Grein eftir Jón Bjarnason birt 17.09.03 í Bæjarins besta

„Orð skulu standa“

Í fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða stendur: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“ Vinstrihreyfingin – grænt framboð krefst þess að markmið laganna standi og nýtingaréttur sjávarbyggðanna sé virtur. Sanngirni í skiptingu þjóðarauðs og vistvæn sjónarmið í veiðum og vinnslu ráði ferð í íslenskum sjávarútvegi. Framsal eða brask með kvóta verði óheimil. Sjávarjarðir fái skilgreindan útræðisrétt.

Löndun og vinnsla í heimabyggð 

Með því að byggðatengja hluta fiskveiðiréttindanna tryggjum við framtíð sjávarplássanna og atvinnuöryggi fiskverkafólks og sjómanna. Búseta við sjávarsíðuna hefur byggst upp vegna nálægðar við gjöful fiskimið og íbúum þeirra ber réttur til að nýta þau. Fiskveiðistjórnun sem beitt er til styrkingar búsetu verður að fela í sér byggðatengingu auðlindarinnar og kröfu um að aflinn fari til vinnslu í byggðunum sem njóta þessara réttinda.

Með því að efla strandveiðiflotann og auka fullvinnslu og bæta nýtingu þess hráefnis sem kemur að landi treystum við búsetu í sjávarbyggðunum. Þannig getum við einnig stuðlað að bættri umgengi við auðlindina og notkun vistvænna veiðarfæra.

Vistfræði og veiðarfæri

Það er fyrir löngu tímbært að taka aukið mið af líffræðilegum forsendum við stjórn fiskveiða og val á veiðarfærum. Sorgleg er sú staðreynd að sáralitlar rannsóknir liggja fyrir sem byggja má líffræðilega stjórnun fiskveiða á. Vitað er um vistfræðileg áhrif mismunandi veiðiaðferða og veiðarfæra en deilt er um hver þau áhrif eru. Afar brýnt er að stórauka rannsóknir á þessum þáttum.

Háskólasetrið á Ísafirði má efla til þessara verkefna og yrði það eitt sérsviða þess á landsvísu. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að Háskólasetrið á Ísafirði fái sjálfstæði og eigin fjárhag til að sinna þessum verkefnum. Væri vel til fallið að hluti þess fjár sem nú fæst fyrir meðafla fiskiskipaflotans renni til Háskólasetursins á Ísafirði til þessara verkefna.

Vinstri-Grænir leggja til að línuívilnun verði einn liður í endurskoðun til vistvænni veiða. En mikilvægt er að sú aukning veiðiheimilda verði byggðatengd og auki atvinnuöryggi sjómanna, beitningamanna og annars landverkafólks, svo og fiskvinnslunnar í viðkomandi byggðarlögum. Framseljanlegur kvóti, sem flakka má með milli verstöðva þó aukinn sé með línuívilnun, eykur lítið öryggi byggðanna.

Trollveiði uppsjávarfisks

Við verðum að huga betur að vistvænni umgengni við auðlindir okkar
Hvaða vistfræðilegar forsendur liggja fyrir sem réttlæta það að „trolla“ uppsjávarfisk eins og nú er gert? Dæmi eru um að opin á þessum stóru trollum nálgist stærð tveggja fótboltavalla.

Engar óyggjandi rannsóknir liggja fyrir um áhrif þessara stóru flottrolla á lífríkið eða sundurgreint magn þess meðafla sem berst að landi og fer beint í bræðslu. Í tali manna eru nefnd þúsundir ef ekki tugir þúsunda tonna af bolfiski sem meðafla á trollveiðum uppsjávarfisks á ári.

Í einni höfn á Austurlandi var skip nýverið að landa 1.500 tonnum af kolmunna. Á bryggjunni var látið að því liggja að a.m.k. 50-75 tonn væri bolfiskur sem hvergi er talinn í kvóta og fer í bræðslu. Enginn getur fullyrt neitt. Og svo bítumst við um nokkur hundruð tonn í byggðakvóta eða línuívilnun. Á sama tíma er Strandamönnum meinað að ná sér í síld til beitu sem þeir hafa gert áratugum saman. Það er ekki heil brú í svona vinnubrögðum og þeim verður að breyta.

Loforð og efndir

Allt of margir létu glepjast af óljósum kosningaloforðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks nú fyrir kosningar. Taugaveiklun í herbúðum þessara flokka og óskammfeilni í loforðum var meiri en nokkur dæmi eru um. Á Siglufirði var lofað jarðgöngum alveg fram á síðasta dag fyrir kosningar, leikið á tilfinningar fólks í erfiðri stöðu. Á Vestfjörðum var lofað línuívilnun, sem kæmi til framkvæmda í haust, sem nánast engar líkur eru á að staðið verði við.

Kjósendur máttu sjá þetta fyrir. Hverjum getur í alvöru dottið það í hug að forysta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks breyti í grundvallaratriðum því rangláta fiskveiðistjórnunarkerfi sem við nú búum við, kerfi, sem hefur tryggt þeim áframhaldandi stjórnarsetu? Þeir sem tóku þátt í þeim blekkingarleik fyrir kosningar eiga hér sömu ábyrgð og forysta þessara flokka. Það breytir litlu þótt einstakir frambjóðendur tali fyrir annarri stefnu í sjávarútvegsmálum og byggðamálum en forysta þessara flokka gerir. Það er forystan og þeir hagsmunahópar sem að henni standa sem ráða ferð.

Það var kosið um sjávarútvegsmál í kosningunum fyrir fjórum árum og lofað bót og betrun. Hvað hefur gerst?
Núverandi kvótakerfi hefur verið fest enn frekar í sessi. Tilfærsla aflaheimilda og samþjöppun veiðiheimilda hefur aldrei verið meiri en þessi ár. Kvótasetning smábátaflotans, fækkun daga hjá dagabátum, eru verk þessarar ríkistjórnar.

Mun ríkisstjórnin falla í haust?
Það er lofsvert að halda fund um sjávarútvegsmál og láta í ljós óánægju sína eins og gert var á Ísafirði sunnudaginn 14. september. Þar var þess krafist að stjórnmálamenn standi við orð sín. Það ætti samt að vera okkur öllum ljóst, að aðeins í kosningum getum við breytt stöðu mála. Reynist svo að þessi ríkisstjórn styðjist við falskan meirihluta og hafi þingmenn dug til að standa við sannfæringu sína eins og hún birtist kjósendum fyrir síðustu kosningar, ætti að vera í lófa lagið að fella þessa ríkisstjórn strax í haust. Að því skulum við vinna.

Jón Bjarnason,
þingmaður Vinstri-Grænna í Norðvesturkjördæmi.

Johan Stål, athyglisverður útdráttur úr doktorsritgerð hans. Birt með leyfi höfundar.

Stål J. Essential fish habitats- The importance of coastal habitats for fish and fisheries. Doctoral thesis, Department of Marine Ecology, Gothenburg University 2007; ISBN 91-89677-29-3.

Abstract

The main part of the world´s fisheries harvest is derived in the coastal areas and the intense pressure on the marine ecosystems has made it important to identify essential functions of coastal habitats for humanity. An important element in moving toward sustainable fisheries is the identification, conservation, and restoration of essential fish habitats. For this purpose, new information is needed to identify and evaluate how habitat specific characteristics may influence habitat use and recruitment success off fish associated to shallow coastal habitats. This information is fundamental for describing essential fish habitats and to determine the importance of coastal areas for fish.

This thesis illustrates the importance of shallow coastal habitats (0 to 10 m depth) for different fish species and fisheries on the Swedish west coast. A method was developed to quantify the spatial extension and geographical variation in the distribution of the main coastal habitats. Furthermore, spatial and monthly field samplings were conducted to assemble quantitative data on the distribution and density of fish and fish food in these shallow habitats. The information was subsequently used to analyse the habitat dependence of fish and to describe the link between the coastal habitats and the fisheries. Furthermore, the habitat dependence of fish was used to perform an economic evaluatin of the major habitats on the Swedish west coast. The results have shown that there exists a strong link between the major coastal habitats, the fish utilising them and the fisheries on the Swedish west coast.

Soft sediment bottoms free of vegetation displayed the largest areal extent (54 %) along the coast, followed by algae covered rocky habitats and seagrass beds. Shallow sediment bottoms are important nursery grounds for plaice (Pleuronectes platessa) and larval supply to these areas was a major factor influencing the recruitment success of this species. Nursery grounds on the Swedish west coast may contribute up to 77% of the plaice recruits to the Skagerrak and Kattegat plaice population.

The fish assemblage in the rocky bottom habitat was dominated by stationary non-commercial species and on soft bottoms the dominant species were temporary visitors of commercial interest, utilizing the coastal habitat during parts of their life cycle. In the rocky bottom habitat, the diets of fish were highly associated to the available food resource whereas the fish species on soft bottoms generally were less dependent on habitata associated prey. These results imply that rocky bottoms are important habitats for fish production. However, the total biomass of commercial fish species was approximatly 20% higher on soft bottoms compared to rocky bottoms, thus suggesting that soft bottoms would be of more importance for the fisheries on the Swedish west coast.

The combined results from the studies performed in this thesis suggest a strong dependence of several commercial fish species to the major shallow habitats on Swedish west coast. Moreover, the importance of these fish species in the commercial fisheries further emphasizes the value of these habitats. In order to manage the commercial fish stocks in the Skagerrak and Kattegat area, catch restrictions might be a first-best measure for urgent action, but the dependence of fish to coastal habitats suggests habitat restoration and protection as complementary measures. For example, a one km2 increase in the availability of shallow soft sediment bottoms would give an increase in profits in the plaice fisheries amounting to a value of about SEK 300-360 millions over a 55 year time period.

