Mismunandi skýringar á hugtakinu “NETLÖG” í íslenska lagasafninu.

Meðfylgjandi grein er ætlað að skýra betur hugtakið „Netlög“

Netlög er sá hluti sjávarjarða út í sjóinn sem er í einkaeign og er með stjórnarskrár- og lögvarin atvinnu- og eignarréttindi varðandi auðlindanýtingu í netlögum eins og fiskveiðar. Skýring á netlögum er annarsvegar dýptarviðmið (6,88 m) sem gildir um fiskveiðar og fjarlægðarviðmið (115 m) sem gildir um aðra auðlindanýtingu, hvoru tveggja miðað við stórstraumsfjöru. Sjá nánari skýringar um netlögin hér á heimasíðunni.

Skúli Magnússon  lektor við lagadeild Háskóla Íslands vann í september árið 2001 álit að beiðni nefndar um enduskoðun laga um stjórn fiskveiða, um stjórnskipulega vernd fiskveiðiréttar sjávarjarða.

Í áliti Skúla á bls. 8 er eftirfarandi grein:

Samkvæmt framangreindu er ótvírætt að við ákvörðun netlaga með hliðsjón af fiskveiðirétti landeiganda ber að miða við dýptarreglu Jónsbókar, en ekki fjarlægðarreglu veiðitilskipunarinnar og síðari laga. Hvað varðar ýmis önnur mikilvæg réttindi landeiganda innan netlaga gildir hins vegar almennt reglan um 115 metra frá stórstraumsfjörumáli. Samkvæmt framangreindu ber að afmarka netlög sjávarjarðar með hliðsjón af fiskveiðirétti samkvæmt reglu 2. kapítula rekabálks Jónsbókar.”

Eftirfarandi er yfirlit yfir mismunandi skýringar á hugtakinu „netlög“ tekið af vef Alþingis og einnig er útskýrt hvaða dýpi miða skal við varðandi fiskveiðar í netlögum.

Mismunandi skýringar á hugtakinu “NETLÖG” í lagasafninu.

1281 nr. Jónsbók.

Jónsbók er hluti af íslensku lagasafni og er í fullu gildi í dag sem lög. Í rekaþætti Jónsbókar segir „En það eru netlög yst er selnót stendur grunn tuttugu möskva djúp að fjöru og komi þá flár upp úr sjó.”

Þetta þýðir að landamerki sjávarjarða út í sjóinn nær út að sama dýpi og 20  möskva selnet afmarkar ef það er í sjó og stendur með sökkurnar á botninum og flotholtin fljótandi á yfirborðinu á stórstraumsfjöru.

Hvernig er hægt að yfirfæra dýptarviðmiðið 20 selnets-möskva í metrakerfið?

Samkvæmt rannsóknum dr. Ole Lindquist (1994), má þakka Páli Vídalín lögmanni (1667-1727) fyrir að það er mjög auðvelt, því hann hefur nú þegar leyst þessa gátu. Hann útskýrir að „selanótar-möskvi sé þá hæfilegur, er han má komast yfir mannshöfuð niður að eyrum; svo hefir að fornu verið, og svo er enn.”  Það er um 60 cm að ummáli.

Páll nefnir að í Jónsbókarhandriti standi eftirfarandi:

„þat eru netlög utaz, er selnót stendur grunn 20 möskva djúp ath fjöru, oc komi þá flár uppúr sjó, þat er fjögra faðma djúp.”

í öðru handriti  stendur: „það eru netlög utarst, er selnet stendur grunn 20 möskva djúp að fjöru sjóar, og koma þá flár uppúr sjó, en það er 12 álna djúp að fjöru.”

Samkvæmt skýringum Páls lögmanns gefa 12 álnir eða 4 faðmar sömu niðurstöðu (57,3 cm × 12 =)  6,88 m. Ystu mörk netlaga samkvæmt Jónsbók er því við 7 m dýpi á stórstraumsfjöru. Eftir stendur að augljóst er að miða á fiskveiðar í netlögum við dýptarviðmiðið. Skilgreining Páls Vídalín um dýpt selneta annað hvort 4 faðmar eða 12 álnir er það sem á að miða við og í metrakerfinu eru það 6,88 m.

1849 nr. 20. júní. Tilskipun um veiði á Íslandi. (Á aðeins við um veiðar á fuglum og dýrum með heitu blóði).

Í Tilskipun um veiði á Íslandi, 20. júní 1849, segir í „3. gr. Á landi skulu veiði ráða rétt landamerki jarðar hverrar. Ef jörð liggur að sjó, á eigandi veiði á haf út, 60 faðma (eða 115 metra) frá stórstraumsfjörumáli, og eru það netlög hans.” Nú liggja eyjar eða hólmar undir jörð, þá skal mæla lóðhelgi jarðar á sama hátt frá landi og jafnt í allar áttir frá eyjum og hólmum.

Í 21. gr. og jafnframt síðustu grein veiðitilskipunarinnar segir að:

„Með þessari tilskipun er allt það af tekið, sem lög hafa verið hingað til um fuglveiði og dýraveiði og selveiði, enallar greinir laganna um fiskveiði, sem ekki er breytt í þessari tilskipun, og um hvalveiði skulu fyrst um sinn standa óraskaðar.

Í Þingbókum alþingis frá 1847 til 1849 má lesa umræður þingmanna um frumvarp veiðitilskipunarinnar. Þar kemur meðal annars fram mjög skýrt að stuðst er við þýðingu úr dönskum lögum og að danska orðið „Jagt“ vefst fyrir mönnum þar sem það þýðir í Danmörku veiðar á fuglum og dýrum en ekki fiskum, en íslenska orðið „veiði“ þýðir allar veiðar þ.e. bæði fugla, dýra og fiskveiðar. Einmitt vegna þessa var ákveðið að bæta við 21. gr. til þess að taka af allan vafa um að veiðitilskipunin frá 20. júní 1849 gilti alls ekki um fiskveiðar í netlögum og að þar sé Jónsbók enn í fullu gildi. Þar með verður stærð netlaga varðandi fiskveiðar að miðast við dýpt.

