Enska útgáfan af bréfinu til ráðherra 14-2-2014

Samtök eigenda sjávarjarða.

(Association of Coastal Property Owners)

PO Box 90,

780 Hornafjördur,

Iceland.

Mr. Sigurður Ingi Jóhannsson, Minister of Fisheries,

Ministry of fisheries,

Skúlagötu 4, 101 Reykjavík.

sigurdur.ingi.johannsson@anr.is

Hornafjördur, Iceland 11th February 2014.

I refer to my letter to you dated, 7th January 2014 .


It has been reported in the media that recent negotiations have been conducted on the mackerel stock and the mackerel fisheries in the North Atlantic between the EU, Norway, Iceland and the Faroe Islands.

It has been informed by the media that those who have taken part in these negotiations, on behalf of Iceland , are at least two persons, Mr. Sigurgeir Thorgeirsson , Permanent Secretary in the Ministry of Fisheries , titled in the news as chairman of Icelandic committee and Mr. Kolbeinn Árnason, Director of the National Federation of Icelandic Fishing Vessel Owners. More is not known. Kolbeinn seems to be involved in these negotiations only on behalf of those who use the resource but not on behalf of the owners. It is not known on what grounds he is allowed to come to these talks.

As has been explained to the Minister of Fisheries , the Icelandic government is not the only owner of all the marine resource in Iceland and has no right to dispose of the entire resource. Owners of coastal properties are also parties involved and a owner and may in this connection refer to the Icelandic law and the opinion of the European Court of Human Rights , which states :

3 The Courts ‘s assessment :
“Moreover, the Court finds that the applicant´s right to engage in fishing in the net zone adjacent to the coastal property in question constituted a “possession” within the meaning of Article 1 of protocol No. 1”.

This opinion is based on the provisions of the European Convention on Human Rights , but Iceland has ratified and signed the treaty . Reference is made to it by Eiríkur Tómasson , professor of law at the University of Iceland (now judge of the Supreme Court) on 7 Committee meeting (according to the minutes) for a review of the Law of fisheries management, 19 February 2010:

“Chairman, member of parliament Guðbjartur Hannesson, asks how long-term property rights have been defined and whether ideas from other resource legislation are carried forward in respect to fisheries legislation rights of use . It was stated that the owners of coastal property have rights at stake. E.T. said net zone created property rights, but the state can still impose conditions on fishing within them. If this right would be recalled to the state it would have to pay compensation.
It discussed how difficult it is to define the property and use , especially taking into account the employment law that may arise from the ownership or right of use”.

Further reference is made to the definition of property rights experts, including Gaukur Jörundsson former judge at the European Court of Human Rights , which states that the water (sea) that is above a private land is classified as private property and the sea in the net zone property on the respective ground.

The most fertile part of the sea is in the net zone and the living resources, together with the sea itself, move without obstruction in and out of the net zone and the outer region which is under the control of the state.

The above two parties, Sigurgeir and Kolbeinn, have neither full mandate nor permission to discuss the entire fishing rights of mackerel stock in marine resource around Iceland. They are not in any way representing the coastal property owners. Of complete irresponsibility is the case that they are in unelected discussions and making decisions in meetings with foreign bodies in the interests of the marine resource around Iceland without property owners as bystanders .

Mackerel passes between the outer zone in Icelandic waters and the privately owned net zone. The mackerel is named straddling stock (migratory stock). Similarly goes mackerel between the economic zone of the European Union, Norway, the Faroe Islands and Iceland. On that ground Iceland bases its claim for a share in the stock.


Owners of coastal properties are herewith putting forward the request to the Icelandic Minister of Fisheries , that he sees to discussion will be left out until the correct and legal entities have been assigned to them.

Yours sincerely,

On behalf of the Icelandic Association of Coastal Property Owners,

Ómar Antonsson, Chairman.

Enclosed:

1.Advertisement 3rd October 2003, explaining property rights.

2.Letter, dated 7th November 2002 to Dr. Franz Fischler,

Commissioner for Agriculture, Rural Development and Fisheries.