In conclusion, in future management of fisheries, it is of great importance that the management policy makers not only considers fish stocks and number of recruits entering the fishery, but also take into account factors affecting the quality of essential fish habitats that a species is dependent on to complete its life-cycle.

Grunnsævið gulls ígildi? Birt með leyfi höfunda.

Kortleggja þarf grunnsævið vandlega og meta verðmæti þess segja Jónas Páll Jónasson og Björn Gunnarsson

Kortleggja þarf grunnsævið vandlega og meta verðmæti þess segja Jónas Páll Jónasson og Björn Gunnarsson: „Grunnsævið í kringum Ísland (grynnra en 50 m) gegnir veigamiklu hlutverki sem uppeldisslóð fyrir marga okkar helstu nytjafiska.“

FÆRA má rök fyrir því að grunnu hafsvæðin við Ísland séu ein mikilvægasta auðlind þjóðarinnar. Þar er vagga fjölmargra nytjastofna og þaðan streyma nýliðarnir út á miðin. Töluvert hefur verið fjallað um grunnsævið upp á síðkastið. Meðal annars hafa réttindi sjávarjarða verið í umræðunni; kolefnisbinding leira hefur borið á góma en einnig hefur verið rætt um landfyllingar, þveranir fjarða og efnistöku úr sjó. Langar okkur aðeins að minnast á nokkra þætti varðandi síðastnefndu atriðin.

Uppeldisslóðir nytjafiska

Grunnsævið í kringum Ísland (grynnra en 50 m) gegnir veigamiklu hlutverki sem uppeldisslóð fyrir marga okkar helstu nytjafiska. Þó er breytilegt á hvaða dýpi og á hvaða búsvæðum tegundirnar halda sig. Þorskur heldur sig til dæmis á grunnslóð fyrstu æviárin en leitar á dýpra vatn þegar hann nálgast kynþroska. Skarkoli heldur sig á sandbotni ofarlega í fjörunni fyrstu árin en frændi hans sandkolinn liggur nokkru neðar í fjörunni. Þaraskógarnir eru á grunnsævi og mynda oft á tíðum miklar breiður sem innihalda gífurlegan lífmassa og eru skjól fyrir margar fisktegundir. Þá binda þaraskógar og leirur gríðarmikið kolefni en slíkt er núorðið metið til fjár.

Röskun búsvæða

Þegar sótt er um leyfi til þverunar fjarða, efnistöku eða uppfyllinga fer fram ferli sem getur endað í umhverfismati og ræðst það meðal annars af stærð svæðanna. Þá er til dæmis skoðuð botngerð, lífverusamfélög metin og athugað hvort svæðið sé mikilvægt í ljósi nytja eða hafi verndargildi. Hingað til hafa áhrif slíkra framkvæmda á nytjastofna verið talin frekar lítil. Oft er um frekar afmörkuð svæði að ræða þegar horft er til efnistöku eða landfyllingar í sjó en þveranir geta haft áhrif á töluvert stærri svæði. Við efnistöku er sandi eða möl er dælt upp og efnið nýtt í uppfyllingar eða við framkvæmdir uppi á landi. Við það myndast gryfjur og tilfærsla á efni á sér stað sem flókið er að spá um. Hingað til hefur slíkt rask verið talið það lítið að það skipti ekki máli þegar horft er til stærðar alls grunnsævisins í kringum Ísland.

Verðmæti grunnsævis

Hafrannsóknir við Ísland hafa hingað til einkum beinst að landgrunninu þar sem m.a. fást upplýsingar um stærð og samspil nytjastofna. Hins vegar hefur verið stefnt að því um nokkurt skeið að auka vægi rannsókna á fjörðum og öðru grunnsævi. Nýjar rannsóknir Johans Stål og félaga í Svíþjóð hafa sýnt mikilvægi grunnsævis þar við land (http://www.ub.gu.se/sok/dissdatabas/detaljvy.xml?id=7022). Í ritgerðinni var meðal annars lagt mat á framlegð uppeldissvæða. Hluti rannsóknarinnar beindist að samspili nytjafiska við ákveðin búsvæði og fólst í því að meta hversu háðar tegundirnar eru ákveðnu búsvæði. Þorskur sýndi tryggð við svæði sem bæði einkenndust af marhálmi og þaraskógi en fannst síður á sendnum botni. Niðurstöður voru einkar áhugaverðar hvað varðar skarkolann (rauðsprettu) og sýndu fram á sterk tengsl hans fyrstu tvö árin við sendinn botn á grunnsævi. Johan og félagar mátu það svo að eins ferkílómetra aukning af sendnum botni á 0-10 m dýpi við vesturströnd Svíþjóðar gæfi af sér aukin aflaverðmæti upp á um 3-3,5 milljarða króna (300-360 milljónir SEK) þegar horft var fram til 55 ára. Í þessu tilfelli myndi gróðinn reyndar að miklu leyti færast yfir Eyrarsund þar sem veiðislóðin liggur einkum í landhelgi Dana. Hérlendis hefur slíkt mat ekki farið fram en víst er að verðmæti sendins botns á grunnsævi er verulegt. Unnið hefur verið að því um nokkurt skeið að kortleggja útbreiðslu ungviðis skarkola í fjörum við Ísland. Þéttleiki skarkola í einstaka fjörum við Ísland er á við það sem gerist hæst í Evrópu en það gefur til kynna frjósemi grunnsævisins við Ísland þrátt fyrir norðlæga legu. Fyrir liggur að kortleggja þarf grunnsævið vandlega, meta þarf verðmæti þess og gæta þess að halda raski í lágmarki. Með aukinni byggð og vegabótum eykst eftirspurn eftir strandsvæðum og ágangur á grunnsævi og því er nauðsynlegt að efla rannsóknir enn frekar svo unnt sé að stýra framkvæmdum skynsamlega.

Höfundar eru sjávarlíffræðingar við Háskóla Íslands og Hafrannsóknastofnunina.

Eftir Magnús Thoroddsen, Morgunblaðið 30.jan. 2008

Álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna

Eftir Magnús Thoroddsen: „Í fyrsta lagi þarf að fella niður gjafakvótann þannig að allir Íslendingar sitji við sama borð.“

Hinn 24. október 2007 kunngjörði mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna álit sitt í kærumáli þeirra sjómannanna Erlings Sveins Haraldssonar og Arnars Snævars Sveinssonar gegn íslenzka ríkinu þar sem 12 nefndarmanna (af 18 ) töldu lögin um stjórn fiskveiða brjóta í bága við 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi um jafnrétti allra manna. Grein þessi er efnislega samhljóða jafnréttisákvæði 65. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33 17. júní 1944, með síðari breytingum.

Í hnotskurn má segja að rökstuðningur meirihluta mannréttindanefndarinnar sé þessi:

Nefndin vitnar til 1. greinar laganna um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, er segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslenzku þjóðarinnar.“ Síðan segir meirihlutinn, að sú mismunun, sem gerð hafi verið í upphafi kvótakerfisins við úthlutun veiðiheimilda og byggð var á veiðireynslu tímabilsins 1. nóvember 1980 til 31. október 1983, kunni að hafa verið sanngjörn og málaefnaleg sem tímabundin ráðstöfun. En með setningu laganna um fiskveiðistjórnun nr. 38/1990 hafi ráðstöfun þessi ekki aðeins orðið varanleg, heldur breytt hinum upprunalegu réttindum til þess að nýta opinbera eign í nýtingu einstaklingsbundinnar eignar. Þeir sem upphafalega hafi fengið úthlutað veiðiheimildum og nýttu þær eigi, hafi getað selt þær eða leigt á markaðsverði í stað þess að skila þeim aftur til ríkisins til úthlutunar til nýrra veiðiréttarhafa í samræmi við sanngjarna og réttláta mælikvarða. Íslenzka ríkið hafi ekki sýnt fram á, að þessi úthlutunarmáti á veiðiréttarheimildum fullnægi þeim kröfum, er gera verði um sanngirni.

Mannréttindanefndin taldi sig ekki þurfa að fjalla um það sérstaklega, hvort úthlutun kvóta á takmörkuðum auðlindum samræmdist Sáttmálanum almennt, en í þessu sérstaka kærumáli, þar sem veiðiheimildunum væri úthlutað varanlega til hinna upphaflegu veiðiréttarhafa, andstætt hagsmunum kærendanna, væri ekki unnt að telja, að slíkt kerfi væri byggt á sanngjörnum grundvelli. Af þessum sökum ályktaði meirihluti mannréttindanefndarinnar, að brotið væri gegn jafnréttisákvæði 26. gr. Alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.

Síðan ályktar mannréttindanefndin, með vísan til 3. mgr.(a) 2. gr. Alþjóðasamningsins, að íslenzka ríkið sé skuldbundið til þess, að rétta hlut kærenda, þar á meðal að greiða þeim hæfilegar skaðabætur og að láta fara fram endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Ég hefi nú rakið það, sem máli skiptir úr rökstuðningi mannréttindanefndarinnar fyrir þeirri niðurstöðu hennar, að íslenzka fiskveiðistjórnunarkerfið brjóti gegn 26. gr. Alþjóðasamningsins, en það er í grundvallaratriðum vegna þess, að kerfið er ósanngjarnt. Sanngirnin er nefnilega gildasti þátturinn af þeim þáttum, er mynda jafnréttið.

Er álit mannréttindanefndarinnar bindandi?