(Jónsbókarákvæðið sem segir „En það eru netlög yst er selnót stendur grunn tuttugu möskva djúp að fjöru og komi þá flár upp úr sjó” hefur verið sleppt úr Jónsbókartexta núverandi lagasafns án lagabreytinga. Einnig var 21. gr. laga frá 20. júní 1849 feld út með lögunum nr. 116/1990. Þessi grein skýrði út að lögin giltu ekki um fiskveiðar.

1914 nr. 39 2. nóvember. Lög um beitutekju.

Netlög eru 60 faðmar á sjó út frá stórstraumsfjörumáli.

1923 nr. 15 20. júní. Vatnalög.

Almenningur: Sá hluti vatns, sem liggur fyrir utan vatnsbelti landareignanna.

1990 nr. 73 18. maí. Lög um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins.

Hugtakið netlög merkir í lögum þessum sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

1994 nr. 64 19. maí. Lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Netlög: hafsvæði 115 m út frá stórstraumsfjörumáli landareignar eða 115 m út frá bakka stöðuvatns sem landareign liggur að. Netlög fylgja einnig eyjum, hólmum og skerjum í sjó og stöðuvötnum.

1998 nr. 57 10. júní. Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.

Netlög merkir í lögum þessum vatnsbotn 115 metra út frá bakka stöðuvatns sem landareign liggur að, svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

2004 nr. 33 7. maí. Lög um varnir gegn mengun hafs og stranda.

Netlög: Sjávarbelti 115 m frá stórstraumsfjöruborði.

2004 nr. 81 9. júní. Jarðalög.

Netlög merkja í lögum þessum vatnsbotn 115 metra út frá bakka stöðuvatns sem landareign liggur að, svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

2006 nr. 20 31. mars. Vatnalög.

Netlög: Vatnsbotn 115 metra út frá bakka stöðuvatns eða vatnsfalls sem fasteign liggur að.

2006 nr. 58 14. júní. Lög um fiskrækt.

Netlög: Vatnsbotn 115 metra út frá bakka landareignar að stöðuvatni, svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

2006 nr. 61 14. júní. Lög um lax- og silungsveiði.

Netlög: Vatnsbotn 115 metra út frá bakka landareignar að stöðuvatni, svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

2008 nr. 71 11. júní. Lög um fiskeldi.

Netlög: Vatnsbotn 115 metra út frá bakka landareignar að stöðuvatni, svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

Þskj. 218  —  201. mál. Frumvarp til laga um skeldýrarækt.

(Lagt fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)

Netlög: Sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

Skýrsla starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða.

Skýrsla starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Meðfylgjandi skjal frá SES fór inn í skýrsluna.

Í framhaldi af útkomu skýrslunar hefur LÍÚ snúið rækilega út úr orðinu „samningaleið“ . Sjónarmið SES var að það ættu að eiga sér stað samræður um þessi mál til að komast að niðurstöðu. Það var ekki verið að samþykkja einhverja „samningaleið“ sem LÍÚ hefur snúið sér í hag.

Sjónarmið Samtaka eigenda sjávarjarða

Í ársbyrjun 2010 fjölgaði í starfshópnum þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði Björn Erlendsson sem fulltrúa Samtaka eigenda sjávarjarða (SES) og tók hann þátt í starfi hópsins frá og með 6. fundi hans. Fyrir tilstilli Björns var ýmsum gögnum sem varða málstað samtakanna dreift á fundum starfshópsins. Ljóst var frá upphafi að áherslur og málflutningur Björns, fyrir hönd Samtaka eigenda sjávarjarða,var sjálfstætt mál sem þarfnaðist sérstakrar umfjöllunar og afgreiðslu. Á fundi þann 16. apríl 2010 lagði Björn Erlendsson fram tillögu, þar sem óskað var eftir því að skipuð yrði sérstök nefnd sem fengi það verkefni að komast að samkomulagi og skýra betur hver lögvarinn réttur sjávarjarða er m.t.t. eignarhalds á sjávarauðlindinni. Áður höfðu samtökin fundað með ráðherra og formanni starfshópsins vegna sama máls. Þessi beiðni var síðan ítrekuð með bréfi til ráðherra þann 8. júlí 2010.

Áhersluatriði sem samþykkt voru á aðalfundi SES eru eftirfarandi:

  • Að fá útræðisrétt sjávarjarða virtan á ný og staðfestan í núgildandi lögum um stjórn fiskveiða.
  • Að vinna að því að eignarréttindi sjávarjarða innan netlaga, sem og tiltöluleg eignarhlutdeild í sjávarauðlindinni í heild, verði virt og í heiðri höfð.
  • Stjórn SES óskar hér með eftir því að skipuð verði nefnd til að skoða lögvarða eignarréttarlega stöðu sjávarjárða í sjávarauðlindinni. Það er álit stjórnar SES að hlutverk hennar verði að komast að samkomulagi og skýra betur hver þessi lögvarði réttur er, þannig að niðurstaðan nýtist við endurskoðun laga um fiskveiðistjórnunina. Ef ekki næst samkomulag um málið í nefndinni verði gerðardómur fenginn til að skera úr álitamálum.