Google translated copy from the Icelandic, sent to:

  • Mr. John Spencer, Adviser, at the Directorate General for Maritime Affairs and Fisheries (DG MARE). EU’s negotiator on mackerel. E-mail: edward-john.spencer@ec.europa.eu
  • Mrs. Elisabeth Aspaker, Norwegian Minister of Fisheries, PO Box 8118 Dep., N 0032, Oslo, Norge. E-mail: postmottak@nfd.dep.no
  • Mr. Jacob Vestergaard, Fareo Islands´ Minister of Fisheries. E-mail fisk@fisk.fo

Bréf til sjávarútvegsráðherra 14-2-2014

Samtök eigenda sjávarjarða.

(Association of Coastal Property Owners)

PO Box 90,

780 Hornafjördur,

Iceland.


Hr. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra,

sjávarútvegsráðuneytinu,

Skúlagötu 4, 101 Reykjavík.

sigurdur.ingi.johannsson@anr.is


Hornafirði, 11. febrúar 2014.

Ég vísa í bréf mitt til þín, dags. 7. janúar 2014.

Fram hefur komið í fjölmiðlum að undanfarið hafa farið fram samningaviðræður um makrílstofninn og makrílveiðar á Norður-Atlantshafi milli Evrópusambandsins, Noregs, Íslands og Færeyja.

Það hefur verið upplýst í fjölmiðlum að þeir menn sem þátt hafa tekið í þessum samningaviðræðum, sem sagt er að séu á vegum Íslendinga, séu a.m.k. tveir þeir Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, titlaður í fréttum sem formaður íslensku samninganefndarinnar og Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna.  Ekki er vitað um fleiri.  Kolbeinn virðist taka þátt í þessum viðræðum eingöngu fyrir hönd aðila sem nýta auðlindina en ekki fyrir hönd eignaraðila.  Ekki er vitað á hvaða forsendum honum er heimilað að koma að þessum viðræðum.

Eins og skýrt hefur verið út fyrir sjávarútvegsráðherra, þá er íslenska ríkið ekki eitt eigandi sjávarauðlindarinnar við Ísland og hefur ekki eitt allan ráðstöfunarrétt yfir auðlindinni.  Eigendur sjávarjarða eru þar einnig hlutaðeigendur og má í því sambandi t.d. vísa í lög og í álit Mannréttindadómstóls Evrópu en þar segir:   3.  The Courts´s  assessment:

“Moreover, the Court finds that the applicant´s right to engage in fishing in the net zone adjacent to the coastal property in question constituted  a  “possession” within the meaning of Article 1 of protocol No. 1”.

 Þetta álit byggir á ákvæði í mannréttindasáttmála Evrópuráðsins, en Ísland hefur staðfest og undirritað samning um sáttmálann.  Vísað er í það sem haft er eftir Eiríki Tómassyni, prófessor í lögum við Háskóla Íslands (sem nú er hæstaréttardómari) á 7. fundi nefndar (samkvæmt fundargerð) um endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu, 19. febrúar 2010:

 

“Formaður(Guðbjartur Hannesson, innskot skýrsluritara) spyr hvernig langtímaafnotaréttur hefur verið skilgreindur og hvort hugmyndir úr annarri auðlindalöggjöf séu yfirfæranlegar á fiskveiðilöggjöfina m.t.t. afnotaréttar. Fram kom að eigendur sjávarjarða hafa réttinda að gæta.  ET sagði netlög skapa eignarrétt, en ríkið má samt sem áður setja skilyrði um veiðar innan þeirra. Ef þessi réttur yrði innkallaður til ríkisins þyrfti að greiða bætur fyrir.

Rætt var um hversu vandasamt það er að skilgreina eign og afnot og þá sérstaklega að teknu tilliti til þess atvinnuréttar sem getur skapast af eignarrétti eða afnotarétti”.

 Ennfremur er vísað í skilgreiningar eignarréttarsérfræðinga, m.a. Gauks Jörundssonar, fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, þar sem kemur fram að vatn (sjór) sem yfir landi liggur telst til fasteignarinnar og er því sjórinn í netlögum eign viðkomandi jarðar. 

 Vatn og sjór, þ.m.t. lífríkið, er á hreyfingu milli innra og ytra svæðis og því er um óskipta sameign að ræða.

