Samtök eigenda sjávarjarða.

Pósthólf 90,

780 Hornafirði.

 

Skrifstofa Alþingis – nefndarsvið,

Sjávarútvegsnefnd, Austurstræti 8-10,

150 Reykjavík.

Reykjavík, 11. júní 2009.

Málefni:  Athugasemdir Samtaka eigenda sjávarjarða við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.  (Lagt fyrir Alþingi á 137. löggjafarþingi 2009).

Ég undirritaður, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða, vísa í samtal mitt við Gaut Sturluson, lögfræðing nefndarsviðs og tölvupóst hans 9. júní 2009.

Formáli:

Hinn 5. júlí 2001 voru Samtök eigenda sjávarjarða stofnuð á fundi sem haldinn var í Reykjavík.  Félagar í SES eru um 400.  Jarðir með skráðan útræðisrétt eru rúmlega 1.000.  Heildarfjöldi jarða sem eiga land að sjó eru taldar vera 2.240.

Markmið Samtakanna er eftirfarandi:

 • Að fá útræðisrétt sjávarjarða virtan á ný og staðfestan í lögum um stjórn fiskveiða.
 • Að vinna að því að eignarréttindi sjávarjarða innan netlaga, sem og tiltöluleg eignarhlutdeild í sjávarauðlindinni í heild, verði virt og í heiðri höfð.

 

Frá því að Samtökin voru stofnuð hafa ofangreind markmið ítrekað verið kynnt á opinberum vettvangi.

Nú liggur fyrir að stefnumál Samtakanna hafa ekki fengið framgang við hefðbundna umræðu við lagasetningu á Alþingi þegar lög um stjórn fiskveiða hafa verið endurskoðuð.

Í nýlegu áliti Mannréttindadómstóls Evrópu, í máli grásleppubónda, kemur eftirfarandi fram:  “Ennfremur er það niðurstaða dómsins að réttur kæranda til þess að stunda fiskveiðar í netlögum úti fyrir sjávarjörðinni sem um ræðir hafi myndað “eign” í skilningi 1. gr. samningsviðauka 1” (undirstrikun bréfritara).  Refsimál þetta er sérmál grásleppubóndans en er ekki mál sjávarjarða í heild.

Hluti auðlindarinnar, svo nefnd netlög eru í einkaeign, samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu.  Sjór, dýralíf og plöntulíf er á ferð milli netlaga og ytra svæðis og er því sjávarauðlindin óskipt og á flakki.  Eigendur sjávarjarða eru meðeigendur að sjávarauðlindinni og eigendur eins mikilvægasta hluta hennar, þ.e. grunnsævisins næst landi.

Samtök eigenda sjávarjarða eru fjölmenn hagsmunasamtök um sjávarauðlindina, auk þess sem stefnumál þeirra er stærsta og umfangsmesta byggða- og réttlætismál síðari tíma.

Samtökin eru með heimasíðu.  Slóðin er:          www.ses.is

Athugasemdir við frumvarpið:

 

Samkvæmt skilgreiningu í Lögbókin þín eftir Björn Þ. Guðmundsson, prófessor í lögum, þá eru netlög eftirfarandi:  ”Netlög nefnist ákveðið belti meðfram landi í sjó og vötnum sem tiltekin eignarréttindi eru bundin við.  Netlög eru talin falla undir eignarrétt eiganda → landareignar“.  Ennfremur er vísað í meðfylgjandi auglýsingu frá 3. október 2003.  

Misjafnt er hvernig þetta belti í sjó er skilgreint.  Annars vegar er um að ræða netlög 115 metra út frá stjórstraumsfjöruborði þar sem aðdjúpt er og hins vegar netlög út á dýpi 20 möskva selnótar eða út á 7,45 metra dýpi út frá stórstraumsfjöruborði þar sem grunnsævi er meira (skýringar Páls Vídalín, lögmanns 1667-1727).

Eins og kemur fram í formála, þá er sjórinn, dýralíf og plöntulíf á ferð milli netlaga og ytra svæðis.  Engin bein skil eru á milli þessara svæða.  Sjávarauðlindin er því óskipt sameign.  Í því sambandi mætti vísa í svonefnda deilistofna, flökkustofna, sem eru á ferð milli svæða og semja þarf um. 

Tveir sjávarlíffræðingar við Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnun segja eftirfarandi í grein sinni í Morgunblaðinu 13. apríl 2008:   “Grunnsævið gulls ígildi.  Færa má rök fyrir því að grunnu hafsvæðin við Ísland séu ein mikilvægasta auðlind þjóðarinnar.  Þar er vagga fjölmargra nytjastofna og þaðan streyma nýliðarnir út á miðin.  Meðal annars hafa réttindi sjávarjarða verið í umræðunni”.  Svo segir:  “Grunnsævið í kringum Ísland (grynnra en 50 m) gegnir veigamiklu hlutverki sem uppeldisslóð fyrir okkar helstu nytjafiska”.  Fleiri vísindamenn taka í sama streng svo sem dr. Veerle Vanderweeld, framkvæmdastjóri alheimsáætlunar um varnir gegn mengun hafsins frá landi, en hún segir í viðtali í Morgunblaðinu 27. október 2000:  “Skilgreind strandsvæði eru einnig hýbýli 90% fiska og skeldýra”.  Vísað er í viðtal við dr. Kenneth Sherman, forstjóra Narragansett hafrannsóknarstofnunarinnar á Rhode Island í Fréttablaðinu 31. janúar 2002 en hann segir m.a.:  “Vistkerfi óháð landamærum og efnahagslögsögu.  Hann vísar í strandsvæði, frá árkerfum að landgrunnsmörkum og ytri mörkum helstu straumkerfa.  Tvö eða fleiri samliggjandi lönd deila oft eina og sama vistkerfinu”.  Höfðað er til hlutdeildar í deilistofnum.  Vísað er í viðtal í Morgunblaðinu 4. júlí 2005 við dr. Kathy Sullivan, geimfara og könnuð í Explorers Club, en hún segir:  “Strandsvæðin skipta miklu máli fyrir fiskveiðar og eru mikilvægar fiskuppeldisstöðvar.  Umhverfisgæði almennt taka mið af ástandi strandsvæðanna sem eru lungu og lifur jarðarinnar”. Að lokum ber að nefna í þessu sambandi tvo þætti dr. David Attenborroughs “Hafið bláa hafið” en þeir voru sýndir í íslenska sjónvarpinu 16. og 23. nóvember 2003.  Þættir 7 og 8 fjalla um strandsvæði sem má segja að hér á landi séu oft nefnd netlög.  Þættirnir skýra vel hversu mikilvæg netlögin eru.  Hversu fjölskrúðugt dýra- og plöntulíf er á strandsvæðunum og hvað það er mikilvægt fyrir lífið utar í hafinu.

