Eftir Magnús Thoroddsen, Morgunblaðið 30.jan. 2008

Álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna

Eftir Magnús Thoroddsen: „Í fyrsta lagi þarf að fella niður gjafakvótann þannig að allir Íslendingar sitji við sama borð.“

Hinn 24. október 2007 kunngjörði mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna álit sitt í kærumáli þeirra sjómannanna Erlings Sveins Haraldssonar og Arnars Snævars Sveinssonar gegn íslenzka ríkinu þar sem 12 nefndarmanna (af 18 ) töldu lögin um stjórn fiskveiða brjóta í bága við 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi um jafnrétti allra manna. Grein þessi er efnislega samhljóða jafnréttisákvæði 65. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33 17. júní 1944, með síðari breytingum.

Í hnotskurn má segja að rökstuðningur meirihluta mannréttindanefndarinnar sé þessi:

Nefndin vitnar til 1. greinar laganna um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, er segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslenzku þjóðarinnar.“ Síðan segir meirihlutinn, að sú mismunun, sem gerð hafi verið í upphafi kvótakerfisins við úthlutun veiðiheimilda og byggð var á veiðireynslu tímabilsins 1. nóvember 1980 til 31. október 1983, kunni að hafa verið sanngjörn og málaefnaleg sem tímabundin ráðstöfun. En með setningu laganna um fiskveiðistjórnun nr. 38/1990 hafi ráðstöfun þessi ekki aðeins orðið varanleg, heldur breytt hinum upprunalegu réttindum til þess að nýta opinbera eign í nýtingu einstaklingsbundinnar eignar. Þeir sem upphafalega hafi fengið úthlutað veiðiheimildum og nýttu þær eigi, hafi getað selt þær eða leigt á markaðsverði í stað þess að skila þeim aftur til ríkisins til úthlutunar til nýrra veiðiréttarhafa í samræmi við sanngjarna og réttláta mælikvarða. Íslenzka ríkið hafi ekki sýnt fram á, að þessi úthlutunarmáti á veiðiréttarheimildum fullnægi þeim kröfum, er gera verði um sanngirni.

Mannréttindanefndin taldi sig ekki þurfa að fjalla um það sérstaklega, hvort úthlutun kvóta á takmörkuðum auðlindum samræmdist Sáttmálanum almennt, en í þessu sérstaka kærumáli, þar sem veiðiheimildunum væri úthlutað varanlega til hinna upphaflegu veiðiréttarhafa, andstætt hagsmunum kærendanna, væri ekki unnt að telja, að slíkt kerfi væri byggt á sanngjörnum grundvelli. Af þessum sökum ályktaði meirihluti mannréttindanefndarinnar, að brotið væri gegn jafnréttisákvæði 26. gr. Alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.

Síðan ályktar mannréttindanefndin, með vísan til 3. mgr.(a) 2. gr. Alþjóðasamningsins, að íslenzka ríkið sé skuldbundið til þess, að rétta hlut kærenda, þar á meðal að greiða þeim hæfilegar skaðabætur og að láta fara fram endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Ég hefi nú rakið það, sem máli skiptir úr rökstuðningi mannréttindanefndarinnar fyrir þeirri niðurstöðu hennar, að íslenzka fiskveiðistjórnunarkerfið brjóti gegn 26. gr. Alþjóðasamningsins, en það er í grundvallaratriðum vegna þess, að kerfið er ósanngjarnt. Sanngirnin er nefnilega gildasti þátturinn af þeim þáttum, er mynda jafnréttið.

Er álit mannréttindanefndarinnar bindandi?