Það er sjónarmið eigenda sjávarjarða að þeir séu einu aðilarnir sem eiga lögvarinn eignarrétt í sjávarauðlindinni samkvæmt lögum frá Alþingi og að sá réttur hafi verið staðfestur í áliti Mannréttindadómstóls Evrópu. Fram kemur í áliti Mannréttindadómstóls Evrópu að það sé niðurstaða dómsins að réttur kæranda til þess að stunda fiskveiðar í netlögum úti fyrir sjávarjörðinni sem um ræðir hafi lögformlega stofnað til „eignar“ í skilningi 1. gr. samningsviðauka 1.

Það er mat meirihluta starfshópsins að skynsamlegt og gagnlegt gæti reynst að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði slíka nefnd sem fengi það eina hlutverk að draga fram öll þau gögn sem kunna að varða þetta einstaka en um leið flókna mál, og vinna með þau á þann hátt að komast megi nær niðurstöðu í málinu. Tekið verði tillit til þeirrar niðurstöðu sem fæst við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða.

Starfshópurinn taldi málefnið of sérhæft og umfangsmikið til að leiða það til lykta innan þessa hóps.

Svar við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur

Svar utanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um gæslu auðlinda og hagsmuna í viðræðum við Evrópusambandið.

139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 885  —  420. mál.

Svar

Utanríkisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um gæslu auðlinda og hagsmuna í viðræðum við Evrópusambandið.

1. Er útræðisréttur sjávarjarða og eignarréttur innan netlaga tryggður í samningaviðræðum við Evrópusambandið?
Evrópusambandið kemur ekki að setningu reglna innan 12 sjómílna landhelgi aðildarríkja heldur fara aðildarríki sambandsins sjálf með það reglusetningarvald. Því verður ekki séð að möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu hafi nein áhrif á gildandi rétt um nýtingu útræðisréttar sjávarjarða né eignarrétt innan netlaga.

2.  Hvaða samtök sem eiga mikilla hagsmuna að gæta í samningaviðræðum við Evrópusambandið hafa sagt sig frá undirbúningi viðræðnanna? Engin hagsmunasamtök hafa sagt sig frá undirbúningi viðræðna.

3.  Hafa íslensk stjórnvöld skilgreint gagnvart Evrópusambandinu hvað flokkast til auðlinda hér á landi og hverjar þær eru? Rétt er að hafa í huga að eignarhald á og yfirráð yfir náttúruauðlindum á borð við jarðhita, olíu, heitt og kalt vatn o.s.frv. er í höndum aðildarríkja Evrópusambandsins en ekki sambandsins sjálfs þó að ákvæði innri markaðar Evrópusambandsins kveði á um þætti er lúta að fjárfestingum, samkeppnismálum, umhverfismálum o.fl. Þannig hafa t.d. Bretar og Hollendingar full yfirráð yfir olíuauðlindum sínum í Norðursjó, Finnar ráða að fullu yfir þeirri náttúruauðlind sem finnsku skógarnir eru, og Ungverjar hafa einir yfirráð yfir þeim jarðhitaauðlindum sem þar finnast.
Gera má ráð fyrir að fjallað verði um þætti sem snúa að auðlindanýtingu í 13. kafla um sjávarútveg og 15. kafla um orkumál. Málefni sem tengjast nýtingu sjávarspendýra verða til umfjöllunar í 27. kafla um umhverfismál þar sem náttúruverndarlöggjöf stendur utan EES- samningsins. Að svo komnu máli hefur hvorki verið talin þörf á að skilgreina sérstaklega gagnvart Evrópusambandinu hvað Íslendingar telja flokkast til auðlinda né hverjar þær eru í samhengi samningaviðræðnanna. Hins vegar er rétt að minna á að í nefndaráliti utanríkismálanefndar Alþingis er sérstaklega fjallað um orku- og auðlindamál, þ.m.t. sjávarútvegsmálin. Þau atriði sem þar eru tilgreind mynda grundvöll þeirrar afstöðu sem mun verða mótuð af Íslands hálfu gagnvart Evrópusambandinu að því er varðar auðlindamál.

Svar Jóns Bjarnasonar við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur

Svar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um réttindi sjávarjarða.

Fyrirspurnin hljóðar svo:
1.      Verður útræðisréttur sjávarjarða virtur og staðfestur við þá endurskoðun laga um stjórn fiskveiða sem núverandi ríkisstjórn hyggst ráðast í?
2.      Verða eignarréttindi sjávarjarða innan netlaga tryggð við endurskoðunina?

Tvær einfaldar spurningar voru lagðar fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á Alþingi. Þessu hefði mátt svara með einföldu;  já auðvita,  við þingmenn förum auðvitað og ávalt eftir gildandi lögum við okkar vinnu í þjónustu við landsmenn.

En lesið endilega svarið.

Eigendur sjávarjarða eru búnir að berjast fyrir því í yfir 15 ár að lögvarin réttindi þeirra séu virt og í heiðri höfð, án árangurs. Þessi barátta hefur verið við stjórnkerfið sem setti „Kvótalögin“ . Ráðherrar, alþingismenn, ráðuneytisstjórar og aðrir mögulegir og ómögulegir hafa verið upplýstir um þessi mál og geta því ekki skálkað í skjóli fávisku.

Það er verið að brjóta lög á eigendum sjávarjarða og Alþingi er bara alveg sama.

139. löggjafarþing 2010–2011.
Þskj. 919  —  421. mál.
Svar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur um réttindi sjávarjarða.

Fyrirspurnin hljóðar svo:
1.      Verður útræðisréttur sjávarjarða virtur og staðfestur við þá endurskoðun laga um stjórn fiskveiða sem núverandi ríkisstjórn hyggst ráðast í?
2.      Verða eignarréttindi sjávarjarða innan netlaga tryggð við endurskoðunina?

