Aðalfundur Landssamtaka eigenda sjávarjarða haldin á Hótel Nordica föstudaginn 5. maí 2023 kl. 14:00.
Mætt: Björn Samúelsson, Þórólfur Sigurðsson, Ómar Antonsson, Auðun Helgason, Björn Erlendsson, Karl Gauti Hjaltason, Gerða Friðriksdóttir og Erla Friðriksdóttir.
Formaður setti fund. Erla kjörin fundarritari.
Skýrsla formanns:
Ómar gerði grein fyrir lögbannskröfu sem send var vegna frumvarps um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða nr.116/2006 og umsögn um sömu lög vegna veiðigjalda.
Ársreikningar vegna áranna 2021 og 2020:
Björn Samúelsson fór yfir ársreikninga félagsins.
Árið 2021 | Árið 2022 |
Tekjur 58.500 kr. | Tekjur 2.900.000 kr. |
Afkoma ársins -431.370 kr. | Afkoma ársins 2.808.750 kr. |
Reikningar samþykktir samhljóða
Félagsgjöld:
Stjórn bar upp tillögu um að félagsgjaldið yrði 10.000 kr.
Samþykkt samhjóða
Kosningar:
Kjör stjórnar:
Bjarni Maríus Jónsson, Pétur Guðmundsson, Ómar Antonsson, Þórólfur Sigurðsson, Björn Samúelsson, Björn Erlendsson og Erla Friðriksdóttir.
Samþykkt samhljóða
Kjör skoðunarmanna:
Erla Friðriksdóttir
Þórólfur Sigurðsson
Til vara:
Bjarni Maríus Jónsson
Gerða Friðriksdóttir
Samþykkt samhljóða
Helstu hagsmunamál sjávarjarða, Auðun Helgason, lögmaður.
Auðun gerði grein fyrir stöðu þjóðlendumála. Löggjafinn er búinn að heimila Óbyggðanefnd að klára þau mál sem út af standa.
Málsmeðferð á svæði 12 er hafin sem eru eyjar og sker. Ríkið hefur frest til 31. ágúst til að skila inn sinni kröfugerð. Eftir það geta sjávarjarða eigendur skilað inn sínum kröfugerðum.
Ekki er hægt að fá lögbann á stjórnvaldsaðgerðir. Líklegra til árangurs er að krefjast viðurkenningar á netlögum. Fiskistofa er að innheimta veiðigjald fyrir nýtingu auðlinda innan netlaga. Auðun leggur til að sótt verði á Matvælaráðuneytið frekar en að reyna aftur lögbannskröfu.
Auðun leggur til að gerð verði athugasemd við Fiskistofu um að auðlindagjald sé innheimt af veiðum og sjávargróðri innan netlaga. Ef ekki næst fullnægjandi árangur verði höfðað skaðabótamál á grundvelli þess að landeigandi fær ekki hlutdeild í veiðigjaldinu.
Samþykkt samhljóða að Auðun skrifi umsögn um frumvarp um stjórn fiskveiða nr. 116/2006.
Erindi Karls Gauta Hjaltasonar, fv. Alþingismanns út frá sjónarhóli samtakana um “Auðlindina okkar”
Matvælaráðherra skipaði starfshópinn “Auðlindin okkar”. Þar voru kölluð til ýmis félög og samtök en fulltrúi SES var ekki skipaður í hópinn. Félög sem eiga ekki sérhagsmuna að gæta, þó þeir eigi vissulega almennra hagsmuna að gæta, fengu fulltrúa í hópinn en ekki eigeindur sjávarjarða sem mikilla hagsmuna eiga að gæta. SES gerði athugasemd við þetta. Þegar vinnan var vel á veg komin fékk SES fulltrúa í starfshópinn.
Landeigendur að sjó eiga réttindi að 6,88 m dýpi. En þetta ákvæði Jónsbókar hefur verið fellt úr lagasafninu. Karl Gauti lagði þetta fram á þingi en málið fékk ekki afgreiðslu.
Einu raunverulegu eigendur fisks í sjó fyrir utan íslensku þjóðina eru þinglýstir eigendur sjávarjarða.
Karl Gauti gerði grein fyrir starfsemi hópsins eftir að SES fékk fulltrúa í hópinn. Áherslan í hópnum hefur verið á fiskinn en ekki auðlindina.
Starfshópurnn var settur af stað í maí í fyrra og fyrsti fundurinn var í júní. Fyrirhuguð lokafurð hópsins er ný löggjöf um fiskiveiðar og aðrar auðlindir. Loka niðurstöður verða kynntar í þessum mánuði.
Hópurinn fjallaði um verndun, rannsóknir, Háskóla, stærð fiskiskipa, brottkast, samræmda vigtun, íshlutfall, hvati til að koma í land með allan afla, félagslega kerfið, byggða kerfið, strandveiðar, markaðsetningu og orðspor, upprunamerkingar, menntun í sjávarútvegi, veiðigjald, fyrningaleið, uppboðsleið, auðlindasjóð, skýrari reglur um veiðigjaldið, gagnsæi eignarhalds, öryggi og starfsumhverfi á sjónum, hvetja til fjölbreytileika kynja á sjó, einfalda löggjöfina, útgerðirnar sem eru virkilega að hagnast greiði sanngjarnt gjald til samfélagsins, og að minni útgerðum er að fækka.
Hvað kemur út úr þessari vinnu fyrir SES? Fólk hefur almennt frekari áhuga á að tala um almannarétt en ekki eignarrétt þar sem landeigandi hefur rétt umfram aðra. Eignarétturinn er að þrengjast og á undir högg að sækja.
Netlögin eru skýr, réttarstaðan þar er skýr. Eignarrétturinn er skýr. Gjaldtaka landeigenda á ferðamönnum. Hreindýraveiðar eru kvótasettar sem ríkið selur landeigendur fá hlutdeild í þeim tekjum.
Hvatning frá Karli Gauta. Það sem er framundan er að dropinn holar steininn. Við þurfum að halda áfram og gefast ekki upp, halda áfram að senda inn athugasemdir við lagasetningu. Netlögin eru mjög mikilvæg enda uppspretta nánast alls lífs sem er í sjónum og því líffræðilega mjög mikilvæg.
Formaður þakkaði Auðuni og Karli Gauta fyrir framsögurnar og öðrum fundarmönnum góða fundarsetu.
Fleira ekki gert. Formaður sleit fundi kl. 16:35.
/EF