Heyrst hafa þær raddir að álit mannréttindanefndarinnar sé ekki bindandi fyrir íslenzka ríkið. Því er ég ósammála af ástæðum þeim er hér greinir:

1. Íslenzka ríkið er aðili að Alþjóðasamningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (1979 nr. 10, 28. ágúst) og hefir einnig fullgilt valfrjálsa bókun við samninginn, þar sem það viðurkennir lögsögu Mannréttindanefndarinnar til að fjalla um kærur frá einstaklingum út af meintum brotum á ákvæðum Alþjóðasamningsins (1. og 2. grein.) Íslenzka ríkið tók fullan þátt í málflutningi fyrir mannréttindanefndinni í þessu kærumáli og tefldi þar fram öllum hugsanlegum rökum og málsástæðum til varnar.

2. Það er viðurkennd regla í lögfræði, að túlka beri samninga með hliðsjón af tilgangi þeirra. Tilgangur íslenzka ríkisins með aðild að Alþjóðasamningnum og hinni valfrjálsu bókun við hann verður ekki túlkaður á annan veg en þann að ríkið skuldbindi sig til að fara eftir álitum mannréttindanefndarinnar og fullnægja þeim.

3. Alþjóðasamningurinn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi hefir ekki lagagildi hér á landi. Það hafði Mannréttindasáttmáli Evrópu heldur ekki þegar íslenzku réttarfarslögunum var gerbreytt með aðskilnaði dómsvalds og umboðsvalds í héraði um árið 1990 eftir kæru Jóns Kristinssonar til mannréttindanefndarinnar þar sem réttarfarskerfið var talið brjóta í bága við 6. gr. sáttmálans um sanngjarna málsmeðferð. Þrátt fyrir það að Mannréttindasáttmáli Evrópu hefði ekki lagagildi hér á landi á þessum tíma taldi íslenzka ríkið sig skuldbundið samkvæmt honum að þjóðarétti og breytti réttarfarslögum sínum í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Evrópu, svo sem fyrr segir. Hér er því um algerar hliðstæður að tefla. Sómakært vestrænt lýðræðisríki, eins og hið íslenzka, verður að vera sjálfu sér samkvæmt í þessum efnum og getur ekki verið þekkt fyrir annað en að fara einnig eftir áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í því máli, sem hér er til umræðu. Annað myndi flekka orðstír þjóðarinnar út á við og gera að engu möguleika hennar til að öðlast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ég tel Ísland því bæði bundið hér af þjóðarétti og einnig siðferðilega til þess að fullnægja álitinu.

4. Í þessu sambandi er og rétt að vekja athygli á því sem meirihluti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna hefir sjálfur um þetta að segja í áliti sínu: Þar sem aðildarríkið hefir viðurkennt lögsögu mannréttindanefndarinnar til þess að skera úr um það hvort brotið hafi verið gegn Alþjóðasamningnum eður ei, og aðildarríkið hefir skuldbundið sig til þess, samkvæmt 2. gr. samningsins, að tryggja öllum einstaklingum á yfirráðasvæði þess eða undir þess lögsögu þau réttindi sem samningurinn hefir að geyma og sjá til þess að þeir hafi skilvirk og aðfararhæf úrræði í þeim tilvikum þar sem talið er að um brot hafi verið að ræða þá óskar mannréttindanefndin þess að fá, innan 180 daga, upplýsingar frá aðildarríkinu um þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til að fullnægja áliti nefndarinnar. Skoðun mannréttindanefndarinnar í þessu efni fer því ekki á milli mála hér.

Skaðabætur til kærenda

Kærendur voru báðir harðduglegir sjómenn og ætluðu að vera áfram til sjós. Þar sem ég var verjandi þeirra bæði í héraði og fyrir Hæstarétti veit ég að þeir voru báðir með hrein sakavottorð. Þeir höfðu unnið hörðum höndum allt sitt líf og voru engir afbrotamenn. Það tók þá sárt að vera dæmdir til refsingar fyrir það sem þeir töldu réttlætis- og mannréttindamál eins og þeir hafa nú fengið staðfestingu á. En nú ber að ákveða þeim skaðabætur samkvæmt áliti mannréttindanefndarinnar. Það er ljóst að þeir hafa bæði orðið fyrir fjártjóni og miska. Menn sem dæmdir eru til refsingar að ósekju samkvæmt ólögum er brjóta í bága við mannréttindaákvæði verða fyrir miska. Þeir eiga því rétt á skaðabótum fyrir þann miska er þeir hafa mátt þola.