Heyrst hafa þær raddir að álit mannréttindanefndarinnar sé ekki bindandi fyrir íslenzka ríkið. Því er ég ósammála af ástæðum þeim er hér greinir:

1. Íslenzka ríkið er aðili að Alþjóðasamningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (1979 nr. 10, 28. ágúst) og hefir einnig fullgilt valfrjálsa bókun við samninginn, þar sem það viðurkennir lögsögu Mannréttindanefndarinnar til að fjalla um kærur frá einstaklingum út af meintum brotum á ákvæðum Alþjóðasamningsins (1. og 2. grein.) Íslenzka ríkið tók fullan þátt í málflutningi fyrir mannréttindanefndinni í þessu kærumáli og tefldi þar fram öllum hugsanlegum rökum og málsástæðum til varnar.

2. Það er viðurkennd regla í lögfræði, að túlka beri samninga með hliðsjón af tilgangi þeirra. Tilgangur íslenzka ríkisins með aðild að Alþjóðasamningnum og hinni valfrjálsu bókun við hann verður ekki túlkaður á annan veg en þann að ríkið skuldbindi sig til að fara eftir álitum mannréttindanefndarinnar og fullnægja þeim.

3. Alþjóðasamningurinn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi hefir ekki lagagildi hér á landi. Það hafði Mannréttindasáttmáli Evrópu heldur ekki þegar íslenzku réttarfarslögunum var gerbreytt með aðskilnaði dómsvalds og umboðsvalds í héraði um árið 1990 eftir kæru Jóns Kristinssonar til mannréttindanefndarinnar þar sem réttarfarskerfið var talið brjóta í bága við 6. gr. sáttmálans um sanngjarna málsmeðferð. Þrátt fyrir það að Mannréttindasáttmáli Evrópu hefði ekki lagagildi hér á landi á þessum tíma taldi íslenzka ríkið sig skuldbundið samkvæmt honum að þjóðarétti og breytti réttarfarslögum sínum í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar Evrópu, svo sem fyrr segir. Hér er því um algerar hliðstæður að tefla. Sómakært vestrænt lýðræðisríki, eins og hið íslenzka, verður að vera sjálfu sér samkvæmt í þessum efnum og getur ekki verið þekkt fyrir annað en að fara einnig eftir áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í því máli, sem hér er til umræðu. Annað myndi flekka orðstír þjóðarinnar út á við og gera að engu möguleika hennar til að öðlast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ég tel Ísland því bæði bundið hér af þjóðarétti og einnig siðferðilega til þess að fullnægja álitinu.

4. Í þessu sambandi er og rétt að vekja athygli á því sem meirihluti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna hefir sjálfur um þetta að segja í áliti sínu: Þar sem aðildarríkið hefir viðurkennt lögsögu mannréttindanefndarinnar til þess að skera úr um það hvort brotið hafi verið gegn Alþjóðasamningnum eður ei, og aðildarríkið hefir skuldbundið sig til þess, samkvæmt 2. gr. samningsins, að tryggja öllum einstaklingum á yfirráðasvæði þess eða undir þess lögsögu þau réttindi sem samningurinn hefir að geyma og sjá til þess að þeir hafi skilvirk og aðfararhæf úrræði í þeim tilvikum þar sem talið er að um brot hafi verið að ræða þá óskar mannréttindanefndin þess að fá, innan 180 daga, upplýsingar frá aðildarríkinu um þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til að fullnægja áliti nefndarinnar. Skoðun mannréttindanefndarinnar í þessu efni fer því ekki á milli mála hér.

Skaðabætur til kærenda

Kærendur voru báðir harðduglegir sjómenn og ætluðu að vera áfram til sjós. Þar sem ég var verjandi þeirra bæði í héraði og fyrir Hæstarétti veit ég að þeir voru báðir með hrein sakavottorð. Þeir höfðu unnið hörðum höndum allt sitt líf og voru engir afbrotamenn. Það tók þá sárt að vera dæmdir til refsingar fyrir það sem þeir töldu réttlætis- og mannréttindamál eins og þeir hafa nú fengið staðfestingu á. En nú ber að ákveða þeim skaðabætur samkvæmt áliti mannréttindanefndarinnar. Það er ljóst að þeir hafa bæði orðið fyrir fjártjóni og miska. Menn sem dæmdir eru til refsingar að ósekju samkvæmt ólögum er brjóta í bága við mannréttindaákvæði verða fyrir miska. Þeir eiga því rétt á skaðabótum fyrir þann miska er þeir hafa mátt þola.

Þá eiga þeir einnig rétt á að fá bætt það fjártjón sem þeir hafa orðið fyrir vegna aðgerða ríkisvaldsins gegn þeim. En hvernig á að finna út það tjón? Ég teldi réttast að það yrði gert með þeim hætti að reikna út meðaltals aflaverðmæti báta af sömu stærð og m/b Sveinn Sveinsson frá því að þeir voru sviptir veiðileyfinu til þess dags er bætur verða greiddar. Til frádráttar bótum kemur að sjálfsögðu sennilegur útgerðarkostnaður sama tímabils, svo og þær tekjur er kærendur hafa haft téðan tíma.

Til viðbótar skaðabótum tel ég að koma eigi einnig allt annað afleitt tjón er þeir hafa orðið fyrir vegna aðgerðanna gegn þeim svo sem vegna þeirra fjárhagslegu örðugleika, er þeir lentu í, sölu eigna á undirverði, svo og vegna gjaldþrota.

Ef ekki næst samkomulag milli kærenda og íslenzka ríkisins um bótafjárhæðir teldi ég eðlilegast að þeir kæmu sér saman um að gerðardómur, skipaður þrem valinkunnum sæmdarmönnum, ákvæði skaðabæturnar. Mér fyndist það hálfankannalegt ef þeir dómstólar, er dæmdu fyrrv. skjólstæðinga mína til refsingar samkvæmt ólögum, ættu nú að fara að ákvarða þeim bætur. Umfram allt ber að ljúka þessu máli á grundvelli sanngirni sem svo mjög hefir skort á hingað til.

Breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu

Hvaða breytingar þarf að gera á fiskveiðistjórnunarkerfinu til þess að það brjóti ekki lengur gegn jafnréttisákvæðum 26. gr. Alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi?

Í fyrsta lagi þarf að fella niður gjafakvótann þannig að allir Íslendingar sitji við sama borð. Þetta þyrfti að gera með hæfilegum umþóttunartíma gagnvart núverandi handhöfum aflaheimilda. Fara mætti svokallaða fyrningarleið á 10-15 árum.

Þær veiðiheimildir sem þannig losnuðu úr læðingi ætti að bjóða upp til hæfilega langs tíma, t.d. til 10-12 ára, á markaðsforsendum, því að þegar verið er að úthluta takmörkuðum gæðum fyrirfinnst aðeins einn réttlátur skömmtunarstjóri og það er buddan.

Þegar hið nýja fiskveiðistjórnunarkerfi er komið á sé ég fyrir mér að skipta mætti framboðnum aflaheimildum í fjóra hluta, togaraútgerðir mættu bjóða í 25% aflaheimildanna, smábátaútgerðir í 25% og útgerðir báta af stærðum þar á milli í önnur 25%. Þau 25% sem þá væru eftir yrðu boðin upp sem byggðakvóti til þess að „tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu“, svo sem mælt er fyrir um í 1. gr. laganna um stjórn fiskveiða en hefir því miður brugðizt hrapallega svo sem alþjóð veit.

Ég vil taka það skýrt fram að þessar prósentutölur eru engar heilagar kýr af minni hálfu. Þessar tölur eru eingöngu settar fram til umþenkingar. Það kann vel að vera að önnur hlutfallaskipting væri heppilegri og réttari.

Eftir að hið nýja uppboðskerfi á aflaheimildum er komið á tel ég rétt að banna sölu aflaheimilda á milli útgerðarflokka, heldur aðeins innan hvers flokks. Byggðakvótann mætti og selja en aldrei út fyrir viðkomandi byggð.

Og nú er það hlutverk hins háa Alþingis og skylda að breyta lögunum um stjórn fiskveiða á þann veg að þau brjóti eigi lengur í bága við jafnréttisákvæði 26. gr. margnefnds Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Eftir hrakfarir undangengin ár í sambandi við kvótakerfið og breytingar á því tel ég rétt að brýna háttvirta alþingismenn á því að þeir eru fyrst og fremst þingmenn þjóðarinnar allrar en ekki aðeins stjórnarþingmenn og stjórnarandstöðuþingmenn. Þeir eru samkvæmt 48. gr. stjórnarskrárinnar eingöngu bundnir við sannfæringu sína og það er tími til kominn að þeir fari að átta sig á því að það eru þeir sem fara með löggjafarvald á landi hér en ekki „mannréttindanefnd“ LÍÚ.

Höfundur er hæstaréttarlögmaður

Auðlindabölið á Íslandi – eignir teknar af sjávarjörðum.

Grein í Morgunblaðinu.

Eftirfarandi grein er svar Samtaka eigenda sjávarjarða við leiðara í DV 17. janúar 2006 eftir Björgvin Guðmundsson, ritstjóra sem bar heitið „Mikilvægi eignarréttarins”.

Í útdrætti úr leiðaranum segir: „Aukin velferð á Íslandi í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar er ekki síst að þakka betur skilgreindum eignar- og nýtingarrétti í sjávarútvegi”.

Hér er einfaldlega ekki farið með rétt mál. Þegar lög um stjórn fiskveiða voru sett 1990 þá var ekkert tillit tekið til eignarréttar í auðlindinni sem fyrir var og tilheyrir sjávarjörðum, svo nefnd netlög sem eru hluti sjávarins næst landi og eru álitinn frjósamasti og gjöfulasti hluti hafsins. Hluti landsmanna, þ.e. eigendur sjávarjarða, var því sviptur eignum sínum og velferð án dóms og laga og réttur þeirra fenginn öðrum með ólöglegum hætti og án umboða og heimilda. Stjórnarskrá Íslendinga er skýr í þessu sambandi og segir í 72. gr. hennar: „Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir”. Þessu stjórnarskrárákvæði var engan veginn fylgt við setningu laga um stjórn fiskveiða og braut löggjafinn því stjórnarskrána og stjórnarskrárbundin réttindi borgaranna. Það er svo sannarlega kominn tími til að á þessu verði gerðar úrbætur og leiðréttingar og mönnum skilað eign sinni.

