Minnisatriði vegna fundar með formanni stjórnarskrárnefndar 4. júlí 2005

Minnisatriði vegna fundar með formanni stjórnarskrárnefndar 4. júlí 2005, kl. 14.00.

Efni fundar:  Upplýsingum komið á framfæri frá stjórn Samtaka eigenda sjávarjarða til formanns stjórnarskrárnefndar um rétt sjávarjarða til sjávarins.
(Sett á vefinn í apríl 2011)

Mættir:

Formaður stjórnarskrárnefndar, Jón Kristjánsson.

Ómar Antonsson, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða.

Björn Erlendsson, ritari,

Árni Snæbjörnsson, hlunnindaráðunautur Bændasamtaka Íslands.

Stjórn Samtaka eigenda sjávarjarða vill með fundi þessum vekja athygli stjórnarskrárnefndar á eftirfarandi atriðum:

  1. Sjávarjarðir eru flestar í einkaeign og er eignarréttur þeirra varinn, samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar.
  2. Í einkaeigu sjávarjarða eru svo kölluð netlög sem er ræma sjávarins utan stórstraumsfjöruborðs.
  3. Netlögin eru hluti fiskveiðilandhelginnar.  Netlögin eru talin einn frjósamasti hluti sjávarins.  Sjórinn þar og lífríkið er á ferð milli netlaganna og ytra svæðis þar sem íslenska ríkið fer með umráð.  Sjávarauðlindin er því óskipt sameign og er nauðsynlegt að taka tillit til allra eigenda, sbr. aðrar óskiptar sameignir.
  4. Margar sjávarjarðir eiga fornan rétt til veiða utan netlaga, þ.m.t. í fiskhelgi.
  5. Landhelgi Íslands er miðuð út frá landi, þ.e. stórstraumsfjöruborði sjávarjarða, en margar sjávarjarðir eru í einkaeign og er því hluti landhelginnar í einkaeign.
  6. Atvinnuréttur tilheyrir sjávarjörðum, svo kallað útræði og heimræði.

Stjórn Samtaka eigenda sjávarjarða fer fram á, að við umfjöllun stjórnarskrárnefndar um eignarrétt og atvinnurétt sjávarjarða og hugsanlegar stjórnarskrárbreytingar, þá taki nefndin fullt tillit til réttinda sjávarjarða og virði eignarrétt þeirra.

Vísað er í heimasíðu samtakanna:       ses.is

Meðfylgjandi:

  1. Auglýsing um rétt sjávarjarða frá 3. október 2003.
  2. Bréf, dags. 7. nóvember 2002 frá formanni stjórnar Samtaka eigenda sjávarjarða til Dr. Franz Fischler, ráðherra sjávarútvegsmála hjá Evrópubandalaginu.
Scroll to Top