Þá eiga þeir einnig rétt á að fá bætt það fjártjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna aðgerða ríkisvaldsins gegn þeim. En hvernig á að finna út það tjón? Ég teldi réttast að það yrði gert með þeim hætti að reikna út meðaltals aflaverðmæti báta af sömu stærð og m/b Sveinn Sveinsson frá því að þeir voru sviptir veiðileyfinu til þess dags er bætur verða greiddar. Til frádráttar bótum kemur að sjálfsögðu sennilegur útgerðarkostnaður sama tímabils, svo og þær tekjur er kærendur hafa haft téðan tíma.

Til viðbótar skaðabótum tel ég að koma eigi einnig allt annað afleitt tjón er þeir hafa orðið fyrir vegna aðgerðanna gegn þeim svo sem vegna þeirra fjárhagslegu örðugleika, er þeir lentu í, sölu eigna á undirverði, svo og vegna gjaldþrota.

Ef ekki næst samkomulag milli kærenda og íslenzka ríkisins um bótafjárhæðir teldi ég eðlilegast að þeir kæmu sér saman um að gerðardómur, skipaður þrem valinkunnum sæmdarmönnum, ákvæði skaðabæturnar. Mér fyndist það hálfankannalegt ef þeir dómstólar, er dæmdu fyrrv. skjólstæðinga mína til refsingar samkvæmt ólögum, ættu nú að fara að ákvarða þeim bætur. Umfram allt ber að ljúka þessu máli á grundvelli sanngirni sem svo mjög hefir skort á hingað til.

Breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu

Hvaða breytingar þarf að gera á fiskveiðistjórnunarkerfinu til þess að það brjóti ekki lengur gegn jafnréttisákvæðum 26. gr. Alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi?

Í fyrsta lagi þarf að fella niður gjafakvótann þannig að allir Íslendingar sitji við sama borð. Þetta þyrfti að gera með hæfilegum umþóttunartíma gagnvart núverandi handhöfum aflaheimilda. Fara mætti svokallaða fyrningarleið á 10-15 árum.

Þær veiðiheimildir sem þannig losnuðu úr læðingi ætti að bjóða upp til hæfilega langs tíma, t.d. til 10-12 ára, á markaðsforsendum, því að þegar verið er að úthluta takmörkuðum gæðum fyrirfinnst aðeins einn réttlátur skömmtunarstjóri og það er buddan.

Þegar hið nýja fiskveiðistjórnunarkerfi er komið á sé ég fyrir mér að skipta mætti framboðnum aflaheimildum í fjóra hluta, togaraútgerðir mættu bjóða í 25% aflaheimildanna, smábátaútgerðir í 25% og útgerðir báta af stærðum þar á milli í önnur 25%. Þau 25% sem þá væru eftir yrðu boðin upp sem byggðakvóti til þess að „tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“, svo sem mælt er fyrir um í 1. gr. laganna um stjórn fiskveiða en hefir því miður brugðizt hrapallega svo sem alþjóð veit.

Ég vil taka það skýrt fram að þessar prósentutölur eru engar heilagar kýr af minni hálfu. Þessar tölur eru eingöngu settar fram til umþenkingar. Það kann vel að vera að önnur hlutfallaskipting væri heppilegri og réttari.

Eftir að hið nýja uppboðskerfi á aflaheimildum er komið á tel ég rétt að banna sölu aflaheimilda á milli útgerðarflokka, heldur aðeins innan hvers flokks. Byggðakvótann mætti og selja en aldrei út fyrir viðkomandi byggð.