Landhelgi er skilgreind út frá landi og eru því netlög í landhelgi Íslands og innan auðlindalögsögunnar.

Nú er ljóst að mannréttindadómstóll Evrópu lítur svo á að netlög séu eign í skilningi 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu.  Alþingi getur því ekki lengur hundsað þennan eignarrétt og ber að virða hann. 

Alþingi hefur ekki umboð eða heimildir til að ráðstafa þessum eignarrétti sjávarjarða.  Alþingi ber að fara að lögum sem það hefur sjálft sett svo sem eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og fleiri lögum um netlög.

Lagt hefur verið fram frumvarp sem nefnt hefur verið frumvarp um strandveiðar.  Sjávarströndin og netlögin þar fram undan er víða í einkaeign.  Það er álit eigenda sjávarjarða að Alþingi geti ekki sett lög um stjórn fiskveiða er varðar strandveiðar og ráðstöfun á auðlindinni án þess að meðeigendur að henni séu hafðir með í ráðum.  Annað væri fádæma yfirgangur og sæmir ekki Alþingi.

Það er krafa eigenda sjávarjarða, sem meðeigenda að óskiptri sjávarauðlindinni, að þeir verði hafðir með í ráðum með lagasetningu er tengist sjávarauðlindinni og sérstaklega þegar um er að ræða lagasetningu sem tengist strandsvæðum.

Óskað er eftir fundi með sjávarútvegsnefnd Alþingis um þessi mál sem allra fyrst.

Virðingarfyllst,

Samtök eigenda sjávarjarða.

______________________________

Ómar Antonsson, formaður.

Meðfylgjandi er til upplýsinga:

 1. Auglýsing, dags. 3. október 2003 er skilgreinir rétt og eign sjávarjarða í auðlindinni samkvæmt íslenskum lögum.
 2. Bréf, dags. 7. nóvember 2002 til Dr. Franz Fischlers, ráðherra Evrópusambandsins.

Association of Coastal Property Owners

(Samtök eigenda sjávarjarða)

PO Box 90,

780 Hornafjörður

Office of the Althingi – Committees Division,

Fisheries Committee, Austurstræti 8-10,

150 Reykjavík.

Reykjavík, 11 June 2009.

Re:  Comments by the Association of Coastal Property Owners on a bill to amend the Fisheries Management Act, No. 116/2006, with subsequent amendments.  (Presented to the Althingi during its 137th legislative session, 2009).

I, the undersigned Chairman of the Association of Coastal Property Owners, refer to my conversation with Gautur Sturluson, Legal Advisor to the Committees Division and his e-mail to me dated 9 June 2009.

Introductory remarks:

The Association of Coastal Property Owners was founded on 5 July 2001 at a meeting held in Reykjavík, and has about 400 members.  More than 1,000 properties have registered rights of fishing from their shores. The total number of properties with shorelines is believed to be 2,240.

The Association’s aims are as follows:

 • To have coastal properties’ fishing rights recognized once again and confirmed in the Fisheries Management Act.
 • To strive for the recognition and respect of coastal properties’ rights within the net zone and also of their ownership share in marine resources as a whole.

The above aims have been publicised repeatedly since the foundation of the Association.

It is now clear that the Association’s aims have not received support in the traditional debates in the Althingi when the Fisheries Management Act has been under review.

A recent opinion delivered by the European Court of Human Rights in a case concerning a lumpfish fisherman stated:   “Moreover, the Court finds that the applicant´s right to engage in fishing in the net zone adjacent to the coastal property in question constituted a “possession” within the meaning of Article 1 of protocol No. 1.”  (underlining added by the undersigned).  The criminal case involved was a matter of private concern to the lumpfish fisherman and not that of coastal property owners as a whole.

Part of the marine resources, the ‘net zone’, is privately owned, according to the European Convention on Human Rights. The sea and marine fauna and flora are in motion between the net zone and the outer region, and thus marine resources constitute an undivided whole which is in motion. Coastal property owners are co-owners of marine resources, and are the owners of one of the most important part of these resources, i.e. the shallows closest to the land.

The Association of Coastal Property Owners is a large group with an interest in marine resources, in addition to which its aims constitute the largest and most wide-reaching issue in the sphere of regional employment and justice in recent years in Iceland.

The Association has a homepage, the URL of which is:          www.ses.is

Comments on the bill:

The definition of the net zone (Icelandic: netlög) given in the Icelandic law handbook Lögbókin þín by Björn Þ. Guðmundsson, Professor of Law, runs as follows:  “The net zone is a certain belt along the coast in the sea and lakes to which certain ownership rights are linked.  The net zone is considered as coming under the property rights of the owner → property”.  Reference is also made to the enclosed advertisement of 3 October 2003.  