Eigendur sjávarjarða eru tiltölulegir eigendur sjávarauðlindarinnar. Þeir eiga netlögin sem eru hluti fiskveiðilögsögunnar og landhelginnar. Bæði lífríkið og sjórinn sjálfur er á ferðinni á milli netlaga og ytra svæðis þar sem íslenska ríkið fer með umráð. Auðlindin er því óskipt sameign eigenda netlaga og íslensku þjóðarinnar sem á ytra svæði.

Sjávarjarðir eiga einnig sérnýtingarrétt, samkvæmt heimildum, á svæði sem nær langt út fyrir netlög. Sem eitt dæmi má nefna að í riti Ólafs Olaviusar, sem gerður var út af dönsku stjórninni á árunum 1775-1777, til að athuga skilyrði til aukinnar sjósóknar á Íslandi, er getið um að nokkrum jörðum á Langanesi tilheyrðu ákveðin fiskimið út að 1½ danskrar mílu (11 km) fjarlægð frá strönd og á 20-30 faðma (50 metra) dýpi.

Eins og áður sagði er hafsvæðið næst strönd álitið frjósamasti og gjöfulasti hluti hafsins. Í því sambandi er vísað í 7. og 8. heimildamyndaflokka BBC „Hafið bláa hafið, The Blue Planet”, þar sem sýnt er fram á mikilvægi hafræmunnar næst landi. Ennfremur er vísað í ummæli Dr. Veerle Vandewerd, framkvæmdastjóra alheimsáætlunar um varnir gegn mengun hafsins frá landi. Hún segir: „Skilgreind standsvæði eru einnig hýbýli 90% fiska og skeldýra”. Dr. Kathy Sullivan, geimfari og könnuður í Explorers Club segir: „Strandsvæðin skipta miklu máli fyrir fiskveiðar og eru mikilvægar fiskuppeldisstöðvar. Umhverfisgæði almennt taka mið af ástandi strandsvæðanna sem eru lungu og lifur jarðarinnar”.

Íslenskar rannsóknir sem kynntar hafa verið í meistaraprófsritgerð Gróu Þóru Pétursdóttur, líffæðings á Hafrannsóknarstofnun, sýna að mikill munur er á vexti þorsks eftir svæðum. Þorskur sem hrygnir á fjörusvæðinu næst landi vex hraðar og er lengri og þyngri og í betra ástandi en jafngamall fiskur sem hrygnir utar og dýpra.

Þetta sýnir hversu gífurlega mikilvæg netlögin eru, sem eru í einkaeign, og hvað þau leggja mikil verðmæti til sameiginlegrar auðlindarinnar.

Það er í raun ekki deilt um eignarrétt á sjávarauðlindinni. Hann er skýr samkvæmt heimildum og lögum og sönnunargögn eru tæmandi. Það sem hefur hins vegar gerst er að stunduð hafa verið ótrúlega óvönduð vinnubrögð á Alþingi og að sett hafa verið lög sem brjóta í bága við önnur lög sem fyrir voru og eiga að tryggja eignarrétt borgaranna.
Þess vegna er sérkennilegt að heyra formann Rannsóknarstofnunar í auðlindarétti við Háskólan í Reykjavík, eins og kemur fram í leiðaranum, segja á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna í lok október á síðasta ári að aflaheimildir væru grundvöllur veðsetningar, hefðu gengið að erfðum og af þeim væri greiddur erfðafjárskattur. Aflaheimildir væru því eign í skilningi eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar.

Hér er um grundvallarmisskilning að ræða. Það sem þarf að kryfja til mergjar er að sjálfsögðu hvernig aðilar hafi eignast þessar eignir. Hver afsalaði þeim í upphafi og hvaða umboð og heimildir hafði sá aðili til að ráðstafa eigninni. Hvernig er eignin tilkomin? Það þarf að rekja vandamálið til upphafsins eins og tíðkast í öllum málum þar sem eignarheimildir sem ganga á milli manna eru ekki ljósar og þeir axli ábyrgð sem ábyrgð bera. Ef einhver hefur selt eitthvað, eða gefið eitthvað, sem hann á ekki, þá hefur sá aðili, hingað til, þurft að standa klár á sínum málum frammi fyrir lögreglu og dómstólum.

Síðan segir í leiðaranum: „En engri íslenskri ríkisstjórn hefur hingað til hugkvæmst að nota aðferð Mugabes forseta Zimbabwe, að taka jarðir af eigendum þeirra og skipta þeim upp á milli annarra. Það tíðkaðist í þjóðnýtingarstefnu kommúnismans, sem allir vita hvaða árangri skilaði.“

Um þetta er það að segja að það sem Mugabes gerði í Zimbabwe var að skila eignum sem hvítir nýlenduherrar höfðu sölsað undir sig með ólögmætum hætti fyrir rúmri öld síðan. Segja má að hér hafi á vissan hátt verið farið offari af svörtum heimamönnum. Þetta er hins vegar ekki ósvipað því hvernig sjálft Alþingi Íslendinga hefur hegðað sér. Þar hugkvæmdist nefnilega íslenskri ríkisstjórn að nota miklu verri aðferðir við það að ráðstafa eignum borgaranna án umboða og heimilda. Þar notaði löggjafarvaldið, Alþingi, aðferð sem oft er nefnd Auðlindabölið, aðferð sem löggjafarvaldinu í Zimbabwe hugkvmdist ekki að nota og hefði auk þess ekki liðist að nota. Einn þekktasti fjármálamaður heims, George Soros ritaði grein um Auðlindabölið “The Resource Curse” og birtist grein þessi í þýðingu í viðskiptablaði Morgunblaðsins 24. júlí 2003. Morgunblaðið birti síðan leiðara um Auðlindaböl 26. júlí 2003. Í greininni kemur fram að spilltir ráðamenn komast upp með að ræna borgaranna og stela auðlindum þeirra.

Það er því víðar en hjá Mugabe í Zimbabwe sem slæmt ástand viðgengst í mannréttinda- og eignarréttarmálum. Hér á landi er greinilega tíðkuð þjóðnýtingarstefna í augljósri mynd þar sem Alþingi hefur svift eigendur sjávarjarða réttinum til þess að ráðstafa og nýta eign sína. Jafnvel í Austur-Evrópu er nú leitað leiða til þess að skila fyrri eigendum þeim eignum sem forðum voru teknar ólöglega og án heimilda og umboða af borgurunum undir fyrrum stjórn kommúnista.

Eigendur sjávarjarða hafa gert þá kröfu að þeim verði greitt fyrir afnot af nýtingu eignar sinnar í auðlindinni í kringum Ísland, sem þeim sjálfum hefur verið bannað að nýta. Þessu hafa íslensk stjórnvöld hafnað.

Í 1. gr. laga um stjórn fiskveiða segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar”. Eigendur sjávarjarða og hluta fiskveiðilögsögunnar og landhelginnar eru hluti íslensku þjóðarinnar.
Það er krafa eigenda sjávarjarða, að ábyrg íslensk stjórnvöld, þ.e. löggjafarvaldið á Alþingi, virði eignarrétt þeirra til auðlindarinnar og setji ný lög til leiðréttingar á þeim gömlu og að auðlindinni verði skilað til löglegra eigenda hennar.

Minna má á heimasíðu Samtaka eigenda sjávarjarða, www.ses.is

Ómar Antonsson, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða,
Horni, 781 Hornafirði.

Sími 478 2577, 892 0944.

Samþykkt á 28. flokksþingi framsóknarmanna

Sjávarútvegsmál

Samþykkt á 28. flokksþingi framsóknarmanna.
(Birt með fyrirvara um prentvillur.)

Atvinna og efnahagur:

Sjávarútvegsmál
Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á eftirfarandi í sjávarútvegsmálum:

 • Að rannsóknir verði stórefldar með auknu fjármagni og þekking á hafinu þar með aukin.  Líta þarf á vistkerfið í heild og taka verður allar ákvarðanir um nýtingu auðlinda hafsins út frá hugsanlegum áhrifum nýtingarinnar á vistkerfið í heild.
 • Að áhrif veiðarfæra á vistkerfi hafsins verði rannsökuð.
 • Að litið verði sérstaklega til rannsókna á hinum miklu breytingum sem eru að verða vegna hlýnunar andrúmsloftsins og eyðingar ósonlagsins og hugsanlegra áhrifa þess á vistkerfi og nýtingu auðlinda hafsins.
 • Að veiðigjaldið sem innheimt er á grundvelli nýtingar á auðlindum hafsins verði nýtt til nýsköpunar og atvinnuþróunar í sjávarbyggðum svo það skili sem mestum ávinningi til framtíðar fyrir byggðalögin.  Ráðstöfun fjármunanna verði í höndum heimamanna, og nýttar verði núverandi stofnanir eins og atvinnuþróunarfélögin sem eru starfandi um land allt til að fjárfesta í framtíðinni.
 • Að gerð verði úttekt á úthlutun á byggðakvóta m.t.t. vægis fiskvinnslufyrirtækja í atvinnulífi byggðarlaganna og reynslu einstakra byggðalaga af framkvæmdinni.  Í úttektinni verði skoðað hvort til séu betri leiðir en byggðakvóti til að styrkja byggðalög í vanda.
 • Að útræðisréttur strandjarða verði virtur á ný og staðfestur í fiskveiðilögum.
 • Auka þarf áherslu á rannsóknir og þróun í fiskeldi.
 • Að starfsskilyrði land- og sjóvinnslu verði jöfnuð. Gera þarf sömu kröfur til sjóvinnslu og gerðar eru til landvinnslu.
 • Að unnið verði að því að koma í veg fyrir brottkast afla.
 • Að gerð verði heildarúttekt á kostum og göllum íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins og það borið saman við önnur stjórnkerfi fiskveiða, s.s. í Færeyjum, Noregi, Kanada og Evrópusambandinu.
 • Unnið verði áfram að vísindaveiðum á hrefnu og sem fyrst  hafnar veiðar á öðrum hvaltegundum undir vísindalegu eftirliti.
 • Unnið verði að því að einfalda og lágmarka kostnað útgerðar og fiskvinnslu vegna eftirlits opinberra aðila með starfsemi þeirra.
 • Útgerðum verði auðveldað að kanna nýjar veiðislóðir og nýta fiskistofna á djúpslóð, t.d. með ívilnun aflaheimilda á því svæði.