Og nú er það hlutverk hins háa Alþingis og skylda að breyta lögunum um stjórn fiskveiða á þann veg að þau brjóti eigi lengur í bága við jafnréttisákvæði 26. gr. margnefnds Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Eftir hrakfarir undangengin ár í sambandi við kvótakerfið og breytingar á því tel ég rétt að brýna háttvirta alþingismenn á því að þeir eru fyrst og fremst þingmenn þjóðarinnar allrar en ekki aðeins stjórnarþingmenn og stjórnarandstöðuþingmenn. Þeir eru samkvæmt 48. gr. stjórnarskrárinnar eingöngu bundnir við sannfæringu sína og það er tími til kominn að þeir fari að átta sig á því að það eru þeir sem fara með löggjafarvald á landi hér en ekki „mannréttindanefnd“ LÍÚ.

Höfundur er hæstaréttarlögmaður

UN Human Rights

Views of the UN Human Rights Committee, dated 14 December 2007, on Communication No. 1306/2004.

Association of Coastal Property Owners
(Samtök eigenda sjávarjarða)
PO Box 90,
780 Hornafjördur,
Iceland

The UN Human Rights Committee (The Commission for Human Rights),
Attn. Ruth Wedgwood, United Nations Human Rights Centre,
Palais des Nations, 8-14 Avenue de la Paix, CH-1211 Geneva 10,
Switzerland.

 

Reykjavík, Iceland, 22 January 2008.

Re: Views of the UN Human Rights Committee, dated 14 December 2007, on Communication No. 1306/2004.

Dear Sir / Madam,

The Association of Coastal Property Owners has received a copy of the Views of the UN Human Rights Committee, dated 14 December 2007, on Communication No. 1306/2004, concerning a complaint brought by two Icelandic fishermen against Iceland.

The Association welcomes the fact that this case came to the attention of the Committee, and is in agreement with the majority view of the Committee in most respects. However, there are some points to which it wishes to draw attention.

It would appear that the 18 committee members who were involved , or at least part of them, are under the impression that all the marine resources around Iceland are state-owned. This is not the case, as can be seen from the enclosed dokument. Part of these resources, lying in the net zone (netlög in Icelandic) are in private ownership. The net zone is a belt of the sea adjacent to the coast, extending out from the spring tide low-water mark. Being the shallow water closest to the land, this is one of the most fertile parts of the sea, and this is where, for example, fish fry develop into mature fish which later form the stocks from which catches are made, both in the net zone and in the outer part of the country’s fisheries jurisdiction. As the water and the living resources of the sea are in motion between the net zone, where private ownership applies, and the open sea, the resources form an unbroken continuum of common property, and parties must take each other’s rights into account. In all discussion of equality of rights in the context of these natural resources, it is necessary to give attention to the ownership rights of all concerned, including their employment rights.

Enclosed, please find an Advertisement, issued by the Association on 3 October 2003, which describes this situation in further detail.

The Icelandic government has, arbitrarily, without consultation with the lawful owners and without their consent, unlawfully appropriated this asset from the coastal property owners and made it over to its protégés. This entails the unlawful deprivation both of property and of the right of employment. The principle of equality has not been observed towards coastal property owners, neither as regards their right of employment nor their rights of ownership. In every respect, arbitrary procedures have been followed. The Icelandic Government has not respected the constitutional rights of its citizens, and the principle of equality has been violated. The owners of these rights no longer have control over them: they have been arbitrarily deprived of their property, in contravention of Article 17(2) of the UN Universal Declaration of Human Rights. This has been possible in the absence of effective monitoring of the Icelandic legal system by international institutions.

The Association of Coastal Property Owners in Iceland considers it necessary to bring these facts to the attention of the UN Human Rights Committee.

Copies of this letter have been sent to all 18 members of the UN Human Rights Committee who were involved in the Views adopted on the aforementioned Communication No. 1306/2004.

Yours sincerely,

On behalf of the Icelandic Association of Coastal Property Owners,

_________________________
Ómar Antonsson, Chairman.

Copies to:
The Althing’s Standing Committee on Fisheries, Alþingi, 150 Reykjavík.
The Althing´s Standing Committee on Agriculture, Alþingi, 150 Reykjavík.