 Ofangreindir tveir aðilar, þeir Sigurgeir og Kolbeinn, hafa hvorki umboð né heimildir til að ræða alfarið veiðirétt makrílsstofnsins í sjávarauðlindinni umhverfis Ísland.  Þeir eru hvorki fulltrúar né málssvarar eigenda sjávarjarða. Um fullkomið ábyrgðarleysi er að ræða að þeir séu í umboðslausum viðræðum og taki ákvarðanir á fundum með erlendum aðilum vegna hagsmuna í sjávarauðlindinni umhverfis Ísland án þess að hagsmunaaðilar eignarréttinda séu nærstaddir.

 Makríll fer á milli ytra svæðis í íslenskri landhelgi og netlaga í einkaeign.  Hann er því svo nefndur flökkustofn.  Á sama hátt fer makríll á milli efnahagslögsögu Evrópusambandsins, Noregs, Færeyja og Íslands.  Á þeim grundvelli byggir Ísland kröfu sína um hlutdeild í stofninum.

Samtök eigenda sjávarjarða setja fram þá ósk til sjávarútvegsráðherra, að hann sjái til þess að látið verði af þessum viðræðum þar til réttir og löglegir aðilar hafa verið skipaðir í þær.

 

Virðingarfyllst,

f.h Samtaka eigenda sjávarjarða

 

Ómar Antonsson, formaður.

 

Meðfylgjandi:

1.     Auglýsing 3. október 2003.

2.     Bréf, dags. 7. nóvember 2002 til Dr. Franz Fischler, Commissioner for Agriculture, Rural Development and Fisheries.


Translated copy from the Icelandic sent to:

  • Mr. John Spencer, Adviser, at the Directorate General for Maritime Affairs and Fisheries (DG MARE).  EU’s negotiator on mackerel.  E-mail:       edward-john.spencer@ec.europa.eu
  • Mrs. Elisabeth Aspaker, Norwegian Minister of Fisheries, PO Box 8118 Dep., N 0032, Oslo, Norge.  E-mail:  postmottak@nfd.dep.no
  • Mr. Jacob Vestergaard, Fareo Islands´ Minister of Fisheries.  E-mail            fisk@fisk.fo

 

Úr ræðum þingmanna (ráðherra) á Alþingi.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að farið sé að íslenskum lögum, í stað þess að sýna aðgerðarleysi gegn lögbroti á eigendum sjávarjarða eins og flestum öðrum þingmönnum er tamt. Hann kemur að kjarna málsins í baráttu SES við ríkisvaldið í eftirfarandi setningu  „Ríkið fer þarna fram í valdi þess að vera hinn sterki og þeir sem eiga jarðirnar verða fyrir bótalausu eignarnámi vegna þess að þeir geta ekki varist ríkisvaldinu“. Þetta ber vott um kjark og heiðarleika viðkomandi þingmanns.

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins og núverandi sjávarútvegs- , landbúnaðar-, umhverfis- og auðlindaráðherra rennur einnig blóðið til skyldunnar og í erindi á Alþingi bendir hann á nauðsyn þess að koma þessum málum á hrein og hann segir meðal annars  “ …er ákaflega mikilvægt að Alþingi og ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hafi eitthvert frumkvæði að því og hv. sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd taki það til sín strax á næsta hausti. Það er ákaflega mikilvægt að þetta verði gert og samræmt þarna markmið jarðalaga og eins markmið laga um eignarrétt íslenska ríkisins á auðlindum hafsbotnsins, og það skilgreint“.

Nú stjórnar Sigurður Ingi þessu ráðuneyti og mun því örugglega sjá til þess að þetta mikilvæga mál verði farsællega til lykta leitt. Fyrr en þessu máli er lokið mun réttlát og lagaleg skipulagning strandsvæða ekki vera möguleg og öll leyfi yfirvalda til atvinnustarfsemi í netlögum og nágrenni þeirra byggð á veikum grunni og munu lenda í uppnámi þegar eigendur sjávarjarða fá sinn lögvarða rétt til baka.

 

133. löggjafarþing — 18. fundur,  1. nóv. 2006.

útræðisréttur strandjarða.

140. mál

[15:20]

Hlusta

Jón Gunnarsson (Sf):

Frú forseti. Útræðisréttur strandjarða er forn réttur sem ríkið hefur tekið bótalaust af eigendum jarðanna. Ríkið fer þarna fram í valdi þess að vera hinn sterki og þeir sem eiga jarðirnar verða fyrir bótalausu eignarnámi vegna þess að þeir geta ekki varist ríkisvaldinu.