This belt in the sea is defined in various ways. On the one hand, the net zone is defined as extending 115 metres out from the spring tide low-water mark where the coast shelves sharply; another definition is that the net zone extends out to a depth reached by a 20-mesh seal net, or out to where the depth reaches 7.45 metres off the spring tide low-water mark where there are more extensive shallows (these definitions are by Páll Vídalín, Lawman, 1667-1727).

As is stated in the Introductory Remarks above, seawater and marine fauna and flora move between the net zone and the outer region. There is no firm boundary between the two regions. Thus, marine resources are an undivided possession. In this context, reference may be made to migratory or straddling stocks which move between fisheries zones, the utilization of these stocks being a matter for negotiation.

Two marine biologists at the University of Iceland and the Marine Research Institute stated the following in an article which appeared in Morgunblaðið on 13 April 2008: “The shallows are a goldmine. It could be argued that the shallow marine region around Iceland is one of the nation’s most valuable resources.  It is the cradle of many commercially exploitable fish stocks, and it is from here that new generations of fish stream out to the fishing grounds. The rights of coastal properties, amongst other things, have been under discussion.” They went on to say: “The shallow waters around Iceland (shallower than 50 m) play an important role as the breeding grounds for our most important commercial fish species.” Other scientists have said the same sort of thing, e.g. Dr Veerle Vanderweerd, Coordinator of the Global Programme of Action for the Protection of the Marine Environment from Land-based Activities, who stated in an interview in Morgunblaðið on 27 October 2000: “The defined coastal area is also the home of 90% of fish and molluscs”.  I refer to the interview with Dr Kenneth Sherman, Director of the National Marine Fisheries Service, Narragansett, Rhode Island, in Fréttablaðið on 31 January 2002, in which he said, amongst other things: “The ecosystem is independent of boundaries and economic zones.  He refers to coastal areas, from riverine systems to the edge of the continental shelf and the outer boundaries of the principal current systems. Two or more adjacent countries often share one and the same ecosystem.”  I refer to the sharing of straddling stocks.  I refer to an interview that appeared in Morgunblaðið  on 4 July 2005 with Dr Kathy Sullivan, the astronaut and explorer in the Explorers Club, in which she said:  “The coastal areas are very important for fishing and are important breeding grounds for fish. Environmental quality as a whole must take account of the state of coastal waters, which are the lungs and liver of the Earth.” Finally, I wish to mention in this connection two programmes by Dr David Attenborough shown on Icelandic National Television under the title “Hafið bláa hafið” [The Sea, the Blue Sea], on 16 and 23 November 2003.  Episodes 7 and 8 dealt with coastal waters, which it can be said are often called the ‘net zone’ [Icelandic: netlög] in Iceland . These programmes explained clearly how important the net zone is, how rich the fauna and flora are in coastal waters and how important they are for life further out at sea.

Territorial waters are defined from the coast; consequently, the net zone lies within Iceland’s territorial waters and within its economic zone.

It is now clear that the European Court of Human Rights regards the net zone as a possession in the sense of Article 1 of Protocol 1 of the European Convention on Human Rights.  Consequently, the Althingi can no longer ignore this right of possession, and is obliged to respect it. 

The Althingi does not have a brief or the authority to dispose of these rights pertaining to the coastal properties.  The Althingi is obliged to obey the laws that it itself has set, including the property provisions of the Constitution and other laws relating to the net zone.

A bill has been presented under the title of ‘Bill on Coastal Fishing’.  The coastline and the net zone running along it is in private ownership in many places.  Coastal property owners are of the opinion that the Althingi cannot pass fisheries management legislation covering coastal fishing and the disposal of these resources without involving the co-owners of the resource in consultation.  To act otherwise would be an extraordinary act of arrogance that would be to the discredit of the Althingi.

As the co-owners of the undivided marine resources, the coastal property owners demand that they be consulted on the question of legislation relating to the marine resources, and particularly involving legislation on coastal fishing.

I should like to request a meeting with the Althingi’s Fisheries Committee as soon as possible.

Sincerely,

on behalf of the

Association of Coastal Property Owners,

______________________________

Ómar Antonsson, Chairman.

The following enclosures are submitted for your information:

 1. Auglýsing, dags. 3. október 2003 er skilgreinir rétt og eign sjávarjarða í auðlindinni samkvæmt íslenskum lögum. [Advertisement, dated 3 October 2003, defining the rights and ownership of coastal properties in the marine resources under Icelandic law.]
 2. Letter dated 7 November 2002 to Dr Franz Fischler, Commissioner for Agriculture, Rural Development and Fisheries of the European Commission.

Meðfylgjandi grein er ætlað að skýra betur hugtakið „Netlög“

Netlög er sá hluti sjávarjarða út í sjóinn sem er í einkaeign og er með stjórnarskrár- og lögvarin atvinnu- og eignarréttindi varðandi auðlindanýtingu í netlögum eins og fiskveiðar. Skýring á netlögum er annarsvegar dýptarviðmið (6,88 m) sem gildir um fiskveiðar og fjarlægðarviðmið (115 m) sem gildir um aðra auðlindanýtingu, hvoru tveggja miðað við stórstraumsfjöru. Sjá nánari skýringar um netlögin hér á heimasíðunni.

Skúli Magnússon  lektor við lagadeild Háskóla Íslands vann í september árið 2001 álit að beiðni nefndar um enduskoðun laga um stjórn fiskveiða, um stjórnskipulega vernd fiskveiðiréttar sjávarjarða.

