alda og munu íslenzku fornritin segja rétt frá þeim atburðum.Túlkun mín er því að landnámsmen á Íslandi hafi strax um 900-930 sett á fót þá óðalsskipan í víðustu merkingu er forfeður þeirra höfðu búað við í Noregi.

Hér á landi fór lénsréttar first fyrir alvöru að gæta á 17. öld þegar þegar konungskröfur til vógreka (og fálka) var fylgt eftir af krafti, eins þegar konungsvaldið á 18. öld fór að veita leyfi til fiskveiða við strendur landsins á grundvelli (yngra) rómaréttar.

Stefna íslenzka ríkisvaldsins síðustu áratugi hefur tvímælalaust leitt til skerðingar réttinda strandjarða miðað við hina fornu óðalsskipan. Mér sýnist því að hér sé verið að endurtaka tilraun Haralds hárfagra í Noregi frá því að um árið 900.

5. Umræður. Í upphafi umræðna var athygli fundarmanna vakin á því merkilega innleggi sem hér væri komið í málið. Og þar með að túlkun eigenda sjávarjarða á réttinum til sjávarins kæmi algjörlega heim og saman við upphaflegar leikreglur samfélagsins sem í raun væru enn í gildi. Spurt var hver væri munurinn á rekamörkum og netlögum.Rekamörk; Innan þeirra á landeigandi allan rétt á öllu sem flýtur og er dautt. Rekamark er talið ná 300 – 600m frá landi.Netlög; Innan þeirra á landeigandi allan rétt til allra nytja. Netlög ná 60 faðma (115m) út frá stórstraumsfjörumáli.

6. Lög samtakanna. Lögð voru fram drög að lögum fyrir samtökin. Eftir talsverðar umræður var eftirfarandi samþykkt:

Samtök eigenda sjávarjarða

Lög

1. gr.Félagið heitir; Samtök eigenda sjávarjarða. Félagssvæðið er allt landið. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr.Félagar geta þeir orðið sem; a) eiga og/eða nytja sjávarjarðir; b) eru áhugamenn um hlunnindarétt jarða.

3. gr.Tilgangur félagsins er:· Að fá útræðisrétt sjávarjarða virtan á ný og staðfestan í gildandi lögum um stjórn fiskveiða.· Að vinna að því að eignarréttindi sjávarjarða innan netlaga, sem og tiltöluleg eignarhlutdeild í sjávarauðlindinni í heild, verði virt og í heiðri höfð.

4. gr.Tekna til starfsemi félagsins skal aflað með; a) félagsgjöldum sem ákveðin eru á aðalfundi félagsins hverju sinni; b) öðrum þeim aðferðum sem stjórn félagsins telur árangursríkar, enda sé slík ákvörðun kynnt á næsta aðalfundi félagsins.

5. gr.Stjórn félagsins skipa þrír menn og skulu þeir kosnir á aðalfundi félagsins, ásamt þrem varamönnum. Stjórnin skiptir með sér verkum eftir að stjórnarkjör hefur farið fram. Á sama hátt skal kjósa tvo endurskoðendur og varamenn þeirra. Velja má sérstakan framkvæmdarstjóra ef þurfa þykir, ella hafi stjórnin á hendi allar framkvæmdir félagsins hverju sinni.

6. gr.Aðalfund skal halda árlega á þeim tíma sem best hentar hverju sinni, samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins. Á aðalfundi gerir stjórnin grein fyrir störfum félagsins á liðnu ári og leggur fram tillögur til verkefna næsta árs.Hún skal einnig leggja fram endurskoðaða reikninga félagsins og úrskurðar aðalfundur niðurstöður þeirra.Á milli aðalfunda skal halda aukafundi eftir því sem stjórn félagsins telur þörf á, einnig ef minnst 10% félagsmanna óskar þess.

7. gr.Tillögur til lagabreytinga skal tilkynna með aðalfundarboði. Einnig skal boða meiriháttar framkvæmdaáætlanir með aðalfundarboði.

8. gr.Atkvæðisrétt á fundum félagsins hafa allir félagsmenn sem greitt hafa árgjald.Aðalfund skal boða með þeim hætti sem best hentar hverju sinni og með minnst tíu daga fyrirvara.