Hentugt er að svara þessari fyrirspurn í einu lagi. Í upphafi er rétt að gera nokkra grein fyrir þeim réttindum sem hér er um að tefla. Í fornlögum segir að svo skuli almenningar vera sem að fornu hafa verið, bæði hið efra og hið ytra. Veiðar í svonefndum hafalmenningum, þ.e. í sjó utan netlaga, voru um aldir taldar frjálsar. Á hinn bóginn átti landeigandi einn alla veiði í netlögum.Sjá neðanmálsgrein 1 1 Á 20. öld voru reistar margvíslegar takmarkanir við veiðum innan fiskveiðilandhelgi Íslands, sem hafa gengið nærri því að afnema hina fornu meginreglu um almannarétt til fiskveiða. Alkunna er að árin 1984–1991 var komið á fót svonefndu aflamarkskerfi (kvótakerfi). Um eignarheimildir í netlögum sjávarjarða, m.a. í ljósi þessara breytinga, hefur gerst fjallað Skúli Magnússon í grein í Lögbergi árið 2003.Sjá neðanmálsgrein 2 2 Nokkur réttarþróun hefur orðið síðan greinin var skrifuð, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar frá 31. október 2007 í máli nr. 554/2007 og frávísunarúrskurð fjórðu aðaldeildar Mannréttindadómstóls Evrópu um kæru nr. 40169/05 í máli Björns Guðna Guðjónssonar gegn Íslandi.
Vegna fyrirspurnarinnar verður bent á það að ráðherra ákvað að veita Samtökum eigenda sjávarjarða aðild að starfshópi um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða sem skilaði skýrslu dags. 6. september 2010. Í skýrslunni segir að frá upphafi hafi áherslur og málflutningur fulltrúa samtakanna í starfshópnum verið „sjálfstætt mál sem þarfnaðist sérstakrar umfjöllunar og afgreiðslu“. Helstu sjónarmiðum samtakanna er lýst í skýrslunni. Meiri hluti starfshópsins áleit að „skynsamlegt og gagnlegt gæti reynst“ að ráðherra skipaði sérstaka nefnd sem fengi það eina hlutverk að draga fram öll þau gögn sem „kunna að varða þetta einstaka en um leið flókna mál, og vinna með þau á þann hátt að komast megi nær niðurstöðu í málinu. Tekið verði tillit til þeirrar niðurstöðu sem fæst við endurskoðun laga um stjórn fiskveiða.“ Málefnið væri „of sérhæft og umfangsmikið til að leiða það til lykta innan [hópsins].“ Í bókun stjórnar Samtaka eigenda sjávarjarða, sem prentuð er sem fylgiskjal við skýrsluna, er nánar greint frá sjónarmiðum samtakanna.Sjá neðanmálsgrein 3 3
Ráðherra hefur ekki skipað sérstaka nefnd samkvæmt ábendingu meiri hluta starfshópsins og að beiðni Samtaka eigenda sjávarjarða. Að því leyti sem endurskoðunin snertir skýrlega málefni eigenda sjávarjarða verður engu að síður leitast við að hlýða á sjónarmið þeirra og taka tillit til þeirra. Með vísan til framangreinds getur ráðuneytið ekki að svo stöddu gefið frekari svör um afstöðu til sjónarmiða þeirra.

Neðanmálsgrein: 1
1     Sjá t.d.: Óbyggðanefnd: Almennar niðurstöður óbyggðanefndar með viðaukum. Reykjavík 8. janúar 2010, bls. 42–46.

Neðanmálsgrein: 2
2     Skúli Magnússon: „Íslensk fiskveiðistjórn og réttur eigenda sjávarjarða.“ Lögberg. Rit Lagastofnunar Háskóla Íslands. Ritstjórar Stefán Már Stefánsson og Viðar Már Matthíasson. Reykjavík 2003, bls. 683–730.

Neðanmálsgrein: 3
3     Skýrsla starfshóps um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða. Álitamál, greiningar, skýrslur og valkostir við breytingar á stjórn fiskveiða. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið gaf út. Reykjavík 2010, bls. 66 og 90–91 .

Um stærð netlaga (mars 2011)

Um stærð netlaga sjávarjarða.

Tekið saman af Bjarna M. Jónssyni, sérfræðingi í Haf- og strandsvæðastjórnun.

Netlög er sá hluti sjávarjarða sem er í einkaeign og er með stjórnarskrár- og lögvarin atvinnu- og eignarréttindi.

Jónsbók er hluti af íslensku lagasafni og er í fullu gildi í dag sem lög. Í rekaþætti Jónsbókar segir „En það eru netlög yst er selnót stendur grunn tuttugu möskva djúp að fjöru og komi þá flár upp úr sjó.”

Þetta þýðir að landamerki sjávarjarða út í sjóinn nær út að sama dýpi og 20  möskva selnet afmarkar ef það er í sjó og stendur með sökkurnar á botninum og flotholtin fljótandi á yfirborðinu á stórstraumsfjöru.

Hvernig er hægt að yfirfæra dýptarviðmiðið 20 selnets-möskva í metrakerfið?

Samkvæmt rannsóknum dr. Ole Lindquist (1994), má þakka Páli Vídalín lögmanni (1667-1727) fyrir að það er mjög auðvelt því hann hefur nú þegar leyst þessa gátu. Hann útskýrir að „selanótar-möskvi sé þá hæfilegur, er han má komast yfir mannshöfuð niður að eyrum; svo hefir að fornu verið, og svo er enn.”  Það er um 60 cm að ummáli.