Samþyktir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks

Samþyktir Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks

Hér að neðan má lesa samþykktar ályktanir frá ríkisstjórnarflokkunum sem tengjast útræðisrétti strandjarða.

Í ályktunarkafla samþykktum á 27. flokksþingi framsóknarflokksins um atvinnumál stendur meðal annars:

„Byggðakvóti verði aukinn til að treysta búsetu í viðkvæmustu sjávarbyggðum. Unnið verði að því að koma í veg fyrir brottkast afla. Útræðisréttur strandjarða verði virtur á ný og staðfestur í fiskveiðilögum.

Í stjórnmálaályktun sem samþykkt var á 35. landsfundi Sjálfstæðisflokksins má lesa eftirfarandi:

„…. sem m.a. hefur tengst hlunnindanýtingu og varðveislu verklegra hefða. Í þessu sambandi er einnig áhugavert að hugað verði að lagaákvæðum um forn útræðishlunnindi.

Auglýsing í Lögbirtingarblaðið sem ekki var birt

Einkaeign á hafsvæðinu í netlögum

Auglýsing

um einkaeign á hafsvæðinu í netlögum og að sjávarjörðum fylgir
eignarhlutdeild í sjávarauðlindinni í heild

Með vísan til meginreglna íslensks réttar um réttaráhrif friðlýsinga og lögfestna, sbr. m.a. 16. og 17. kap. landleigubálks Jónsbókar, og með vísan til samkvæmrar dómiðkunar frá ómunatíð og neðangreindra tilvitnana í sett lög, þá kunngjörist hér með og tilkynnist:

 • Eigendur sjávarjarða eiga eignarréttarlega hlutdeild í sjávarauðlindinni og beinan eignarrétt að fiskveiði í netlögum sem er varinn af 72. gr. stjórnarskrárinnar.
 • Eigendur sjávarjarða eiga ítaksrétt til veiða í fiskhelgi utan netlaga og á hefðbundnum miðum, sem jafna má til afréttarréttinda og er því eignarréttarlegs eðlis og varinn af  72. gr. stjórnarskrárinnar.
 • Útræði/heimræði og útræðisréttur, er einnig varinn af  75. gr. stjórnarskrár, enda jafnframt atvinnuréttarlegs eðlis.
 • Sjórinn og sjávarbotninn í netlögum er víða mikilvæg uppeldisstöð og þar er oft mikil fiskgengd. Lífríkið og sjórinn innan og utan netlaga er ein hreyfanleg og óskipt heild. Þetta staðfestir séreignarhlutdeild sjávarjarða í sameign íslensku þjóðarinnar sem nefnd er í 1. gr. laga um stjórn fiskveiða.

Sjávarjarðir á Íslandi  eiga og hafa frá ómunatíð átt hlutdeild í sjávarauðlindinni.  Eignarhlutdeild þessi byggist í fyrsta lagi á netlögum, sem er ákveðið svæði í einkaeign í sjó út af landi  (samanber meðal annars 3. kapítula rekabálks Jónsbókar frá 1281, 3. gr. tilskipunar um veiði á Íslandi frá 20. júní 1849, 1. gr. laga nr. 39/1914 um beitutekju, 4. og 5. gr. vatnalaga nr. 15/1923, 14., 72., 77., og 96. gr. laga nr 76/1970 um lax og silungsveiði, 1. og 2. gr. laga nr. 73/1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, 1. gr. laga nr. 64/1994 um fuglaveiðar, 1. og 2. gr. laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og 1. gr. laga nr. 13/2001 um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis).  Í öðru lagi eiga sjávarjarðir fornan atvinnurétt, svokallað útræði/heimræði, sem metið hefur verið í fasteignamati og einnig hvalveiðiréttindi.

Fiskveiðilandhelgi Íslands, sem miðast út frá landi, víðast út frá landi sem er í einkaeign, nær einnig yfir netlög og er því þessi séreignarréttur hluti af landhelginni, sbr. 1. gr laga nr. 41/1979 um landhelgi Íslands.  Hafið og lífríkið í netlögum, ásamt öllum gögnum og gæðum, fylgir sjávarjörðum og er eign eigenda sjávarjarða.  Einn frjósamasti hluti hafsins er í netlögum og er lífríkið ásamt sjónum sjálfum á hreyfingu milli netlaga í einkaeign og ytra svæðis þar sem ríkið fer með umráð.  Auðlindin er því óskipt sameign.

Vísað er til þess, að með lögum um stjórn fiskveiða hefur eigendum sjávarjarða verið einhliða meinað að nýta þessa eign sína, án þess að fullt verð hafi komið fyrir, samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar og án þess að friðunarástæður eða önnur haldbær lagarök fyrir takmörkun eignarréttinda séu fyrir hendi.

Reykjavík, 3. október 2003.

Samtök eigenda sjávarjarða

Álitsgerð

Útræðisréttur jarða

5. febrúar 2002

Már Pétursson hrl. Strandgötu 25,
220 Hafnarfirði, s. 555 3630, 898 3630,
fax 565 0707, netf. mp@simnet.is.

Útræðisréttur jarða.

Álitsgerð og ráðgjöf til Samtaka eigenda sjávarjarða um það hvernig framfylgja beri ályktun Búnaðarþings frá 4. mars 1999 svohljóðandi : Búnaðarþing 1999 fer þess á leit við stjórn BÍ að hún leiti leiða til að fá útræðisrétt strandjarða virtan á ný og staðfestan í fiskveiðilögum.

Til mín hefur leitað stjórn Samtaka eigenda sjávarjarða og óskað eftir lögfræðilegu áliti mínu og athugasemdum ef einhverjar væru við forsendur Endurskoðunarnefndar um stjórn fiskveiða er fram koma 14. kafla í skýrslu þeirrar er nefndin skilaði í september 2001, en niðurstaða nefndarinnar varðandi útræðisrétt var þessi: „Meirihluti nefndarinnar telur á grundvelli þessa ekki ástæðu til að leggja til breytingu á lögum um stjórn fiskveiða hvað þetta varðar.“ Orðin „á grundvelli þessa“ vísa til álitsgerðar Skúla Magnússonar lektors við lagadeild Háskóla Íslands, sept. 2001, en lokakafli hennar er efnislega tekinn upp í 14. kafla í skýrslu Endurskoðunarnefndar, bls. 64 og áfram.Í fyrri þætti álits þessa mun ég í sem stystu máli gera grein fyrir niðurstöðum mínum og ráðgjöf, en í síðari þætti, á bls. 7 og áfram, færa fram nánari rökstuðning minn, þ.á m. skoða tilvitnaðan 14. kafla nefndarálitsins, málsgrein fyrir málsgrein.Skýrslu Endurskoðunarnefdarinnar ásamt álitsgerð lektorsins er að finna á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins: stjr.is

Fyrri þáttur.
A. Niðurstöður:

Varðandi þau lögfræðilegu álitaefni sem mestu máli skipta, og Endurskoðunarnefndin fjallar um í forsendum sínum fyrir því áliti sínu að eigi sé ástæða til að breyta lögum um um stjórn fiskveiða vegna réttinda eigenda sjávarjarða, er niðurstaða mín þessi:

1. Beinn eignarréttur eigenda sjávarjarða nær til fiskveiða í netlögum. Þau ná 115 metra frá stórstraumsfjörumáli.

2. Eignarréttur fyrnist ekki.

3. Þessi eignarréttur féll ekki niður við setningu laga um fiskveiðistjórn. Hannverður ekki af eigendum tekinn nema fram fari lögmætt eignarnám. Það hefur ekki farið fram. Sjá t.d. Hrd. 1946: 345.

4. Fyrir liðin ár eiga eigendur sjávarjarða bótakröfur. Ekki kröfur til eignarnámsbóta heldur kröfur til bóta fyrir það tjón sem þeir kunna að hafa orðið fyrir vegna þess að þeim hefur verið meinað að nýta útræðisrétt jarða sinna. Skaðabótakröfur fyrnast á 10 árum og eru því bótakröfur fyrir misstar veiðitekjur 1991 og eldri fyrndar. Fyrir árið 1992 og síðan eru þessar bótakröfur ófyrndar.