Enclosed:
Advertisement by the Association of Coastal Property Owners, dated 3 October 2003.

Advertisement

concerning private ownership of the marine environment within the net zone and of a share of total marine resources

With reference to the fundamental principle of Icelandic law concerning the effects in law of declarations of protected status and legal registration (cf., for example, Chapters 16 and 17 of the Land Rent Section of the Jónsbók Law Code), and with reference to consistent judicial practice from times immemorial and the following references in enacted statutes, it is hereby announced:

  • Coastal property owners own a lawful share, in the marine resources and have a direct right of ownership to fish catches in the net zone; this is protected under Article 72 of the Constitution.
  • Coastal property owners have share-rights to fish catches in the fishing zone outside the net zone and in traditional fishing grounds that can be compared with common grazing rights and are thus of a legal nature as to enjoy protection under Article 72 of the Constitution.
  • Fishing, both far from and close to the property shore, and the right to utilize the fishing grounds, are also protected under Article 75 of the Constitution, these rights also being of a type concerning employment.
  • The sea and the sea-bed within the net zone are in many places important as hatchery and growth areas, and are often frequented by large numbers of fish. The living species and the sea inside and outside the net zone constitute one mobile and undivided whole. This confirms the private ownership share pertaining to coastal properties in the common property of the Icelandic people named in Article 1 of the Fisheries Management Act.

From times immemorial, coastal properties in Iceland have owned a share in the resources of the sea. This ownership share is based on the “net zone,” a zone extending into the sea from the land which is in private ownership (cf. for example Chapter 3 of the Drift Rights section of the law code Jónsbók of 1281, Article 3 of the Decree on Fishing in Iceland of 20th June 1849, Article 1 of the Act No. 39/1914 on bait-collecting, Articles 4 and 5 of the Lakes Act, No. 15/1923, Articles 14, 72, 77 and 96 of the Salmon and Trout Fishing Act, No. 76/1970, Articles 1 and 2 of the State Ownership of the Resources of the Seabed Act, No. 73/1990, Article 1 of the Bird Hunting Act, No. 64/1994, Articles 1 and 2 of the Study and Exploitation of the Resources of the Earth Act, No. 57/1998 and Article 1 of the Prospecting, Investigation and Exploitation of Hydrocarbons Act, No. 13/2001).

Iceland’s economic zone, which is measured from the land, most of which is privately owned, also extends over the net zone; thus, the private ownership rights of coastal properties are included in the economic zone (cf. Article 1 of the Icelandic Economic Zone Act, No. 41/1979). The sea and the living resources in the net zone are the property of the owners of the coastal properties. The most fertile part of the sea is in the net zone, and the living resources, together with the sea itself, move without obstruction in and out of the net zone and the outer region which is under the control of the state. In addition to this, the coastal properties have an ancient right of economic activity, i.e. of fishing from their land, which is recorded in the land register records, and also whaling rights. Thus, the Icelandic state does not have full right to dispose of undivided resources.

Reference is made to the fact that the Fisheries Management Act has resulted in a unilateral denial of coastal property owners’ rights to make use of the rights they own, without full compensation having been paid as provided for under Article 72 of the Constitution and without reference to considerations of nature conservation or other satisfactory legal reasons applying for the setting of restrictions to the right of ownership.

Reykjavik, 3rd October 2003.

Association of Coastal Property Owners

Ómar Antonsson

 

The letter was sent to:

Maurice Blélé-Ahanhanzo, Benin.
Abdelfattah Amor, Tunisia.
Prafullachandra Natwarlai Bhagwati, India.
José Luis Sanchez-Cerro, Peru.
Christine Chanet, France.
Michael O´Flaherty, Ireland.
Yuji Iwasawa, Japan.
Walter Kalin, Switzerland.
Ahmed Tawfik Khalil, Egypt.
Rajsoomer Lallah, Mauritania.
Edwin Johnson Lopez, Ecuador.
Zonke Zanele Majodina, South Africa.
Iulia Antoanessa Motoc, Rumania.
Elisabeth Palm, Sweden.
Rafael Posada, Colombia.
Sir Nigel Rodley, United Kingdom.
Ivan Shearer, Australia.
Ruth Wedgwood, United States of America.

