Um strandsvæðaskipulag í Noregi.

27. júní 2008 hélt Fjórðungssamband Vestfjarða fund á Ísafirði um strandsvæðaskipulag í Noregi.

Fyrirlesari á fundinum var Gunnar Davíðsson sjávarútvegsfræðingur. Hann starfar sem deildarstjóri hjá sveitarstjórna og atvinnuþróunarsviði í Fylkisstjórn Troms.

Hann talaði um þróun strandsvæðaskipulags í Noregi, breytingar á skipulagslögum og hvað verið er að leggja áherslu á varðandi skipulag strandsvæða í seinni tíð.

Fyrsta kynslóð skipulagsins (ca. 1985-1995) var mjög einfallt að gerð og fólst aðalega í skráningu fárra hagsmunaaðila eins og útgerðar, fiskeldis, siglingaleiða og almannanytja.

Önnur kynslóð (ca. 1995-2005) þar var lögð áhersla á fleiri þætti og betur tekið tillit til fleiri hagsmunaaðila. Aðstæður á svæðum voru betur kannaðar og aukin áhersla lögð á ferli og samverkandi þætti. Árekstrar hagsmunaaðila voru skoðaðir, jafnræði var aukið milli notkunnar í atvinnuskyni og annara nytja. Samræmd var notkun á landi og sjó og tekið meira tillit til náttúru og fegurðarsjónarmiða. (Það þykir truflandi fyrir útsýnið að hafa fiskeldiskvíar fyrir framan ströndina)

Þriðja kynslóðin (2005-…..) leggur mikla áherslu á gagnaöflun og stafræna vinnslu gagna. Hagsmunaaðilum er hjálpað við að koma athugasemdum á framfæri og allar aðstæður á svæðum betur kannaðar og stofnunum gert skylt að skrá allt stafrænt. Fleiri hagsmunaaðilar kallaðir til og meira tillit tekið til þeirra. Hagkvæmnisathuganir, umhverfismat, áhættumat og viðbúnaðaráætlanir gerðar. Allar upplýsingar eru eða munu verða aðgengilegar á netinu. WWW.kart.ivest.no/hordaland/

Verið er að setja nýja löggjöf „Lov om planlegging og byggesaksbehandling“ sem gilda frá 01.07.2009. Aðal markmið þessara laga er: „ Redskap for tilrettelegging av miljöhensyn, folkehelse og almenne intresser. Medvirkning og udredning av konsekvenser vektlegges.“

Nýjar áherslur.

„Planlegging i sjö (mikil þróun), areal bruksformå i reguleringsplan, bestemmer og hensynssoner til reguleringsplan.“

Með þessum nýju lögum mun einnig verða tekið tillit til nýrra hagsmuna sem fjölgar stöðugt. Að lokum er hér upptalning á nýjum hagsmunum.

Vindorka og sjávarfallaorka, námastarfsemi og malarvinnsla, nýtt fiskeldi og annað eldi, fiskveiðar og ferðaþjónusta (samkeppni), aukinn styrkur þrýstihópa (hytteeierförening) og auðlindaskattur t.d á eldi.

Scroll to Top