Í áliti Skúla á bls. 8 er eftirfarandi grein:

Samkvæmt framangreindu er ótvírætt að við ákvörðun netlaga með hliðsjón af fiskveiðirétti landeiganda ber að miða við dýptarreglu Jónsbókar, en ekki fjarlægðarreglu veiðitilskipunarinnar og síðari laga. Hvað varðar ýmis önnur mikilvæg réttindi landeiganda innan netlaga gildir hins vegar almennt reglan um 115 metra frá stórstraumsfjörumáli. Samkvæmt framangreindu ber að afmarka netlög sjávarjarðar með hliðsjón af fiskveiðirétti samkvæmt reglu 2. kapítula rekabálks Jónsbókar.”

Eftirfarandi er yfirlit yfir mismunandi skýringar á hugtakinu „netlög“ tekið af vef Alþingis og einnig er útskýrt hvaða dýpi miða skal við varðandi fiskveiðar í netlögum.

Mismunandi skýringar á hugtakinu “NETLÖG” í lagasafninu.

1281 nr. Jónsbók.

Jónsbók er hluti af íslensku lagasafni og er í fullu gildi í dag sem lög. Í rekaþætti Jónsbókar segir „En það eru netlög yst er selnót stendur grunn tuttugu möskva djúp að fjöru og komi þá flár upp úr sjó.”

Þetta þýðir að landamerki sjávarjarða út í sjóinn nær út að sama dýpi og 20  möskva selnet afmarkar ef það er í sjó og stendur með sökkurnar á botninum og flotholtin fljótandi á yfirborðinu á stórstraumsfjöru.

Hvernig er hægt að yfirfæra dýptarviðmiðið 20 selnets-möskva í metrakerfið?

Samkvæmt rannsóknum dr. Ole Lindquist (1994), má þakka Páli Vídalín lögmanni (1667-1727) fyrir að það er mjög auðvelt, því hann hefur nú þegar leyst þessa gátu. Hann útskýrir að „selanótar-möskvi sé þá hæfilegur, er han má komast yfir mannshöfuð niður að eyrum; svo hefir að fornu verið, og svo er enn.”  Það er um 60 cm að ummáli.

Páll nefnir að í Jónsbókarhandriti standi eftirfarandi:

„þat eru netlög utaz, er selnót stendur grunn 20 möskva djúp ath fjöru, oc komi þá flár uppúr sjó, þat er fjögra faðma djúp.”

í öðru handriti  stendur: „það eru netlög utarst, er selnet stendur grunn 20 möskva djúp að fjöru sjóar, og koma þá flár uppúr sjó, en það er 12 álna djúp að fjöru.”

Samkvæmt skýringum Páls lögmanns gefa 12 álnir eða 4 faðmar sömu niðurstöðu (57,3 cm × 12 =)  6,88 m. Ystu mörk netlaga samkvæmt Jónsbók er því við 7 m dýpi á stórstraumsfjöru. Eftir stendur að augljóst er að miða á fiskveiðar í netlögum við dýptarviðmiðið. Skilgreining Páls Vídalín um dýpt selneta annað hvort 4 faðmar eða 12 álnir er það sem á að miða við og í metrakerfinu eru það 6,88 m.

1849 nr. 20. júní. Tilskipun um veiði á Íslandi. (Á aðeins við um veiðar á fuglum og dýrum með heitu blóði).

Í Tilskipun um veiði á Íslandi, 20. júní 1849, segir í „3. gr. Á landi skulu veiði ráða rétt landamerki jarðar hverrar. Ef jörð liggur að sjó, á eigandi veiði á haf út, 60 faðma (eða 115 metra) frá stórstraumsfjörumáli, og eru það netlög hans.” Nú liggja eyjar eða hólmar undir jörð, þá skal mæla lóðhelgi jarðar á sama hátt frá landi og jafnt í allar áttir frá eyjum og hólmum.

Í 21. gr. og jafnframt síðustu grein veiðitilskipunarinnar segir að:

„Með þessari tilskipun er allt það af tekið, sem lög hafa verið hingað til um fuglveiði og dýraveiði og selveiði, enallar greinir laganna um fiskveiði, sem ekki er breytt í þessari tilskipun, og um hvalveiði skulu fyrst um sinn standa óraskaðar.

Í Þingbókum alþingis frá 1847 til 1849 má lesa umræður þingmanna um frumvarp veiðitilskipunarinnar. Þar kemur meðal annars fram mjög skýrt að stuðst er við þýðingu úr dönskum lögum og að danska orðið „Jagt“ vefst fyrir mönnum þar sem það þýðir í Danmörku veiðar á fuglum og dýrum en ekki fiskum, en íslenska orðið „veiði“ þýðir allar veiðar þ.e. bæði fugla, dýra og fiskveiðar. Einmitt vegna þessa var ákveðið að bæta við 21. gr. til þess að taka af allan vafa um að veiðitilskipunin frá 20. júní 1849 gilti alls ekki um fiskveiðar í netlögum og að þar sé Jónsbók enn í fullu gildi. Þar með verður stærð netlaga varðandi fiskveiðar að miðast við dýpt.

(Jónsbókarákvæðið sem segir „En það eru netlög yst er selnót stendur grunn tuttugu möskva djúp að fjöru og komi þá flár upp úr sjó” hefur verið sleppt úr Jónsbókartexta núverandi lagasafns án lagabreytinga. Einnig var 21. gr. laga frá 20. júní 1849 feld út með lögunum nr. 116/1990. Þessi grein skýrði út að lögin giltu ekki um fiskveiðar.

1914 nr. 39 2. nóvember. Lög um beitutekju.

Netlög eru 60 faðmar á sjó út frá stórstraumsfjörumáli.

1923 nr. 15 20. júní. Vatnalög.

Almenningur: Sá hluti vatns, sem liggur fyrir utan vatnsbelti landareignanna.

1990 nr. 73 18. maí. Lög um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins.