Frétt í RUV

Ríkisútvarpið frétt 17. janúar 2008, kl. 16:00.

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður samtaka eiganda sjávarjarða, segir að niðurstaða Manréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um óréttlæti í íslenska kvótakerfinu styðji málflutning umbjóðenda sinna.

Þeir reka nú mál fyrir mannréttindadómstóli Evrópu eftir að jarðeigandi var dæmdur til að greiða sektir og sæta því að grásleppuhrogn voru gerð upptæk þótt veiðarnar hefðu verið stundaðar innan netalaga jarðar hans. Svokölluð netalög ná hundrað og fimmtán metra út í sjó og hafa margir eigendur sjávarjarða talið að sér væri heimilt að róa til fiskjar og leggja net innan netalaganna án kvóta.

Íslenskir dómstólar komust hinsvegar að þeirri niðurstöðu að til þess þyrftu þeir kvóta. Ragnar telur að umfjöllun og niðurstaða Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna styrkji málflutning eigenda sjávarjarða enda komi þar fram að undirstöður kvótakerfisins séu óréttlátar og andstæðar jafnréttisreglu þjóðarréttarins.

Bréf til sjávarútvegsráðherra

Réttur sjávarjarða til að eiga fulltrúa í nefndum er varða sjávarauðlindina.

Samtök eigenda sjávarjarða.
Pósthólf 90,
780 Hornafirði.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Einar K. Guðfinnsson,
Skúlagötu 4,
150 Reykjavík.

Reykjavík, 12. desember 2007.

 

Málefni: Réttur sjávarjarða til að eiga fulltrúa í nefndum er varða sjávarauðlindina.

Samtök eigenda sjávarjarða vísa til þess fordæmis að fulltrúi þeirra hefur verið skipaður í samráðsnefnd samkvæmt 1. kafla bráðabirgðaákvæðis laga nr. 61/2006 á grundvelli þess að eigendur sjávarjarða eru eigendur hluta sjávarauðlindarinnar, þ.e. netlaga og þar með hlutaðeigendur eins frjósamasta hluta sjávarauðlindarinnar, landhelginnar og fiskveiðilögsögunnar í heild.

Nýlega hefur sjávarútvegsráðherra skipað í tvær nýjar nefndir um fiskeldismál. Annars vegar nefnd um aðgerðir til að efla þorskeldi hérlendis, og hins vegar nefnd sem kanna á forsendur kræklingaræktar.

Augljóst er að vinna þessara nefnda snertir eignarrétt sjávarjarða, ekki síst þar sem sjórinn og fiskistofnar eru á ferð á milli netlaga í einkaeign og ytra svæðis, ásamt því að fyrirhuguð starfsemi kemur víða til með að verða staðsett skammt frá netlögum. Það er því skoðun eigenda sjávarjarða, sem löglegra hlutaðeigenda að sjávarauðlindinni og á jafnræðisgrundvelli, eigi þeir tvímælalaust að eiga fulltrúa í þessum tveim nefndum.

Það er því krafa Samtaka eigenda sjávarjarða að sjónarmiða eigenda sjávarjarða sé gætt og að sjávarútvegsráðherra sjái til þess að samtökin eigi fulltrúa í þessum tveim nefndum.

Samtökin eru með heimasíðu. Slóðin er: www.ses.is

Virðingarfyllst,

Samtök eigenda sjávarjarða.

__________________________
Ómar Antonsson, formaður

Afrit:
Sent rafrænt til allra alþingismanna.

Meðfylgjandi:
Auglýsing er skilgreinir rétt og eign sjávarjarða samkvæmt íslenskum lögum.