5. Í hugtakinu útræði eða útræðisréttur sjávarjarða felst í fyrsta lagi einkaréttur landeiganda til veiða í netlögum og í öðru lagi sérstakur réttur til að veiða í fiskhelgi og á hefðbundnum nálægum miðum utan netlaga. Útræði eða útræðisréttur hefur verið metinn til eignar í fasteignamati 1090 sjávarjarða á landinu, sjá Handbók um hlunnindajarðir á Íslandi, höf. Lárus Ág Gíslason, útg. 1982. Útræðisrétturinn, sem metinn hefur verið til verðs í fasteignamati og þar með verið m.a. skattatofn, er í senn eignarréttarlegs og atvinnuréttarlegs eðlis og því varinn bæði af 72. og 75. grein stjórnarskrár. Um fyrningu þessa veiðiréttar að því er varðar fiskhelgi utan netlaga og hefðbundin mið er það sama að segja og um fyrningu veiðiréttar í netlögum, eignarréttindi fyrnast ekki, svo og um fyrningu bótakrafna.

B. Ráðgjöf.

Skúli lektor telur, svo sem síðar verður rakið, að útræðisréttur bænda á sjávarjörðum, ef einhver var, hafi fallið niður við setningu laga um fiskveiðistjórnun. Hafi sjávarbændur átt einhverjar bótakröfur af þeim sökum telur lektorinn þær fyrndar. Á þessum niðurstöðum lektorsins byggir Endurskoðunarnefndin álit sitt.Ég er samkvæmt framangreindum niðurstöðum mínum fullkomlega ósammála þessum lögfræðilegu ályktunum lektorsins. Ég fæ ekki með nokkru móti annað séð en að þær verði að teljast bæði rangar og villandi, svo sem nánar verður rökstutt í síðari þætti á bls. 7 og áfram. Þar sem Endurskoðunarnefndin byggir, sem fyrr er greint, alfarið á áliti lektorsins, tel ég ljóst að nefndin hafi byggt á röngum forsendum vegna rangrar og villandi ráðgjafar.

Af þessum sökum, og með því að hinnar almennu reglu um andmælarétt var ekki gætt, forsvarsaðila eigenda sjávarjarða, stjórn samtaka þeirra eða Bændasamtökum Íslands, sem ályktað höfðu opinberlega um málið og þannig gert Endurskoðunarnefndinni um forsvar sitt vitanlegt, var ekki gefinn kostur á að andmæla hinum meira en umdeilanlegu niðurstöðum lektorsins, þá tel ég stjórn Samtaka sjávarjarða beinlínis skylt að koma nú athugasemdum sínum á framfæri, fyrst við sjávarútvegsráðuneyti áður en frumvarp verður lagt fram og síðan við sjávarútvegsnefnd Alþingis ef til kemur.

Ég tel þýðingarlaust og óheppilegt að óska eftir því að Endurskoðunarnefndin fái málið aftur. Það er alltaf hætt við því að aðili, sem komist hefur að rangri niðurstöðu vegna vantandi eða misvísandi upplýsinga og efnislega rangrar og mjög svo villandi ráðgjafar, verði tregur til þess að leggja hlutlægt mat á nýjar upplýsingar og ný gögn og breyta fyrri afstöðu. Ég tel að réttast væri að Samtök eigenda sjávarjarða óskuðu eftir því við sjávarútvegsráðuneytið að nýr starfshópur yrði skipaður, t.d. einn skv. tilnefningu sjávarútvegsráðherra, einn skv. tilnefningu landbúnaðarráðherra, einn skv. tilnefningu LÍÚ, einn skv. tilnefningu Samtaka eigenda sjávarjarða, einn skv. tilnefningu Byggðastofnunar eða iðnaðarráðherra, einn skv. tilnefningu Landssambands smábátaeigenda og einn samkvæmt tilnefningu Bændasamtaka Íslands.

Ég mæli ekki með dómstólaleið fyrr en fullreynt er að lagabreyting náist ekki fram. Þar eru kvótadómarnir víti til varnaðar. Dómstólaleiðina verður þó að fara ef allt um þrýtur. Það sem mælir með henni er m.a. að Hæstiréttur hefur undanfarið verið óbágari en á árum áður að taka af skarið um stjórnarskrárbundin réttindi, sem ætti að auka vinningslíkur eigenda útræðisréttar. Það sem mælir gegn dómstólaleið er m. a. að hún yrði bæði dýr og seinfarin. Þá þyrfti mörg rándýr möt, þar á meðal mat eða álitsgerð um þá málsástæðu að sjórinn og lífríki hans innan og utan netalaga sé ein hreyfanleg heild og sjávarauðlindin þegar af þeirri ástæðu sameign sem bændur á sjávarjörðum eigi hlutdeild í til samræmis við sinn séreignarhlut. Líklega þyrfti af réttarfarsástæðum að reka mörg prófmál samhliða og jafnvel hvert málið á fætur öðru. Ekki er tryggt að gjafsókn fengist, þótt líkur séu á því.

Eftirfarandi þarf líka aðvega og meta: Bótamál eru réttarfarslega séð lang greiðfarnasta leiðin og af þeim sökum afar freistandi. Bótamál vegna netlaga er borðleggjandi. Bótamál vegna tapaðs útræðis að öðru leyti er líka vænlegt til vinnings. En á það er að líta að það eru ekki fébætur sem eigendur sjávarjarða eru að sækjast eftir. Einhverjar fébætur fullnægja ekki þeim tilgangi sjávarbænda að styrkja byggðina og vinna gegn byggðaröskun með því að viðhalda þeim hlunnindum sem útræðið er og hefur alla tíð verið. Með því að taka við fébótum og fórna lögvörðum útræðisrétti væru sjávarbændur rýra gæði jarða sinna búskaparaðstöðu til frambúðar.Það er svo sem hægt að fara þá leið að höfða viðurkenningarmál skv. heimild í 26. gr. laga um meðferð einkamála í héraði eða skipta sakarefninu skv. 31. gr sömu laga. En hver yrði staðan þegar sjávarbændur hefðu fengið dóm fyrir því að þeir eigi útræðisrétt svo sem að fornu hefur verið? Ég sé ekki annað en þá kæmi til kasta Alþingis að setja nánari reglur um útfærslu þess réttar að teknu tilliti til friðunarsjónarmiða.Mér hefur heyrst að flestir alþingismenn séu svipaðrar skoðunar og ég og fleiri um það, að í réttarríki sé vart hægt að hugsa sér óviðfeldnara tilefni löggjafar en það að Hæstiréttur hafi gripið fram fyrir hendur löggjafans. Og hverskonar baráttu mundi það kosta eigendur sjávarjarða að koma í veg fyrir að Alþingi ónýtti að meira eða minna leyti væntanlegan viðurkenningardóm með einhverskonar nú ófyrirséðri löggjafarfléttu? Í siðaðra manna samfélagi eiga menn ekki að þurfa að standa í málaferlum við ríkisvaldið til þess að fá lögmæta og sanngjarna úrlausn mála sinna. Þess vegna verður öðru vart trúað en sjávarútvegsráðherra við samningu frumvarps, og sjávarútvegsnefnd Alþingis við meðferð þess, muni leitast við að aflétta hinni ólögmætu réttarröskun og virða sjónarmið sanngirni með því að koma nægilega til móts við bændur á sjávarjörðum.Ég tel það hvorki verkefni mitt né heldur tímabært að festa á blað tillögur um það hvernig útræði sjávarbænda yrði hagað. Að svo miklu leyti sem lögin um stjórnun fiskveiða eru almenn friðunarlög verða sjávarbændur að sætta sig við takmarkanir og skerðingar, líkt og bændur þekkja mæta vel frá löggjöfinni um lax- og silungsveiði.Það er mín persónulega skoðun nú, en ég tek fram að ég áskil mér rétt til að falla frá þeirri skoðun ef bent verður á betri leiðir, að við úthlutun kvóta, eftir atvikum sóknardaga, til sjávarjarða (ekki sjávarbænda sbr. úthlutun á skip en ekki útgerðarmann) mætti m.a.:

1) framreikna matsliðinn útræði í fasteignamati jarðar til núverandi verðlags og deila í þá fjárhæð raunvirði (ekki gangverði sem er jaðarverð) þorskígildiskílós, þá kæmi út fjöldi þorskígilda, sem líta mætti til við úthlutun,