Páll nefnir að í Jónsbókarhandriti standi eftirfarandi:

„þat eru netlög utaz, er selnót stendur grunn 20 möskva djúp ath fjöru, oc komi þá flár uppúr sjó, þat er fjögra faðma djúp.”

og í öðru stendur

það eru netlög utarst, er selnet stendur grunn 20 möskva djúp að fjöru sjóar, og koma þá flár uppúr sjó, en það er 12 álna djúp að fjöru.”

Samkvæmt skýringum Páls lögmanns gefa 12 álnir eða 4 faðmar sömu niðurstöðu (57,3 cm × 12 =)  6,88 m. Ystu mörk netlaga samkvæmt Jónsbók er því við 7 m dýpi á stórstraumsfjöru.

Í Tilskipun um veiði á Íslandi, 20. júní 1849, segir í „3. gr. Á landi skulu veiði ráða rétt landamerki jarðar hverrar. Ef jörð liggur að sjó, á eigandi veiði á haf út, 60 faðma (eða 115 metra) frá stórstraumsfjörumáli, og eru það netlög hans.”

Í 21. gr. og jafnframt síðustu grein veiðitilskipunarinnar segir að:

„Með þessari tilskipun er allt það af tekið, sem lög hafa verið hingað til um fuglveiði og dýraveiði og selveiði, en allar greinar laganna um fiskveiði, sem ekki er breytt í þessari tilskipun, og um hvalveiði skulu fyrst um sinn standa óraskaðar.

Í Þingbókum alþingis frá 1847 til 1849 má lesa umræður þingmanna um frumvarp veiðitilskipunarinnar. Þar kemur meðal annars fram mjög skýrt að stuðst er við þýðingu úr dönskum lögum og að danska orðið „Jagt“ vefst fyrir mönnum þar sem það þýðir í Danmörku veiðar á fuglum og dýrum en ekki fiskum, en íslenska orðið „veiði“ þýðir allar veiðar þ.e. bæði fugla, dýra og fiskveiðar. Einmitt vegna þessa var ákveðið að bæta við 21. gr. til þess að taka af allan vafa um að veiðitilskipunin frá 20. júní 1849 gilti alls ekki um fiskveiðar í netlögum og að þar sé Jónsbók enn í fullu gildi. Þar með verður stærð netlaga varðandi fiskveiðar að miðast við dýpt.

Jónsbókarákvæðið sem segir „En það eru netlög yst er selnót stendur grunn tuttugu möskva djúp að fjöru og komi þá flár upp úr sjó” hefur verið sleppt úr Jónsbókartexta núverandi lagasafns án lagabreytinga. Einnig var 21. gr. laga frá 20. júní 1849 feld út með lögunum nr. 116/1990.

Eftir stendur að augljóst er að miða á fiskveiðar í netlögum við dýptarviðmiðið. Skilgreining Páls Vídalín um dýpt selneta annað hvort 4 faðmar eða 12 álnir er það sem á að miða við og í metrakerfinu eru það 6,88 m.

 Stjórnskipuleg vernd fiskveiðiréttar sjávarjarða.

Skúli Magnússon  lektor við lagadeild Háskóla Íslands vann í september árið 2001 álit að beiðni nefndar um enduskoðun laga um stjórn fiskveiða, um stjórnskipulega vernd fiskveiðiréttar sjávarjarða .

Í áliti Skúla á bls. 8 er eftirfarandi niðurstaða:[1]

Samkvæmt framangreindu er ótvírætt að við ákvörðun netlaga með hliðsjón af fiskveiðirétti landeiganda ber að miða við dýptarreglu Jónsbókar, en ekki fjarlægðarreglu veiðitilskipunarinnar og síðari laga. Hvað varðar ýmis önnur mikilvæg réttindi landeiganda innan netlaga gildir hins vegar almennt reglan um 115 metra frá stórstraumsfjörumáli. Samkvæmt framangreindu ber að afmarka netlög sjávarjarðar með hliðsjón af fiskveiðirétti samkvæmt reglu 2. kapítula rekabálks Jónsbókar.”

_________________________________________

[1] Skúli Magnússon, lektor, lagadeild Háskóla Íslands. Um stjórnskipulega vernd fiskveiðiréttar sjávarjarða. Álit unnið að beiðni nefndar um enduskoðun laga um stjórn fiskveiða í september 2001.

Mismunandi skýring á orðinu „Netlög“

Mismunandi skýringar á hugtakinu “NETLÖG” í íslenska lagasafninu. (Tekið saman af Bjarna M. Jónssyni, sérfræðingi í haf og strandsvæðastjórnun)

Netlög er sá hluti sjávarjarða sem er í einkaeign og er með lögvarin atvinnu- og eignarréttindi. Sjá nánari skýringar um netlögin hér á heimasíðunni.

Skúli Magnússon  lektor við lagadeild Háskóla Íslands vann í september árið 2001 álit að beiðni nefndar um enduskoðun laga um stjórn fiskveiða, um stjórnskipulega vernd fiskveiðiréttar sjávarjarða.

Í áliti Skúla á bls. 8 er eftirfarandi grein:

Samkvæmt framangreindu er ótvírætt að við ákvörðun netlaga með hliðsjón af fiskveiðirétti landeiganda ber að miða við dýptarreglu Jónsbókar, en ekki fjarlægðarreglu veiðitilskipunarinnar og síðari laga. Hvað varðar ýmis önnur mikilvæg réttindi landeiganda innan netlaga gildir hins vegar almennt reglan um 115 metra frá stórstraumsfjörumáli. Samkvæmt framangreindu ber að afmarka netlög sjávarjarðar með hliðsjón af fiskveiðirétti samkvæmt reglu 2. kapítula rekabálks Jónsbókar.”

Mismunandi skýringar á hugtakinu “NETLÖG” í lagasafninu.

1281 nr.  Jónsbók.