Hugtakið netlög merkir í lögum þessum sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

1994 nr. 64 19. maí. Lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Netlög: hafsvæði 115 m út frá stórstraumsfjörumáli landareignar eða 115 m út frá bakka stöðuvatns sem landareign liggur að. Netlög fylgja einnig eyjum, hólmum og skerjum í sjó og stöðuvötnum.

1998 nr. 57 10. júní. Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.

Netlög merkir í lögum þessum vatnsbotn 115 metra út frá bakka stöðuvatns sem landareign liggur að, svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

2004 nr. 33 7. maí. Lög um varnir gegn mengun hafs og stranda.

Netlög: Sjávarbelti 115 m frá stórstraumsfjöruborði.

2004 nr. 81 9. júní. Jarðalög.

Netlög merkja í lögum þessum vatnsbotn 115 metra út frá bakka stöðuvatns sem landareign liggur að, svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

2006 nr. 20 31. mars. Vatnalög.

Netlög: Vatnsbotn 115 metra út frá bakka stöðuvatns eða vatnsfalls sem fasteign liggur að.

2006 nr. 58 14. júní. Lög um fiskrækt.

Netlög: Vatnsbotn 115 metra út frá bakka landareignar að stöðuvatni, svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

2006 nr. 61 14. júní. Lög um lax- og silungsveiði.

Netlög: Vatnsbotn 115 metra út frá bakka landareignar að stöðuvatni, svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

2008 nr. 71 11. júní. Lög um fiskeldi.

Netlög: Vatnsbotn 115 metra út frá bakka landareignar að stöðuvatni, svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

Þskj. 218  —  201. mál. Frumvarp til laga um skeldýrarækt.

(Lagt fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)

Netlög: Sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

Skýrsla starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Meðfylgjandi skjal frá SES fór inn í skýrsluna.

Í framhaldi af útkomu skýrslunar hefur LÍÚ snúið rækilega út úr orðinu „samningaleið“ . Sjónarmið SES var að það ættu að eiga sér stað samræður um þessi mál til að komast að niðurstöðu. Það var ekki verið að samþykkja einhverja „samningaleið“ sem LÍÚ hefur snúið sér í hag.

Sjónarmið Samtaka eigenda sjávarjarða

Í ársbyrjun 2010 fjölgaði í starfshópnum þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði Björn Erlendsson sem fulltrúa Samtaka eigenda sjávarjarða (SES) og tók hann þátt í starfi hópsins frá og með 6. fundi hans. Fyrir tilstilli Björns var ýmsum gögnum sem varða málstað samtakanna dreift á fundum starfshópsins. Ljóst var frá upphafi að áherslur og málflutningur Björns, fyrir hönd Samtaka eigenda sjávarjarða,var sjálfstætt mál sem þarfnaðist sérstakrar umfjöllunar og afgreiðslu. Á fundi þann 16. apríl 2010 lagði Björn Erlendsson fram tillögu, þar sem óskað var eftir því að skipuð yrði sérstök nefnd sem fengi það verkefni að komast að samkomulagi og skýra betur hver lögvarinn réttur sjávarjarða er m.t.t. eignarhalds á sjávarauðlindinni. Áður höfðu samtökin fundað með ráðherra og formanni starfshópsins vegna sama máls. Þessi beiðni var síðan ítrekuð með bréfi til ráðherra þann 8. júlí 2010.

Áhersluatriði sem samþykkt voru á aðalfundi SES eru eftirfarandi:

 • Að fá útræðisrétt sjávarjarða virtan á ný og staðfestan í núgildandi lögum um stjórn fiskveiða.
 • Að vinna að því að eignarréttindi sjávarjarða innan netlaga, sem og tiltöluleg eignarhlutdeild í sjávarauðlindinni í heild, verði virt og í heiðri höfð.
 • Stjórn SES óskar hér með eftir því að skipuð verði nefnd til að skoða lögvarða eignarréttarlega stöðu sjávarjárða í sjávarauðlindinni. Það er álit stjórnar SES að hlutverk hennar verði að komast að samkomulagi og skýra betur hver þessi lögvarði réttur er, þannig að niðurstaðan nýtist við endurskoðun laga um fiskveiðistjórnunina. Ef ekki næst samkomulag um málið í nefndinni verði gerðardómur fenginn til að skera úr álitamálum.

Það er sjónarmið eigenda sjávarjarða að þeir séu einu aðilarnir sem eiga lögvarinn eignarrétt í sjávarauðlindinni samkvæmt lögum frá Alþingi og að sá réttur hafi verið staðfestur í áliti Mannréttindadómstóls Evrópu. Fram kemur í áliti Mannréttindadómstóls Evrópu að það sé niðurstaða dómsins að réttur kæranda til þess að stunda fiskveiðar í netlögum úti fyrir sjávarjörðinni sem um ræðir hafi lögformlega stofnað til „eignar“ í skilningi 1. gr. samningsviðauka 1.

Það er mat meirihluta starfshópsins að skynsamlegt og gagnlegt gæti reynst að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði slíka nefnd sem fengi það eina hlutverk að draga fram öll þau gögn sem kunna að varða þetta einstaka en um leið flókna mál, og vinna með þau á þann hátt að komast megi nær niðurstöðu í málinu. Tekið verði tillit til þeirrar niðurstöðu sem fæst við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða.

Starfshópurinn taldi málefnið of sérhæft og umfangsmikið til að leiða það til lykta innan þessa hóps.

Tilkynning frá Samtökum eigenda sjávarjarða.


Samtök eigenda sjávarjarða tilkynna hér með að allar veiðar og önnur atvinnustarfsemi innan netlaga sjávarjarða þar með taldar hrognkelsaveiðar eru bannaðar án leyfis eigenda viðkomandi jarða.