Tillaga samþykkt á aðalfundi 2007

Aðalfundur

Samtaka eigenda sjávarjarða 2007

Tillaga samþykkt á aðalfundi SES 12. desember 2007

Aðalfundur Samtaka eigenda sjávarjarða, haldinn í Reykjavík 12. desember 2007, skorar á íslensk stjórnvöld að sjá til þess að réttur sjávarjarða til nýtingar á fiskistofnum innan netlaga verði að fullu virtur, ásamt því að sjávarjarðir fái eðlilega hlutdeild í óskiptri sameiginlegri auðlind utan netlaga. Skorað er á stjórnvöld að ganga nú þegar til samninga við Samtök eigenda sjávarjarða um að gera eignarréttindi þeirra til sjávarins virk á ný.

Greinargerð;

Frá því að Samtök eigenda sjávarjarða voru stofnuð, árið 2001, hafa kröfur eigenda sjávarjarða um réttinn til þess að nýta eigin auðlind ítrekað verið kynntar fyrir stjórnvöldum og almenningi. Hingað til hefur það engum árangri skilað og er málið nú rekið fyrir Íslenskum dómsstólum. Þrátt fyrir frávísanir dómsstóla í fyrstu lotu er málinu hvergi lokið. Verði ekki viðhorfsbreyting hjá Íslenskum stjórnvöldum stefnir í áframhaldandi málarekstur sem er bæði tímafrekur og kostnaðarsamur fyrir borgarana. Óásættanlegt er að eigendur sjávarjarða skuli þurfa að standa í málarekstri til þess að freista þess að endurheimta réttindi sín til þess að nýta auðlind í eigin landi, auðlind sem metin var í fasteignamati margra jarða og auðlind sem eigendur höfði nýtt frá upphafi byggðar. Því verður vart trúað að það sé vilji og ætlun stjórnvalda að löglegur réttur sjávarjarða til útræðis verði til framtíðar einskis virtur og í raun ólöglega afnuminn af löggjafarsamkomunni.

Sent til ríkisstjórnar Íslands og alþingismanna.

Fréttatilkynning frá SES vegna dóms Mannréttindanefndar Sameinuðuþjóðanna

Samtök eigenda sjávarjarða
Pósthólf 90
Hornafirði

Fréttatilkynning

Stjórn Samtaka eigenda sjávarjarða vekur athygli á fram komnum úrskurði Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, í máli tveggja sjómanna gegn íslenska ríkinu, en þar kemur fram alvarlegur áfellisdómur á íslenska kvótakerfið í sjávarútvegi.  Úrskurðurinn gengur m.a. út á að jafnræðis borgarna um atvinnurétt til fiskveiða sé ekki gætt, ásamt því að greiða beri sjómönnunum fullar bætur og koma á fiskveiðistjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur alþjóðalaga.

Stjórn Samtaka eigenda sjávarjarða vekur ennfremur athygli á því að sjávarjarðir á Íslandi eiga bæði þinglýstan eignarrétt til sjávarins – netlög – og óskipta hlutdeild í sjávarauðlindinni í heild vegna sjávarins og lífríkisins og atvinnurétt á eigninni. Jafnframt vísa Samtök eigenda sjávarjarða til þess, að íslensk stjórnvöld hafa hvorki virt þinglýstan eignarrétt eigenda sjávarjarða né atvinnurétt til útræðis.  Samningur Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, 26. grein samningsins um almennu jafnræðisregluna hefur því verið brotinn á eigendum sjávarjarða, bæði hvað varðar eignarrétt og atvinnurétt.

Í þeirri baráttu að ná fram rétti sínum, sem eigendur sjávarjarða hafa ólöglega verið sviptir, munu samtökin taka mið af þessum úrskurði Sameinuðu þjóðanna.

Samtökin eru með heimasíðu.  Slóðin er: www.ses.is

Horni, 17. janúar 2008.

Virðingarfyllst,
f.h.  Samtaka eigenda sjávarjarða
Ómar Antonsson, formaður,
Horni,  781 Hornafirði,
s. 892 0944.