9. gr.Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi og þarf til þess a.m.k. 2/3 hluta atkvæða fundarmanna.

Þannig samþykkt á stofnfundi 5. júlí 2001

7. Ákvörðun um árgjald. Lögð var fram tillaga um 3000 kr. árgjald á félagsmann á ári. Það var samþykkt.

8. Kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðenda. Lögð var fram eftirfarandi tillaga um stjórnarmenn og endurskoðendur.Stjórn: Ómar Antonsson, Höfn, Hornafirði Á jörðina HornBjörn Erlendsson, Reykjavík. Á Eiði á Langanesi og Selskarð á ÁlftanesiJónas Jóhannsson, Kópavogi. Öxney á Breiðafirði og fleiri jarðirVarastjórn: Sigurður Filippusson, Dvergasteini, SeyðisfirðiSigurður K. Eiríksson, Norðurkoti, MiðneshreppiPétur Guðmundsson, Ófeigsfirði, StröndumEndurskoðendur: Jóhann J. Ólafsson, ReykjavíkJónas Helgason, Æðey.
Ekki komu fram aðrar tillögur og voru því ofantaldir aðilar réttkjörnir til framangreindra trúnaðarstarfa fyrir Samtökin.

10. Önnur mál.Spurt var um upplýsingar til félagsmanna og tengsl þeirra við stjórn. Ómar Antonsson sagði að stjórnin mundi senda fréttabréf með gíróseðli til félagsmanna með haustinu.Spurt var hver yrði fyrsta kröfugerð félagsins. Ómar sagði að stjórnin mundi strax hefjast handa um að krefjast réttar sjávarjarða, bæði með bréfaskriftum og viðtölum við stjórnvöld. Síðan yrða að athuga mjög fljótlega hvort leitað verður aðstoðar lögfræðinga.Ole Lindquist minnti á að Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna tekur tillit til þess ef nytjastofnar alast upp í eignarlandi – innan netlaga. Þ.e. þá á eigandi uppeldisstöðvanna meiri rétt til almennra nytja en aðrir.Ómar nefndi dæmi þess að strandbúar í Ameríku náðu fram rétti sínum með skírskotunar til frumbyggjaréttar.
———————————–

Að loknum stofnfundi var haldinn fyrsti stjórnarfundur þar sem kjörin stjórn skipti með sér verkum þannig; Formaður, Ómar Antonsson. Ritari, Björn Erlendsson. Gjaldkeri, Jónas Jóhannsson.Ákveðið var að skrifa stjórnvöldum bréf hið fyrsta og greina frá markmiðum félagsins og kröfum. Einnig að koma innkomnum félagalistum í skráningu og úrvinnslu, en BÍ hefur tekið það verk að sér.

Eftirtaldir mættu til stofnfundarins:
Ómar Antonsson, Höfn
Kristján Hagalínsson, Akranesi
Björn Erlendsson, Reykjavík
Jón J. Eiríksson, Gröf
Jóhann J. Ólafsson, Reykjavík
Hallgrímur Þorsteinsson, Reykjavík
Jónas Jóhannsson, Kópavogi
Sigurður R. Þórðarson, Reykjavík
Sigurgeir Þorgeirsson, BÍ
Þorsteinn J. Þorsteinsson, Kópavogi
Ole Lindquist, sagnfæðingur
Kristinn Þór Egilsson, Hnjóti
Árni Snæbjörnsson, BÍ
Þorbjörn J. Einarsson, Reykjavík
Kristleifur Indriðason, Hafnarfirði
Hákon Erlendsson, Reykjavík
Páll Þórðarson, Norðurkoti
Haukur Einarsson, Reykjavík
Sigurður K. Eiríksson, Bjarghúsum(Norðurkot)
Margrét Einarsdóttir, Reykjavík
Jónína Bergmann, Fuglavík
Sigurður Filippusson, Dvergasteini
Magnús Stefánsson, Nesjum
Sigrún Halldórsdóttir, Reykjavík
Keran St. Ólason, Breiðuvík
Tómas Sigurpálsson, Götu

Auk þeirra sem hér eru taldir, þá teljast þeir einnig stofnfélagar sem áður hafa skráð sig.
Árni Snæbjörnsson og Björn Erlendsson, fundarritarar

Scroll to Top