Aðalfundarboð

Aðalfundur SES verður haldinn fimmtudaginn 29. desember nk. í Skála á Hótel Sögu í Reykjavík og hefst hann kl. 16:00.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa þá mun Ragnar Aðalsteinsson hrl. gera grein fyrir stefnu Samtaka eigenda sjávarjarða (SES) á hendur ríkinu.

Væntum þess að sem flestir mæti og sýni þar með samstöðu í þessu mikilvæga máli. Stjórn SES

Ágæti félagi

Sendum þér hér með gíróseðil vegna árgjalds til Samtakanna fyrir árið 2005 að upphæð kr. 3.000, en á síðasta aðalfundi var ákveðið að árgjald verði óbreytt frá fyrra ári.
Við vonum að félagsmenn bregðist vel við og greiði félagsgjöldin sem fyrst, þau eru einu tekjur samtakanna og án þeirra er ekkert hægt að gera.
Frá síðasta aðalfundi hefur stjórnin haldið 5 formlega stjórnarfundi auk margra símafunda og samskipta í gegnum tölvu. Sem fyrr hefur stjórnin lagt í mikla vinnu við að kynna málstað Samtakanna, bæði innanlands og utan og má þar nefna Evrópuráðið, sjávarútvegsráðherra o.fl.
Þótt kynningarstarfið hafi ekki borið þann árangur hér á landi sem vænst var þá var það nauðsynlegt áður en lengra er haldið.

Stjórn samtakanna tók þá ákvörðun að styðja við kæru Ragnars Aðalsteinssonar, hrl. til Mannréttindadómstóls Evrópuráðsins vegna máls Björns Guðna Guðjónssonar og veiða hans í netlögum.

Á árinu var lokið við að vinna skrá yfir allar jarðir á Íslandi sem liggja að sjó. Hún er nauðsynleg vagna starfsins framundan og til þess að skilgreina hversu margar jarðir eiga eignarréttarlegan hlut að máli.
Samtökin hafa gert athugasemdir við þrjú frumvörp á Alþingi. Frumvörp þessi eru: Endurskoðun laga um lax- og silungsveiði nr. 8/2005. Endurskoðun laga um fiskeldi. Endurskoðun laga um fiskrækt. Ýmsir hagsmunaaðilar voru nefndir í þessum frumvörpum með möguleika á hagsmunagæslu en ekki SES.

Á aðalfundi SES árið 2003 var stjórn samtakanna veitt heimind til þess að stefna íslenska ríkinu og fara fram að réttur sjávarjarða til útræðis verði virtur á ný og eignarréttarleg hlutdeild í óskiptri sjávarauðlindinni verði virt. Ragnar Aðalsteinsson hrl. hefur á þessu ári undirbúið stefnuna og mun hann skýra nánar frá fyrirhuguðum málarekstri á aðalfundinum 29. desember nk.
Við höfum ítrekað bent á að rétturinn til sjávarins er mikið réttlætismál, ásamt því að vera eitt stærsta byggðamál síðari tíma. Fyrirhugaðar aðgerðir eru afar kostnaðarsamar og hafa Samtökin nú þegar lagt í umtalsverð útgjöld. Félagsgjöldin er einu tekjur samtakanna. Við hvetjum því alla til þess að greiða meðfylgjandi gíróseðil sem allra fyrst.

Stjórn SES biður alla þá sem vita um heimildir/sönnunargögn um réttin til útræðis, innan netlaga sem utan, að koma þeim upplýsingum á framfæri við stjórn eða beint til Ragnars Aðalsteinssonar, hrl.
Þeim sem vilja gerast félagsmenn, og styðja þar með baráttu Samtakanna, er bent á nýja heimasíðu félagsins; www.ses.is þar er hægt að skrá sig í samtökin.

 

Með bestu kveðjum, f.h. Samtaka eigenda sjávarjarða.

_________________________________
Ómar Antonsson, formaður

Stjórn samtakanna skipa:

Formaður. Ómar Antonsson, Horni, 781 Hornafirði. s. 892 0944
Ritari. Björn Erlendsson, Aðallandi 15, 108 Reykjavík. s. 553 1721
Gjaldkeri. Sigurður Filippusson, Dvergasteini, 710 Seyðisfirði. s. 472 1375
Meðstjórnandi. Bjarni Jónsson, Reykjavík. s. 562 7133
Meðstjórnandi. Pétur Guðmundsson, Ófeigsfirði. s. 892 8080

Scroll to Top