Jónsbók er hluti af íslensku lagasafni og er í fullu gildi í dag sem lög. Í rekaþætti Jónsbókar segir „En það eru netlög yst er selnót stendur grunn tuttugu möskva djúp að fjöru og komi þá flár upp úr sjó.”

<Þetta þýðir að landamerki sjávarjarða út í sjóinn nær út að sama dýpi og 20  möskva selnet afmarkar ef það er í sjó og stendur með sökkurnar á botninum og flotholtin fljótandi á yfirborðinu á stórstraumsfjöru.

Hvernig er hægt að yfirfæra dýptarviðmiðið 20 selnets-möskva í metrakerfið?

Samkvæmt rannsóknum dr. Ole Lindquist (1994), má þakka Páli Vídalín lögmanni (1667-1727) fyrir að það er mjög auðvelt, því hann hefur nú þegar leyst þessa gátu. Hann útskýrir að „selanótar-möskvi sé þá hæfilegur, er han má komast yfir mannshöfuð niður að eyrum; svo hefir að fornu verið, og svo er enn.”  Það er um 60 cm að ummáli.

Páll nefnir að í Jónsbókarhandriti standi eftirfarandi:

„þat eru netlög utaz, er selnót stendur grunn 20 möskva djúp ath fjöru, oc komi þá flár uppúr sjó, þat er fjögra faðma djúp.”

í öðru handriti  stendur: „það eru netlög utarst, er selnet stendur grunn 20 möskva djúp að fjöru sjóar, og koma þá flár uppúr sjó, en það er 12 álna djúp að fjöru.”

Samkvæmt skýringum Páls lögmanns gefa 12 álnir eða 4 faðmar sömu niðurstöðu (57,3 cm × 12 =)  6,88 m. Ystu mörk netlaga samkvæmt Jónsbók er því við 7 m dýpi á stórstraumsfjöru. Eftir stendur að augljóst er að miða á fiskveiðar í netlögum við dýptarviðmiðið. Skilgreining Páls Vídalín um dýpt selneta annað hvort 4 faðmar eða 12 álnir er það sem á að miða við og í metrakerfinu eru það 6,88 m. (Ole Lindquist, PhD).

 

1849 nr. 20. júní. Tilskipun um veiði á Íslandi. (Á aðeins við um veiðar á fuglum og dýrum með heitu blóði).

Í Tilskipun um veiði á Íslandi, 20. júní 1849, segir í „3. gr. Á landi skulu veiði ráða rétt landamerki jarðar hverrar. Ef jörð liggur að sjó, á eigandi veiði á haf út, 60 faðma (eða 115 metra) frá stórstraumsfjörumáli, og eru það netlög hans.” Nú liggja eyjar eða hólmar undir jörð, þá skal mæla lóðhelgi jarðar á sama hátt frá landi og jafnt í allar áttir frá eyjum og hólmum.

Í 21. gr. og jafnframt síðustu grein veiðitilskipunarinnar segir að:

„Með þessari tilskipun er allt það af tekið, sem lög hafa verið hingað til um fuglveiði og dýraveiði og selveiði, en allar greinir laganna um fiskveiði, sem ekki er breytt í þessari tilskipun, og um hvalveiði skulu fyrst um sinn standa óraskaðar.

Í Þingbókum alþingis frá 1847 til 1849 má lesa umræður þingmanna um frumvarp veiðitilskipunarinnar. Þar kemur meðal annars fram mjög skýrt að stuðst er við þýðingu úr dönskum lögum og að danska orðið „Jagt“ vefst fyrir mönnum þar sem það þýðir í Danmörku veiðar á fuglum og dýrum en ekki fiskum, en íslenska orðið „veiði“ þýðir allar veiðar þ.e. bæði fugla, dýra og fiskveiðar. Einmitt vegna þessa var ákveðið að bæta við 21. gr. til þess að taka af allan vafa um að veiðitilskipunin frá 20. júní 1849 gilti alls ekki um fiskveiðar í netlögum og að þar sé Jónsbók enn í fullu gildi. Þar með verður stærð netlaga varðandi fiskveiðar að miðast við dýpt.

(Jónsbókarákvæðið sem segir „En það eru netlög yst er selnót stendur grunn tuttugu möskva djúp að fjöru og komi þá flár upp úr sjó” hefur verið sleppt úr Jónsbókartexta núverandi lagasafns án lagabreytinga. Einnig var 21. gr. laga frá 20. júní 1849 feld út með lögunum nr. 116/1990. Þessi grein skýrði út að lögin giltu ekki um fiskveiðar.

1914 nr. 39 2. nóvember. Lög um beitutekju.

Netlög eru 60 faðmar á sjó út frá stórstraumsfjörumáli.

1923 nr. 15 20. júní. Vatnalög.

Almenningur: Sá hluti vatns, sem liggur fyrir utan vatnsbelti landareignanna.

1990 nr. 73 18. maí. Lög um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins.

Hugtakið netlög merkir í lögum þessum sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

1994 nr. 64 19. maí. Lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Netlög: hafsvæði 115 m út frá stórstraumsfjörumáli landareignar eða 115 m út frá bakka stöðuvatns sem landareign liggur að. Netlög fylgja einnig eyjum, hólmum og skerjum í sjó og stöðuvötnum.

1998 nr. 57 10. júní. Lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.

Netlög merkir í lögum þessum vatnsbotn 115 metra út frá bakka stöðuvatns sem landareign liggur að, svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

2004 nr. 33 7. maí. Lög um varnir gegn mengun hafs og stranda.

Netlög: Sjávarbelti 115 m frá stórstraumsfjöruborði.

2004 nr. 81 9. júní. Jarðalög.