Miða skal við fjarlægðarregluna 60 faðma (115 metrar) og dýptarviðmiðið 12 álnir eða 4 faðma (6,88 metrar) dýpi á stórstraumsfjöru varðandi fiskveiðar. Innan þessara marka er um svæði í einkaeign að ræða og geta þeir sem virða það ekki átt von á því að verða kærðir.


Samtök eigenda sjávarjarða

 

Nr. 23/2009 – Skipun starfshóps til endurskoðunar á fyrirkomulagi fiskveiðistjórnunar.2.7.2009

Með vísan til stefnuyfirlýsingar núverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða, hefur Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipað starfshóp til þess að endurskoða fyrirkomulag fiskveiðistjórnunarinnar.

Verkefni starfshópsins verður að skilgreina helstu álitaefni, sem fyrir hendi eru í löggjöfinni og lýsa þeim. Hann láti vinna nauðsynlegar greiningar og setji að því loknu fram valkosti um leiðir til úrbóta, þannig að greininni verði sköpuð góð rekstrarskilyrði til langs tíma, fiskveiðar verði stundaðar með sjálfbærum hætti og sem víðtækust sátt náist um fiskveiðistjórnunina meðal þjóðarinnar. Starfshópnum er gert að hafa sem víðtækast samráð við aðra aðila, t.d. með viðtölum, viðtöku álitsgerða og á veraldarvefnum. Honum er gert að skila af sér álitsgerð fyrir 1. nóvember n.k. Á grundvelli vinnu starfshópsins og þeirra valkosta sem hann bendir á, mun ráðherra ákveða frekari tilhögun við endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

Fulltrúar stjórnmálaflokka:

Guðbjartur Hannesson alþingismaður og Svanfríður Jónasdóttir bæjarstjóri, ftr. Samfylkingarinnar. Guðbjartur er jafnframt formaður hópsins.

Björn Valur Gíslason og Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismenn, ftr. Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs.

Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður, ftr. Framsóknarflokksins.

Einar K. Guðfinnson, alþingismaður, ftr. Sjálfstæðisflokksins.

Fulltrúar annarra:

Árni Bjarnason, formaður Farmanna- og fiskimannasambands Íslands.

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ

Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ

Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda.

Sigrún B. Jakobsdóttir bæjarfulltrúi, ftr. Samtaka íslenskra sveitarfélaga.

Erla Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri, ftr. Samtaka fiskvinnslustöðva.

Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.

Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands.

Aðalsteinn Baldursson, formaður matvælasviðs Starfsgreinasambands Íslands.

Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM-Félags vélstjóra og málmtæknimanna.

Samtök eigenda sjávarjarða sem eru einu lög- og stjórnarskrárvörðu eigendur að sjávarauðlindinni fengu loks aðgang að þessari nefnd á síðasta ári nokkru eftir að nefndin tók til starfa. Eftir miklar bréfaskriftir, símhringingar og fundarbeiðnir við ráðherra tókst okkur að fá inn einn mann.

 

Skýrsla starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða.

http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/media/Skyrslur/Meginskyrsla.pdf

 

Svar utanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um gæslu auðlinda og hagsmuna í viðræðum við Evrópusambandið.

139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 885  —  420. mál.

Svar

Utanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um gæslu auðlinda og hagsmuna í viðræðum við Evrópusambandið.

1. Er útræðisréttur sjávarjarða og eignarréttur innan netlaga tryggður í samningaviðræðum við Evrópusambandið?
Evrópusambandið kemur ekki að setningu reglna innan 12 sjómílna landhelgi aðildarríkja heldur fara aðildarríki sambandsins sjálf með það reglusetningarvald. Því verður ekki séð að möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu hafi nein áhrif á gildandi rétt um nýtingu útræðisréttar sjávarjarða né eignarrétt innan netlaga.

2.  Hvaða samtök sem eiga mikilla hagsmuna að gæta í samningaviðræðum við Evrópusambandið hafa sagt sig frá undirbúningi viðræðnanna? Engin hagsmunasamtök hafa sagt sig frá undirbúningi viðræðna.

3.  Hafa íslensk stjórnvöld skilgreint gagnvart Evrópusambandinu hvað flokkast til auðlinda hér á landi og hverjar þær eru? Rétt er að hafa í huga að eignarhald á og yfirráð yfir náttúruauðlindum á borð við jarðhita, olíu, heitt og kalt vatn o.s.frv. er í höndum aðildarríkja Evrópusambandsins en ekki sambandsins sjálfs þó að ákvæði innri markaðar Evrópusambandsins kveði á um þætti er lúta að fjárfestingum, samkeppnismálum, umhverfismálum o.fl. Þannig hafa t.d. Bretar og Hollendingar full yfirráð yfir olíuauðlindum sínum í Norðursjó, Finnar ráða að fullu yfir þeirri náttúruauðlind sem finnsku skógarnir eru, og Ungverjar hafa einir yfirráð yfir þeim jarðhitaauðlindum sem þar finnast.
Gera má ráð fyrir að fjallað verði um þætti sem snúa að auðlindanýtingu í 13. kafla um sjávarútveg og 15. kafla um orkumál. Málefni sem tengjast nýtingu sjávarspendýra verða til umfjöllunar í 27. kafla um umhverfismál þar sem náttúruverndarlöggjöf stendur utan EES- samningsins. Að svo komnu máli hefur hvorki verið talin þörf á að skilgreina sérstaklega gagnvart Evrópusambandinu hvað Íslendingar telja flokkast til auðlinda né hverjar þær eru í samhengi samningaviðræðnanna. Hins vegar er rétt að minna á að í nefndaráliti utanríkismálanefndar Alþingis er sérstaklega fjallað um orku- og auðlindamál, þ.m.t. sjávarútvegsmálin. Þau atriði sem þar eru tilgreind mynda grundvöll þeirrar afstöðu sem mun verða mótuð af Íslands hálfu gagnvart Evrópusambandinu að því er varðar auðlindamál.

