Bréf til skipulagsstjóra, 24. janúar 2014

Samtök eigenda sjávarjarða 
Pósthólf 90, 
780 Hornafirði. 

 Skipulagsstofnun,
Ásdís Hlökk Theódórsdóttir, skipulagsstjóri,
Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
asdishlokk@skipulagsstofnun.is

 Hornafirði, 24. janúar 2014.

Málefni:   Skipulagsstofnun fari að lögum og reglum sem henni eru settar til að starfa eftir og sjái til þess að eigendur sjávarjarða séu hafðir með í ráðum við skipulag á eða í nálægð við stjórnarskrárvarin eignaréttindi þeirra.

Samtök eigenda sjávarjarða (SES) vísa í neðangreinda skipulagsreglugerð nr. 90 frá 16. janúar 2013, 1. Kafli, gr. 1.1.

Markmið reglugerðar þessarar eru:

a) að þróun byggðar og landnotkunar á landinu öllu verði í samræmi við skipulagsáætlanir þar sem efnahagslegar, félagslegar og menningarlegar þarfir landsmanna, heilbrigði þeirra og öryggi er haft að leiðarljósi,

b) að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja vernd landslags, náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi,

c) að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulagsmála þannig að réttur einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borinn þótt hagur heildarinnar sé hafður að leiðarljósi,

d) að tryggja að samráð sé haft við almenning* við gerð skipulagsáætlana þannig að honum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif á ákvörðun stjórnvalda við gerð slíkra áætlana,

e) að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar við gerð skipulagsáætlana varðandi útlit bygginga og form og aðgengi fyrir alla.

 *Almenningur: Einn eða fleiri einstaklingar eða lögaðilar, samtök þeirra, félög eða hópar

 1.2. gr.

Gildissvið.  Reglugerð þessi gildir um gerð skipulagsáætlana, meðferð og framsetningu þeirra ásamt grenndarkynningu og veitingu meðmæla með framkvæmda- og byggingarleyfum þar sem skipulag liggur ekki fyrir. Reglugerðin nær til landsins alls og hafs innan sveitarfélagamarka. Bygging húsa og annarra mannvirkja ofan jarðar og neðan og aðrar framkvæmdir og aðgerðir sem hafa áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess skulu vera í samræmi við skipulagsáætlanir, sbr. ákvæði skipulagslaga, laga um mannvirki og reglugerða settra samkvæmt þeim.

 Við bendum á að Skipulagsstofnun hefur virt að vettugi rétt SES sem fulltrúa eigenda sjávarjarða á Íslandi, með því að gæta ekki réttaröryggis eigenda sjávarjarða og hafa ekki samráð við þá um skipulagsmál í netlögum, sem hafa bein áhrif á eign þeirra og efnahag eins og að leyfa mannvirki t.d. fráveitur, fiskeldi, strenglagnir um netlög og fjörur og leyfi til efnistöku á hafsbotni svo eitthvað sé nefnt, án minnsta samráðs (þess ber að geta að sjórinn og lífríkið er á ferðinni milli netlaga og ytra svæðis).

 Eigendur sjávarjarða eru meðeigendur í sjávarauðlindinni með lögvarinni einkaeign sinni á sjónum og því sem honum tilheyrir og hafsbotninum út á ca. 7 metra dýpi frá fjöruborði á stórstraumsfjöru sem er dýptarviðmið og gildir um fiskveiðar, sjá Rekabálk Jónsbókar 1281. Einnig gildir fjarlægðarreglan (60 faðmar) 115 m, frá stórstraumsfjöruborði um önnur réttindi, sjá Veiðitilskipunina 1849.  Auk þess er vísað í álit Mannréttindadómstóls Evrópu sem er eftirfarandi: 

3.  The Courts´s  assessment:

“Moreover, the Court finds that the applicant´s right to engage in fishing in the net zone adjacent to the coastal property in question constituted  a  “possession” within the meaning of Article 1 of protocol No. 1”.

 Skipulagsstofnun hefur ekkert samráð haft við löglega hlutaðeigndur í sjávarauðlindinni, þ.e. eigendur sjávarjarða og þar með netlaga, t.d. þegar umhverfismat fer fram vegna sjávareldis. 

 Þess er krafist að skipulagsstofnun fari að lögum og reglum sem henni eru settar til að starfa eftir og sjái til þess að Samtök eigenda sjávarjarða séu höfð með í ráðum við skipulag á eða í næsta nágrenni við stjórnarskrárvarin eignaréttindi þeirra.

Virðingarfyllst,

F.h. samtaka eigenda sjávarjarða.

Ómar Antonsson, formaður
omar@litlahorn.is

Meðfylgjandi er til upplýsinga:

  1. Auglýsing samtakanna 3. október 2003.
  2. Letter, dated 7th November 2002 to EU Commissioner Dr. Franz Fischler.
  3. Assessment of the European Court of Human Rights, Council of Europe.

Case no.  40169/05,  2 December 2008.

  1. Bréf, dags. 18. nóvember 2013 til Matís ohf, til upplýsinga.
  2. Ses upplýsingar 12 erindi vegna sjávarjarða.
  3. Ses atvinnuveganefnd glærur 31okt2011.

 Afrit:

Samband íslenskra sveitarfélaga
formadurhh@samband.is

Innanríkisráðuneytið
hanna.birna.kristjansdottir@irr.is

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið
sigurdur.ingi.johannsson@anr.is

Stjórn Samtaka eigenda sjávarjarða.

Scroll to Top