2) líta til árlegrar meðalhlutdeildar eigenda útræðisréttar sjávarjarða í heildarafla landsmanna á því tímabili sem teldist samanburðarhæft. Nútímalegar aflaskýrslur ná nokkuð langt aftur, a. m. k. til tveggja eða þriggja síðustu áratuga 19. aldar og síðan. Haldgóðar hagsögulegar upplýsingar sem sagnfræðingar hafa unnið mikið úr ná miklu lengra aftur, tilgátukenndar frá fyrstu öldum byggðar í landinu en því traustari sem nær okkur dregur í tíma. Það eru t.d til ágætar skýrslur um fiskútflutning á einokunartímanum, en áætla yrði hver hafi verið hlutdeild eigenda útræðisréttar, sem metinn var til verðs í fasteignamati viðkomandi jarða og greidd af tíund, í heildarafla landsmanna. Lok hins samanburðarhæfa tímabils sýnast vera þegar löggjafinn tók að skerða útræðisréttinn með löggjöf, sem beitt var þannig að fór í bága við stjórnarskrá. Í síðasra lagi 1990 en þó fremur 1984, jafnvel 1934 þegar grásleppulögin voru sett.Vel mætti hugsa sér að lögbinda að kvóta sjávarjarða megi ekki skilja frá viðkomandi jörð, hann væri ekki framseljanlegur til eignar. Það væri í samræmi við þá reglu, sem er að finna í lögum um lax- og silungsveiði, að veiðréttur í ám og vötnum verður ekki skilinn frá jörð. Með því væri það gert að áhersluatriði við setningu hins nýja lagaákvæðis um viðurkenningu á útræðisréttinum að það sé ekki tilgangur laganna að eigendur sjávarjarða fari með kvóta sinn í brask. Þvert á móti sé nú fylgt raunhæfri og auðframkvæmanlegri byggðastefnu við setningu fiskveiðilöggjafar. Það munaði um að koma í gagnið aftur nýtingu mikilvægra hlunninda á allt að 1090 sjávarjörðum. Mörg rök hníga að því að útæðisjarðakvótinn yrði mun auðveldari í framkvæmd og líklegri til langlífis en sá vísir að byggðakvóta sem nú er verið að prófa sig áfram með.Eftirliti yrði að koma á. Ég fæ ekki séð hvað er því til fyrirstöðu að það geti verið með svipuðum hætti og með krókabátum og öðrum smábátum. Þá hafa eftirlitsmennirnir við laxveiðiárnar, sem eru sérstaklega skipaðir og hafa lögregluvald, um áratuga skeið fylgst með því hvort ólögleg laxanet séu lögð í sjó. Vel mætti hugsa sér að auka strandeftirlit þeirra.Þannig mætti áfram telja upp útfærsluatriði, þau þarfnast sérstakrar umræðu, þ.á m. við aðra hagsmunaaðila og viðræðna við ráðuneyti og sjávarútvegsnefnd Alþingis. Þær viðræður ættu ekki að þurfa að verða flóknar eða tímafrekar, því málið er í eðli sínu einfalt og jafnvel hægt að prófa sig áfram tímabundið með mismunandi aðferðir, sem væru þá ekki festar í lög heldur útfærðar í reglugerð, jafnvel tímabundinni reglugerð til að byrja með.Meðan núverandi ástand ríkir væri eðlilegt að sjávarbændur reyndu að verja a. m. k. netlög sín fyrir heimildarlausum ágangi. Eðlilegt væri að þeir stugguðu við þeim sem hyggjast veiða í netlögum án leyfis landeiganda. Ennfremur að bændur tryggðu sér sönnun fyrir óheimilum veiðum, kölluðu til lögreglu eða kölluðu til votta og tækju ljósmyndir og kærðu veiðiþjófa þ.á m. grásleppuveiðimenn fyrir nytjastuld. Þó ber að hafa í huga að sakadómsmál eru alltaf vond leið þar sem reynir á takmörk eignaréttinda, í sakamálum er allur vafi skýrður sökuðum manni í hag.

Að lokum: Ég fæ ekki með nokkru móti séð að bótamáli sé hægt að tapa. Ég fæ heldur ekki séð að viðurkenningarmáli sé hægt að tapa. Meðal helstu málsástæðna sem dómurinn yrði að taka afstöðu til er að:

1. Sjávarbændur eiga beinan eignarrétt að veiði kvótabundinna nytjastofna í netlögum varinn af 72. gr. stjórnarskrár.

2. Sjávarbændur eiga ítaksrétt til veiða í fiskhelgi utan netlaga og á hefðbundnum miðum, sem jafna má til afréttarréttinda og er því eignarréttarlegs eðlis og varinn af 72. gr. stjórnarskrár.

3. Útræði eða útræðisréttur, sem metinn hefur til verðs í fasteignamati, er einnig atvinnuréttarlegs eðlis og því varinn af 75. stjórnarskrár.

4. Sjórinn og sjávarbotninn í netlögum er víða mikilvæg uppeldisstöð og þar eroft mikil fiskgengd. Lífríkið og sjórinn innan og utan netlaga er ein hreyfanleg heild. Þetta er sérstök röksemd fyrir hlutdeild sjávarbænda í sameigninni sem nefnd er í 1. gr. laga um stjórn fiskveiða.

Síðari þáttur. Um álitsgerð Skúla Magnússonar lektors.

Álitsgerðina er sem fyrr er sagt að finna á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins sem fylgiskjal með skýrslu Endurskoðunarnefndar.Í meginmáli álitsgerðar sinnar tekur Skúli Magnússon lektor saman margt af því sem fræðimenn, einkum þeir Ólafur Lárusson, Einar Arnórsson, Gaukur Jörundsson, Tryggvi Gunnarsson og Þorgeir Örlygsson hafa ritað um efnið. Skilmerkilega er vísað til heimilda og geri ég þær tilvísanir að mínum til þess að spara pappírinn. Ég hef ekki rekist á að orðréttar tilvitnir lektorsins séu beinlínis rangar, utan tilvitnun í 2. kapítula rekabálks Jónsbókar í kafla 2.3 í álitsgerðinni, þar hefur fallið niður orðið „flár“ sem gerir tilvitnunina að sjálfsögðu óskiljanlega.Svo sem fyrr er greint tekur Endurskoðunarnefndin meginefni álitsgerðar lektorsins upp í skýrslu sína: 14. kafli í skýrslu Endurskoðumarnefndar, bls. 64 og áfram. Til einföldunar mun ég því í eftirfarandi umfjöllun minni eingöngu vísa til þess sem haft er eftir lektornum í umræddum 14. kafla, enda segir í lok kaflans: „Meirihluti nefndarinnar telur á grundvelli þessa [innsk.: þess er rakið er úr áliti lektorsins] ekki ástæðu til að leggja til breytingu á lögunum um stjórn fiskveiða hvað þetta varðar.“

Í fyrri hluta 2. mgr. 14. kafla á bls. 65 í skýrslu Endurskoðunarnefndar segir (skáletranir og undirstrikanir nú og síðar mínar):

„Í greinargerðinni kemst Skúli að því að landeigendur njóta almennt einkaréttar til fiskveiða innan netlaga jarða sinna. Einkaréttur landeiganda til veiða innan netlaga jarðar sinnar nýtur verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrár samkvæmt greinargerðinni og landeigandi verðu ekki sviptur þessum rétti til veiða nema gegn bótum. Segir að áskilnaður laga nr. 38/1990 um veiðiheimildir hafi í för með sér bann við veiðum úr tegundum bundnum heildaraflatakmörkunum án slíkra heimilda og er talið að þessum áskilnaði verði jafnað til eignarnáms samkvæmt 72. gr. stjórnarskrár.

Það er hafið yfir allan vafa og óumdeilt að landeigendur „njóta almennt einkaréttar til fiskveiða innan netlaga jarða sinna.“ Raunar eiga þeir beinan eignarrétt að öllum aðildum eignarréttar í netalögum ( sbr. m.a. Ólaf Lárusson og Gauk Jörundsson ). Þar sem það er fyrst og fremst veiðiréttur á kvótabundnum tegundum sem er hér til umfjöllunar, þá er ástæðulaust að fjalla hér um aðrar eignarréttaraðildir í netlögum, svo sem rétt til fuglaveiða eða botnsréttindi.

Það er einnig rétt hjá lektornum að „einkaréttur landeiganda til veiða innan netlaga jarðar sinnar nýtur verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrár samkvæmt greinargerðinni og landeigandi verður ekki sviptur þessum rétti til veiða nema gegn bótum.

„Loks er það rétt að “ Einkaréttur landeiganda til veiða innan netlaga jarðar sinnar nýtur verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjórnarskrár“ og að „landeigandi verður ekki sviptur þessum rétti til veiða nema gegn bótum.

„En hér verður að staldra við: Lokaorðin í hinni tilvitnuðu málsgrein eru kjarninn í álitsgerð hans. Álitsgerð hans stendur og fellur með því hvort það er rétt að áskilnað umræddra laga verði jafnað til eignarnáms. Orð lektorsins verður túlka svo að eignarnám hafi farið fram með setningu umræddra lagaákvæða um fiskveiðistjórn. Þannig túlkuð væri ályktun lektorsins röng. Það hefur ekkert eignarnám farið fram. Eigendum sjávrjarða hefur aðeins verið meinuð tiltekin nýting fasteigna sinna. Eignarréttur landeiganda að veiðirétti í netlögum er óhaggaður. Lögin um stjórnun fiskveiða og önnur slík lög er tálmað hafa veiðum landeiganda í netlögum sínum eru ekki eignarnám. Eignarréttur landeiganda stendur óhaggaður þótt honum séu með slíkri löggjöf meinuð tiltekin afnot af eign sinni. Marga dóma má nefna þessu til staðfestu, en í dæmaskyni skal nefndur Hrd. 1956 bls. 345, Dalvíkurdómurinn. Hann er í samræmi við eldri dóma t.d. Lyfrd. IV bls. 104 frá 1891 og Lyfrd. IX bls. 551. Í Dalvíkurdómnum stóð svo á að í sérstökum lögum um hafnargerð á Dalvík nr. 66/1931 var kveðið svo á að hafnarsjóður ætti allt land sem flyti yfir með stórstraumsflóði. Hæstiréttur sagði í dómi sínum að lög nr. 66/1931 gætu ekki án bóta svipt A eignarréttti sínum til fjörunnar framan við land hans og innan hafnarsvæðisins og A væri því enn eigandi þess lands sem hefði verið fjara árið 1939. Þessi dómur sýnir mjög skýrt þá grunnreglu að það er ekki hægt bara si svona að svipta mann eign sinni með almennum lögum, eins og lektorinn heldur fram og er raunar megin niðurstaðan og það sem öllu máli skiptir í álitsgerð hans. Af því að Endurskoðunarnefndin byggir alfarið á bersýnilega rangri ráðgjöf lektorsins þá getur hver maður séð hvort það er líkegt að sjávarbændur muni una niðurstöðu nefndarinnar.

Í síðari hluta 2. mgr. og 3. mgr. 14. kafla skýrslunnar segir:
„Í greinargerðinni segir að bótaskylda í einstökum tilvikum sé hins vegar háð því að sýnt sé fram á að framgreindar skerðingar hafi haft fjárhagslegt tjón í för með sér fyrir landeiganda, en við mat á því verði að líta til fleiri atriða.