Netlög merkja í lögum þessum vatnsbotn 115 metra út frá bakka stöðuvatns sem landareign liggur að, svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

2006 nr. 20 31. mars. Vatnalög.

Netlög: Vatnsbotn 115 metra út frá bakka stöðuvatns eða vatnsfalls sem fasteign liggur að.

2006 nr. 58 14. júní. Lög um fiskrækt.

Netlög: Vatnsbotn 115 metra út frá bakka landareignar að stöðuvatni, svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

2006 nr. 61 14. júní. Lög um lax- og silungsveiði.

Netlög: Vatnsbotn 115 metra út frá bakka landareignar að stöðuvatni, svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

2008 nr. 71 11. júní. Lög um fiskeldi.

Netlög: Vatnsbotn 115 metra út frá bakka landareignar að stöðuvatni, svo og sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

Þskj. 218  —  201. mál. Frumvarp til laga um skeldýrarækt.

(Lagt fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)

Netlög: Sjávarbotn 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði landareignar.

Starfshópur um endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun

Björn Erlendsson, ritari í stjórn SES, var valinn fyrir hönd félagsins til setu í starfshóp um endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun

Þau gleðilegu tíðindi urðu nýlega að Jón Bjarnason, ráðherra ákvað að heimila Samtökum eigenda sjávarjarða að eiga fulltrúa í starfshópi um endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun. Björn Erlendsson, ritari í stjórn SES var fyrir hönd félagsins valinn í starfshópinn.

Með þessu undirstrikar ríkisstjórnin að hún vinnur í anda samvinnu við hagsmunaaðila til að leysa umfangsmikið deilumál. Þessi samvinnuhugsun er nú á tímum allsráðandi í þroskuðum vestrænum ríkjum eins og Kanada og Noregi þar sem mikil áhersla er lögð á að draga fulltrúa allra hagsmunaaðila að borðinu, líka þögla meirihlutans.

Það eru auðvitað aldrei allir sammála en að lokum ná menn niðurstöðu þar sem menn hafa fengið að segja sína skoðun og hlustað hefur verið á þá.

Þeir sem eru hræddir við skoðanaskipti vilja ákveða hlutina í völdum hóp á sem skemmstum tíma og oftar en ekki eru þeir með óhreint mjöl í pokahorninu.

Útræðisréttur sjávarjarða er frumbýlisréttur og hlunnindi eins og æðardúnstekja og varið í lögum. Þess vegna er brýnt að seinni tíma lög sem alþingismenn hafa samþykkt um fiskveiðistjórnun komi ekki í veg fyrir þessi réttindi landsbyggðarfólks séu nýtanleg eins og nú er staðan.

Frumbyggjar Íslands t.d á Vestfjörðum byggðu jarðir sínar á sjósókn og má sem dæmi um mikilvægi möguleikans til sjósóknar taka verðmat jarða. Sambærilegar jarðir að stærð og landgæðum voru t. d metnar, annars vegar jörð sem ekki átti land að sjó var metin á 12 hundruð að fornu mati en sjávarjörðin var metin á 60 hundruð að fornu mati. Af þessu verðmati voru og eru síðan borgaðir skattar.

Réttindi eigenda í Netlögum eru ljós og í þessum mikilvægasta hluta hafsins sem á Íslandi var ákveðinn árið 1281 eru fyrstu drög að strandsvæðaskipulagi, hugsanlega á heimsvísu.

Þegar þessi réttur eigenda sjávarjarða verður endurheimtur úr klóm auðlindabraskara mun það hafa mjög jákvæð áhrif á strandsamfélög og næra og styrkja nærsamfélöginn þar sem þessi réttur fer ekki neitt frekar en önnur hlunnindi jarða. Þetta tryggir einnig stöðu Íslands mun betur í samningum við ESB þar sem ESB er með yfirlýsta stefnu um að þeir virði eignarréttinn.

 

Hvað eru netlög?

Netlög er sá hluti jarða sem nær út í sjó. Stærð þessa hlutar jarðarinnar er skilgreindur á tvo mismunandi vegu. Samkvæmt rannsóknum dr. Ole Lindquist (1994), segir Páll lögmaður Vídalín að í Jónsbókarhandriti standi eftirfarandi skýring á netlögum: „það eru netlög utarst, er selnet stendur grunn 20 möskva djúp að fjöru sjóar, og koma þá flár uppúr sjó, en það er 12 álna djúp að fjöru“ og í öðru má lesa „þat eru netlög utaz, er selnót stendur grunn 20 möskva djúp ath fjöru, oc komi þá flár uppúr sjó, þat er fjögra faðma djúp“. Þetta gefur okkur dýptarviðmiðið 6,88 metra. Þetta er í fullu gildi og getur því verið um talsvert hafsvæði að ræða þar sem aðgrunnt er.

Tilskipunin um veiðar á Íslandi, 20. júní 1849 segir í 3. gr. „ á landi skulu veiði ráða rétt landamerki jarðar hverrar. Ef jörð liggur að sjó, á eigandi veiðar á haf út, 60 faðma frá stórstraumsfjörumáli, og eru það netlög hans.“ (í dag er talað um 115 metra) 115 metrana á að nota þar sem aðdjúpt er en dýptarviðmiðið þar sem er aðgrunnt. Veiðitilskipunin gildir þó ekki um fiskveiðar heldur eingöngu um veiðar á fuglum og dýrum.

Það er mjög mikilvægt að landeigendur verji netlög sín af fullri hörku því þarna er um gríðarlega auðlind að ræða sem á bara eftir að vaxa að verðgildi. Óviðkomandi vilja nota ströndina og netlög í mörgum tilgangi, eins og fyrir skolplosun, landtök fyrir strengi, námuvinnslu, fiskveiðar, fiskeldi, orkuvinnslu, ferðaþjónustu, vegagerð, hafnir, varnargarða og jafnvel til ferskvatnsvinnslu, til að nefna nokkur dæmi.