Svar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um réttindi sjávarjarða.

Fyrirspurnin hljóðar svo:
1.      Verður útræðisréttur sjávarjarða virtur og staðfestur við þá endurskoðun laga um stjórn fiskveiða sem núverandi ríkisstjórn hyggst ráðast í?
2.      Verða eignarréttindi sjávarjarða innan netlaga tryggð við endurskoðunina?

Tvær einfaldar spurningar voru lagðar fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á Alþingi. Þessu hefði mátt svara með einföldu;  já auðvita,  við þingmenn förum auðvitað og ávalt eftir gildandi lögum við okkar vinnu í þjónustu við landsmenn.

En lesið endilega svarið.

Eigendur sjávarjarða eru búnir að berjast fyrir því í yfir 15 ár að lögvarin réttindi þeirra séu virt og í heiðri höfð, án árangurs. Þessi barátta hefur verið við stjórnkerfið sem setti „Kvótalögin“ . Ráðherrar, alþingismenn, ráðuneytisstjórar og aðrir mögulegir og ómögulegir hafa verið upplýstir um þessi mál og geta því ekki skálkað í skjóli fávisku.

Það er verið að brjóta lög á eigendum sjávarjarða og Alþingi er bara alveg sama.

139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 919  —  421. mál.
Svar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um réttindi sjávarjarða.

Fyrirspurnin hljóðar svo:
1.      Verður útræðisréttur sjávarjarða virtur og staðfestur við þá endurskoðun laga um stjórn fiskveiða sem núverandi ríkisstjórn hyggst ráðast í?
2.      Verða eignarréttindi sjávarjarða innan netlaga tryggð við endurskoðunina?

Hentugt er að svara þessari fyrirspurn í einu lagi. Í upphafi er rétt að gera nokkra grein fyrir þeim réttindum sem hér er um að tefla. Í fornlögum segir að svo skuli almenningar vera sem að fornu hafa verið, bæði hið efra og hið ytra. Veiðar í svonefndum hafalmenningum, þ.e. í sjó utan netlaga, voru um aldir taldar frjálsar. Á hinn bóginn átti landeigandi einn alla veiði í netlögum.Sjá neðanmálsgrein 1 1 Á 20. öld voru reistar margvíslegar takmarkanir við veiðum innan fiskveiðilandhelgi Íslands, sem hafa gengið nærri því að afnema hina fornu meginreglu um almannarétt til fiskveiða. Alkunna er að árin 1984–1991 var komið á fót svonefndu aflamarkskerfi (kvótakerfi). Um eignarheimildir í netlögum sjávarjarða, m.a. í ljósi þessara breytinga, hefur gerst fjallað Skúli Magnússon í grein í Lögbergi árið 2003.Sjá neðanmálsgrein 2 2 Nokkur réttarþróun hefur orðið síðan greinin var skrifuð, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar frá 31. október 2007 í máli nr. 554/2007 og frávísunarúrskurð fjórðu aðaldeildar Mannréttindadómstóls Evrópu um kæru nr. 40169/05 í máli Björns Guðna Guðjónssonar gegn Íslandi.
Vegna fyrirspurnarinnar verður bent á það að ráðherra ákvað að veita Samtökum eigenda sjávarjarða aðild að starfshópi um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða sem skilaði skýrslu dags. 6. september 2010. Í skýrslunni segir að frá upphafi hafi áherslur og málflutningur fulltrúa samtakanna í starfshópnum verið „sjálfstætt mál sem þarfnaðist sérstakrar umfjöllunar og afgreiðslu“. Helstu sjónarmiðum samtakanna er lýst í skýrslunni. Meiri hluti starfshópsins áleit að „skynsamlegt og gagnlegt gæti reynst“ að ráðherra skipaði sérstaka nefnd sem fengi það eina hlutverk að draga fram öll þau gögn sem „kunna að varða þetta einstaka en um leið flókna mál, og vinna með þau á þann hátt að komast megi nær niðurstöðu í málinu. Tekið verði tillit til þeirrar niðurstöðu sem fæst við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða.“ Málefnið væri „of sérhæft og umfangsmikið til að leiða það til lykta innan [hópsins].“ Í bókun stjórnar Samtaka eigenda sjávarjarða, sem prentuð er sem fylgiskjal við skýrsluna, er nánar greint frá sjónarmiðum samtakanna.Sjá neðanmálsgrein 3 3
Ráðherra hefur ekki skipað sérstaka nefnd samkvæmt ábendingu meiri hluta starfshópsins og að beiðni Samtaka eigenda sjávarjarða. Að því leyti sem endurskoðunin snertir skýrlega málefni eigenda sjávarjarða verður engu að síður leitast við að hlýða á sjónarmið þeirra og taka tillit til þeirra. Með vísan til framangreinds getur ráðuneytið ekki að svo stöddu gefið frekari svör um afstöðu til sjónarmiða þeirra.

Neðanmálsgrein: 1
1     Sjá t.d.: Óbyggðanefnd: Almennar niðurstöður óbyggðanefndar með viðaukum. Reykjavík 8. janúar 2010, bls. 42–46.

Neðanmálsgrein: 2
2     Skúli Magnússon: „Íslensk fiskveiðistjórn og réttur eigenda sjávarjarða.“ Lögberg. Rit Lagastofnunar Háskóla Íslands. Ritstjórar Stefán Már Stefánsson og Viðar Már Matthíasson. Reykjavík 2003, bls. 683–730.

Neðanmálsgrein: 3
3     Skýrsla starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Álitamál, greiningar, skýrslur og valkostir við breytingar á stjórn fiskveiða. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið gaf út. Reykjavík 2010, bls. 66 og 90–91 .

