Auglýsing – Tilkynning frá Samtökum eigenda sjávarjarða

Tilkynning frá Samtökum eigenda sjávarjarða


Samtök eigenda sjávarjarða tilkynna hér með að allar veiðar og önnur atvinnustarfsemi innan netlaga sjávarjarða þar með taldar hrognkelsaveiðar eru bannaðar án leyfis eigenda viðkomandi jarða.


Miða skal við fjarlægðarregluna 60 faðma (115 metrar) og dýptarviðmiðið 12 álnir eða 4 faðma (6,88 metrar) dýpi á stórstraumsfjöru varðandi fiskveiðar. Innan þessara marka er um svæði í einkaeign að ræða og geta þeir sem virða það ekki átt von á því að verða kærðir.


Samtök eigenda sjávarjarða

 

Scroll to Top