„Undirstrikar að eignarréttur eigenda sjávarjarða er varinn“

Frétt úr Bændablaðinu 11. júní 2009. Eftir MÞÞ

Hæstiréttur hefur dæmt Íslenska gámafélagið ehf. til að greiða Sigurði Baldurssyni bónda á Sléttu við Reyðarfjörð 6,3 milljónir króna auk dráttarvaxta, að líkindum 13 til 14 milljónir króna í allt, en sanddæluskip á vegum félagsins dældi jarðefnum af botni fjarðarins undan bænum og innan netlaga hans.

„Undirstrikar að eignarréttur eigenda sjávarjarða er varinn“

Hæstiréttur hefur dæmt Íslenska gámafélagið ehf. til að greiða Sigurði Baldurssyni bónda á Sléttu við Reyðarfjörð 6,3 milljónir króna auk dráttarvaxta, að líkindum 13 til 14 milljónir króna í allt, en sanddæluskip á vegum félagsins dældi jarðefnum af botni fjarðarins undan bænum og innan netlaga hans. Félagið hélt því fram að efnistaka hefði öll farið fram utan netlaga Sléttu og benti á að Sigurður hefði veitt samþykki fyrir efnistöku en ekki hefði verið samið um verð.

Fram kom í dómi Hæstaréttar, sem féll á dögunum, að gámafélagið hefði ekki haldið til haga eða lagt fram gögn í málinu um hvar efni hefði verið tekið, þrátt fyrir að því hefði verið það í lófa lagið til að styðja þá staðhæfingu að jarðefni hefði ekki verið tekið innan netlaga Sléttu.

Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður og lögmaður Sigurðar segir að dómurinn sé stefnumarkandi og að hann auki mjög öryggi bænda og eigenda jarða við sjó. „Þessi dómur undirstrikar að eignaréttur eigenda sjávarjarða er varinn,“ segir hann og bendir á að samkvæmt netlögum hafi eigandi jarðar við sjó eða vatn umráðarétt yfir 115 metra breiðu belti frá stórstraumsfjörumáli og á sjó út.

Forsaga málsins er að við byggingu stórskipahafnar við Reyð arfjörð í tengslum við byggingu álvers tók verktaki, Íslenska gámafélagið, efni úr sjó vegna framkvæmdanna. Benti félagið á, sem fyrr segir, að Sigurður hefði veitt samþykki fyrir efnistöku en ekki hefði verið samið um verð. Sigurð tók að lengja eftir uppgjöri vegna efnistökunnar og innti forsvarsmenn félagsins eftir stöðu mála hvað það varðaði, en fékk þá þau svör að ekkert efni til hafnargerðarinnar hefði verið tekið á svæði sem tilheyrði jörð hans. Féllst Hæstiréttur ekki á þessa staðhæfingu Íslenska gámafélagsins, að efni hefði aðeins verið tekið utan netlaga Sléttu á svæði sem tilheyrði landi Fjarðabyggðar, enda báru vitni í málinu því við að hafa séð sanddæluskip við efnistöku nálægt landi og innan netlaga. Í yfirliti vegna efnistökunnar frá forsvarmönnum Arnarfells, sem um hana sá, kom fram að alls hefðu 126 þúsund rúmmetrar af sandi og möl verið fluttir í land með sanddæluskipinu til hafnargerðarinnar. Hæstarétti þótti jarðeigandi hafa sýnt fram á að gámafélagið hefði tekið efni úr landi hans og hann því eiga rétt á sanngjörnu endurgjaldi fyrir. Mótmælti gámafélagið kröfu Sigurðar um greiðslu á 75 krónur fyrir hvern rúmmetra af jarðefni og bar því við að kostnaður við vinnslu efna úr sjó væri hærri en þar sem þau væru tekin úr efnisnámu úr landi. Engin gögn voru þó lögð fram til stuðnings þessari málsástæðu.

Í úrskurði matsnefndar eignarnámsbóta, þar sem metin voru jarðefni sem tekin voru eignarnámi úr námu í landi Sléttu, sagði að ágreiningslaust væri að verðmæti þeirra hefði verið 50 krónur fyrir hvern rúmmetra og að nefndinni þætti það verð hæfilegt. Með hliðsjón af því var Íslenska gámafélagið ehf. dæmt til að greiða Sigurði Baldurssyni 50 krónur fyrir hvern rúmmetra með dráttarvöxtum frá því mánuði eftir að hann sendi félaginu bréf þar sem tiltekið var magn jarðefna, sem krafist var greiðslu fyrir, auk einingaverðs.

Karl Axelsson segir að í málinu hafi Hæstiréttur snúið sönnunarbyrði við; Íslenska gámafélagið hafi verið krafið um að sýna með óyggjandi hætti fram á að það hefði engin efni tekið í landi er tilheyrði Sigurði. Það hafi félagið ekki gert. „Þessi dómur er að mínu mati góður, hann undirstrikar rétt eigenda sjávarjarða um landið og hann hefur varnaðaráhrif. Ég tel að verktakar og aðrir hafi oft farið frjálslega um eign bænda og eigenda sjávarjarða hvað jarðefni varðar. Þetta er eign sem skiptir sífellt meira máli nú, þegar torveldara verður að afla jarðefna til framkvæmda í landi. Í þessari eign eru því fólgin mikil verðmæti,“segir Karl. Hann fagnar því þessari niðurstöðu Hæstaréttar og telur dóminn stefnumarkandi hvað varðar réttindi eigenda sjávarjarða innan netlaga.