Þetta minnir mig að hluta til á það sem gerist í framkvæmd ríkisins á þjóðlendulögunum. Þar fer ríkið líka fram í krafti þess að vera hinn sterki gegn þeim sem erfitt eiga með að verja sig. Ég fullyrði t.d. varðandi þjóðlendulögin að þeir þingmenn sem samþykktu þau á sínum tíma á hinu háa Alþingi gerðu sér aldrei grein fyrir því að ríkið mundi fara fram með því offorsi sem ríkið hefur gert og taka eignarlönd og lönd sem menn hafa þinglýsta pappíra fyrir og þinglýsta kaupsamninga af mönnum bótalaust, eins og gert var með útræðisrétt strandjarða.

139. löggjafarþing — 147. fundur,  9. júní 2011.

skeldýrarækt.

201. mál

[18:36]

Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

…………en það gerir það ekki og torveldar það reyndar að nokkru leyti.

Í umræðu hér síðustu daga um sjávarútvegsmál hefur verið rætt um það að hluti af svokölluðu veiðigjaldi eða auðlindarentu greinarinnar renni að einhverju leyti aftur til þeirra landsvæða þar sem auðlindarentan verður til. Ég tel það til bóta þó að ekki sé sama hvernig útfærslan á því er. En hér er einmitt verkefni þar sem slíkir fjármunir gætu komið að og veitir ekki af að koma fjármunum til atvinnusköpunar á því svæði. Í tillögum okkar framsóknarmanna í sambandi við sjávarútveginn og veiðileyfagjaldið hefur það einmitt verið tiltekið að hluti af þessu gjaldi eigi að fara til nýsköpunar í sjávarútvegi og síðan hafa verið tilteknir fleiri hlutir eins og til dæmis fiskeldi og rækt og þá ekki síst skeldýrarækt, kræklingarækt eða því um líkt. Það er ákaflega mikilvægt að við getum sett slíkan grundvöll undir uppbygginguna að einhverjir fjármunir séu líklegir.

Það hefur komið fram í umfjöllun að menn rugli saman eldi og ræktun. Áður fyrr, vegna þess að ekki voru til um það lög, var farið með kræklingarækt og aðra rækt eins og fiskeldi sem er allt annar hlutur.

Einnig hefur það komið til tals í nefndinni að skilgreiningar skorti, til dæmis hvað varðar eignarland og netlög. Samtök eigenda sjávarjarða hafa gagnrýnt það harðlega hvernig farið er með þau og verið er að tala um svæði sem tilheyra mörgum sjávarjörðum. Fulltrúar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hafa að nokkru leyti vísað athugasemdum samtakanna á bug og lagt annað mat á þetta og meðal annars bent á að skilgreiningar séu fyrir hendi í öðrum lögum. Sem dæmi má nefna að bæði Bændasamtökin og Samtök eigenda sjávarjarða gagnrýndu skilgreininguna á hugtakinu netlög og lögðu samtökin til að skilgreiningu frumvarpsins yrði breytt til samræmis við skilgreiningu laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Á móti kom fram hjá fulltrúum ráðuneytisins að skilgreining frumvarpsins væri orðrétt í samræmi við skilgreiningu á þessu hugtaki í ýmsum öðrum lögum og með skilgreiningunni sé stefnt að samræmi. Það er kannski ofsögum sagt.

Skilgreiningar á netlögum hafa gegnum tíðina verið mismunandi. Þær skilgreiningar koma fram í gildandi löggjöf, til dæmis í Jónsbók, og í lögum settum af Alþingi, bæði fyrir og eftir lýðveldisstofnun. Margar þessar skilgreiningar standa óbreyttar frá fornu fari og hefur Alþingi hingað til ekki séð tilefni til að gera breytingar á þeim. En í ljósi þessarar gagnrýni frá Samtökum íslenskra eigenda sjávarjarða, Bændasamtakanna og fleiri er ákaflega mikilvægt að Alþingi og ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hafi eitthvert frumkvæði að því og hv. sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd taki það til sín strax á næsta hausti. Það er ákaflega mikilvægt að þetta verði gert og samræmt þarna markmið jarðalaga og eins markmið laga um eignarrétt íslenska ríkisins á auðlindum hafsbotnsins, og það skilgreint.

Aðrir hlutir sem ég gagnrýndi í frumvarpinu þegar það kom fyrst fram var………..