Um stærð netlaga sjávarjarða.

Tekið saman af Bjarna M. Jónssyni, sérfræðingi í Haf- og strandsvæðastjórnun.

Netlög er sá hluti sjávarjarða sem er í einkaeign og er með stjórnarskrár- og lögvarin atvinnu- og eignarréttindi.

Jónsbók er hluti af íslensku lagasafni og er í fullu gildi í dag sem lög. Í rekaþætti Jónsbókar segir „En það eru netlög yst er selnót stendur grunn tuttugu möskva djúp að fjöru og komi þá flár upp úr sjó.”

Þetta þýðir að landamerki sjávarjarða út í sjóinn nær út að sama dýpi og 20  möskva selnet afmarkar ef það er í sjó og stendur með sökkurnar á botninum og flotholtin fljótandi á yfirborðinu á stórstraumsfjöru.

Hvernig er hægt að yfirfæra dýptarviðmiðið 20 selnets-möskva í metrakerfið?

Samkvæmt rannsóknum dr. Ole Lindquist (1994), má þakka Páli Vídalín lögmanni (1667-1727) fyrir að það er mjög auðvelt því hann hefur nú þegar leyst þessa gátu. Hann útskýrir að „selanótar-möskvi sé þá hæfilegur, er han má komast yfir mannshöfuð niður að eyrum; svo hefir að fornu verið, og svo er enn.”  Það er um 60 cm að ummáli.

Páll nefnir að í Jónsbókarhandriti standi eftirfarandi:

„þat eru netlög utaz, er selnót stendur grunn 20 möskva djúp ath fjöru, oc komi þá flár uppúr sjó, þat er fjögra faðma djúp.”

og í öðru stendur

það eru netlög utarst, er selnet stendur grunn 20 möskva djúp að fjöru sjóar, og koma þá flár uppúr sjó, en það er 12 álna djúp að fjöru.”

Samkvæmt skýringum Páls lögmanns gefa 12 álnir eða 4 faðmar sömu niðurstöðu (57,3 cm × 12 =)  6,88 m. Ystu mörk netlaga samkvæmt Jónsbók er því við 7 m dýpi á stórstraumsfjöru.

Í Tilskipun um veiði á Íslandi, 20. júní 1849, segir í „3. gr. Á landi skulu veiði ráða rétt landamerki jarðar hverrar. Ef jörð liggur að sjó, á eigandi veiði á haf út, 60 faðma (eða 115 metra) frá stórstraumsfjörumáli, og eru það netlög hans.”

Í 21. gr. og jafnframt síðustu grein veiðitilskipunarinnar segir að:

„Með þessari tilskipun er allt það af tekið, sem lög hafa verið hingað til um fuglveiði og dýraveiði og selveiði, en allar greinar laganna um fiskveiði, sem ekki er breytt í þessari tilskipun, og um hvalveiði skulu fyrst um sinn standa óraskaðar.

Í Þingbókum alþingis frá 1847 til 1849 má lesa umræður þingmanna um frumvarp veiðitilskipunarinnar. Þar kemur meðal annars fram mjög skýrt að stuðst er við þýðingu úr dönskum lögum og að danska orðið „Jagt“ vefst fyrir mönnum þar sem það þýðir í Danmörku veiðar á fuglum og dýrum en ekki fiskum, en íslenska orðið „veiði“ þýðir allar veiðar þ.e. bæði fugla, dýra og fiskveiðar. Einmitt vegna þessa var ákveðið að bæta við 21. gr. til þess að taka af allan vafa um að veiðitilskipunin frá 20. júní 1849 gilti alls ekki um fiskveiðar í netlögum og að þar sé Jónsbók enn í fullu gildi. Þar með verður stærð netlaga varðandi fiskveiðar að miðast við dýpt.

Jónsbókarákvæðið sem segir „En það eru netlög yst er selnót stendur grunn tuttugu möskva djúp að fjöru og komi þá flár upp úr sjó” hefur verið sleppt úr Jónsbókartexta núverandi lagasafns án lagabreytinga. Einnig var 21. gr. laga frá 20. júní 1849 feld út með lögunum nr. 116/1990.

Eftir stendur að augljóst er að miða á fiskveiðar í netlögum við dýptarviðmiðið. Skilgreining Páls Vídalín um dýpt selneta annað hvort 4 faðmar eða 12 álnir er það sem á að miða við og í metrakerfinu eru það 6,88 m.

 Stjórnskipuleg vernd fiskveiðiréttar sjávarjarða.

Skúli Magnússon  lektor við lagadeild Háskóla Íslands vann í september árið 2001 álit að beiðni nefndar um enduskoðun laga um stjórn fiskveiða, um stjórnskipulega vernd fiskveiðiréttar sjávarjarða .

Í áliti Skúla á bls. 8 er eftirfarandi niðurstaða:[1]

Samkvæmt framangreindu er ótvírætt að við ákvörðun netlaga með hliðsjón af fiskveiðirétti landeiganda ber að miða við dýptarreglu Jónsbókar, en ekki fjarlægðarreglu veiðitilskipunarinnar og síðari laga. Hvað varðar ýmis önnur mikilvæg réttindi landeiganda innan netlaga gildir hins vegar almennt reglan um 115 metra frá stórstraumsfjörumáli. Samkvæmt framangreindu ber að afmarka netlög sjávarjarðar með hliðsjón af fiskveiðirétti samkvæmt reglu 2. kapítula rekabálks Jónsbókar.”

_________________________________________

[1] Skúli Magnússon, lektor, lagadeild Háskóla Íslands. Um stjórnskipulega vernd fiskveiðiréttar sjávarjarða. Álit unnið að beiðni nefndar um enduskoðun laga um stjórn fiskveiða í september 2001.