Í fyrsta lagi verði að sýna fram á að tilteknar veiðar hafi farið fram eða gætu farið fram í netlögum jarðar með þeim aðferðum sem lög heimila. Sýna verður fram á að slíkar veiðar hafi verið svo miklar eða gætu verið svo miklar að unnt væri að stunda þær í atvinnuskyni, enda eru veiðar í tómstundum til eigin neyslu með handfærum áfram heimilar samkvæmt gildandi lögum. Í annan stað yrði að færa rök að því að veiðar séu nú útilokaðar vegna áskilnaðar laga nr. 38/1990 um veiðiheimildir, sérreglna laganna um krókabáta eða annarra sérreglna, svo sem reglna um hrognkelsaveiðar.“

Hér er það fyrst að athuga, að í upphafi ofangreindrar tilvitnunar ruglar lekorinn saman hugtökum. Hann notar orðið bótaskylda þar sem við ætti að nota orðið bótakrafa, bótaskylda getur verið fyrir hendi án þess að bótakrefjanda takist að sanna tjón. Dómstóll getur viðurkennt bótaskyldu án þess að neitt sé fjallað um fjárkröfur, sjá 31. gr eml. Einnig er hægt að fá bótaskyldu viðurkennda með dómi í viðurkenningarmáli skv 2. mgr. 25. gr. eml. án þess að neitt sé fjallað um fjárkröfur. Tjón þarf á hinn bóginn að sanna til þess að dómstóll fallist á að sækjandi eigi bótakröfu.Varðandi spurninguna hvort landeigandi eigi bótakröfu vegna þess að lög um fiskveiðistjórnun hafa komið í veg fyrir að hann gæti nýtt veiðirétt sinn má hafa í huga:

Ef taka á fasteigaréttindi af eiganda þeirra með valdi verður að fara fram löglegt eignarnám. Almenn eða sérstök lagaheimild til eignarnáms verður að vera fyrir hendi, það verður verður að fara fram eignarnámsákvörðun og síðan mat matsnefndar eignarnámsbóta. Krafa landeiganda til eignarnámsbóta gjaldfellur ekki fyrr en matsnefnd hefur kveðið upp úrskurð sinn.

Ef ekki hefur farið fram eignarnám þá getur landeigandi eignast bótakröfu sem verður til og gjaldfellur frá ári til árs, þ.e. landeigandinn getur aðeins krafið um bætur fyrir áfallið sannað tjón sitt. Til sönnunar þessu tjóni fyrir liðin ár má færa fram ýmis gögn, einfaldast er að fá dómkvadda matsmenn. Sú bótakrafa fyrnist á 10 árum frá lokum þess árs sem hún varð til og gjaldféll.

Í 4. og 5. mgr. í 14. kafla í skýrslu Endurskoðunarnefndarinnar segir:

„Þegar veiðar voru stundaðar í netlögum jarðar í atvinnuskyni með reglubundnum hætti við gildistöku reglna um veiðiheimildir eru líkur á að þegar hafi verið tekið nægt tillit til fjárhagslegra hagsmuna landeiganda við úthlutun veiðiheimilda í samræmi við veiðireynslu hans. Sambærileg sjónarmið eiga við um veiðar krókabáta og veiðar á hrognkelsi. Samkvæmt þessu segir í greinargerðinni að landeigandi ætti yfirleitt að hafa fengið úthlutað veiðiheimildum í samræmi við þá hagsmuni sem hann hafði af tilteknum veiðum þannig að hann hafi áfram getað nýtt sér veiðirétt sinn innan netlaga jarðar sinnar.Í greinargerðinni segir að þótt veiðar í atvinnuskyni hafi ekki verið stundaðar í netlögum jarðar sé ekki hægt að útiloka að allt að einu sé hægt að sýna fram á að slíkar veiðar séu mögulegar og raunhæfar. Við slíkar aðstæður þyrfti að sýna fram á að skerðing á veiðiréttinum hefði haft fjárhagslegt tjón í för með sér þannig að verðmæti fasteignarinnar í heild teldist skert, enda er hér um að ræða réttindi sem nátengd eru eignarráðum yfir fasteigninni sjálfri. Í engu tilfelli gætu bætur náð hærri fjárhæð en sem nemur tilkostnaði við öflun nauðsynlegra veiðiheimilda.“

Hér verður fyrst að gera þá athugasemd að hugleiðingar í upphafi 4. mgr. um að líkur séu á að „þegar hafi verið tekið nægt tillit til fjárhgslegra hagsmuna landeiganda“ eru út í hött. Spyrja má. Hversu margir af þeim 1090 sjávarbændum á sem áttu jarðir þar sem útræði var metið til verðs í fasteignamati fengu úthlutað veiðiheimildum í kvótabundnum tegundum? Það hefði ráðjafi Endurskoðunarnefndarinnar þurft að athuga áður en hann setti fram fullyrðingar sínar um miklar líkur. Það mun sanni næst að við úthlutun veiðiheimilda var eignarréttur sjávarbænda algerlega fótum troðinn, það var farið að eins og þáverandi 67. gr. nú 72. gr. stjórnarskrár væru ekki til.

Í 6. og 7. mgr. 14. kafla segir:
„Að síðustu kemur fram í greinargerðinni um þetta atriði að hafa beri í huga hvenær stofnast hefur til bótaréttar og krafa landeiganda orðið gjaldkræf, en í því efni beri að miða við það tímamark þegar umræddar skerðingar gengu í gildi. Að virtum þeim tíma sem liðinn er frá því umræddur reglur gengu í gildi verður samkvæmt greinargerðinni að teljast ólíklegt að fyrir hendi séu ófyrndar kröfur vegna bótaskyldra skerðinga á fiskveiðiréttindum landeiganda innan netlaga jarða þeirra.Á grundvelli framangreinds kemst Skúli að því að fræðilega sé ekki hægt að útiloka bótarétt landeiganda vegna skerðinga laga á fiskveiðirétti í sjó innan netlaga. Af þeim ástæðum sem að framan greinir verði hins vegar að teljast ólíklegt að unnt sé að sýna fram á bótaskyldu í einstökum tilvikum svo og að slíkur bótaréttur sé ekki fallinn niður fyrir fyrningu.“

Hér skýtur lektorinn framhjá markinu. Hann gengur út frá því að eignarréttur landeigenda hafi fallið niður “ þegar umræddar skerðingar gengu í gildi.“ Áður hef ég rökstutt að svo er ekki. Það hefur ekkert eignarnám farið fram og engar eignarnámsbætur orðið gjaldkræfar. Ef eitthvað hefur fyrnst er það bótakrafa landeigenda frá ári til árs.Ef eigendur útræðisréttar sjávarjarða hafa í einhverjm tilvikum fengið úthlutað kvóta, yrði óhjákvæmilega tekið tillit til þess við úthlutun á grundvelli nýs lagaákvæðis þar sem útræðisrétturinn væri viðurkenndur.

Í 8. mgr. 14. kafla á bls. 66 segir:

„Um það atriði hvort eigendur sjávarjarða geti í einhverjum tilvikum átt rétt til fiskveiða utan netlaga sem teljist eign þeirra samkvæmt 72. gr. stjórnarskrá segir í greinargerðinni að með hliðsjón af því hvernig staðið hafi verið að úthlutun veiðiheimilda og öðrum takmörkunum á fiskveiðirétti í sjó verði að teljast líklegt að tekið hafi verið nægt tillit til hagsmuna útgerðarmanna sem stunduðu veiðar þegar þessar takmarkanir voru teknar upp. Gilda sömu sjónarmið um atvinnuhagsmuni eigenda sjávarjarða að þessu leyti og annarra þeirra sem stundað hafa útgerð. Ekki sé þó útilokað að reglur um úthlutun veiðiheimilda eða aðrar sérreglur um veiðar (svo sem reglur um veiðar krókabáta eða hrognkelsi) hafi af einhverjum ástæðum komið óvenjulega þungt niður á tilteknum aðila svo að hann teljist eiga bótarétt. Skilyrði fyrir slíkri kröfu væri þó enn sem fyrr að hún væri ófyrnd, en sökum þess hvað umræddar takmarkanir hafa verið lengi í gildi er ólíklegt að svo hátti til í dag.“

Enn verður að spyrja: Hversu margir eigendur útræðisréttar sjávarjarða fengu úthlutað kvóta og vísa ég til athugasemda minna hér að framan.Um fiskhelgi utan netlaga, rekamörk og venjuhelgaðan veiðirétt jarða á heimamiðum utan netlaga, í og utan fiskhelgi, mun ég fjalla á sérstöku minnisblaði sem ég mun skila síðar. Lagaákvæðin um fiskhelgi og rekamörk eru í rekabálki Jónsbókar einkum í kap. 6, 7 og 8. Arngrímur Jónsson lögsagnari á Þingeyrum skrifar 1782 ritgerð um fiskhelgina í Félagsritin gömlu XII árgang og Sveinn Sölvason lögmaður fjallar um hana í Tyro Juris. Einar Arnórsson í Úlfljóti 1948 og Þorgeir Örlygsson og Tryggvi Gunnarsson í afmælisriti Gauks Jörundssonar 1994. Ég á enn eftir að skoða Alþingisbækurnar betur svo og nokkur rit norskra, danskra og enskra fræðimanna, sem fjallað hafa um gamla germanska standréttinn og þróun hans í viðkomandi löndum.

Í 9. mgr. 14. kafla á bls. 66 segir:
„Í greinargerðinni segir að svonefndur útræðisréttur sjávarjarða vísi til nota af þeirri aðstöðu í landi sem nauðsynleg var útgerð fyrr á tímum, svo sem lendingu eða höfn. Þessi útræðisréttur landeiganda hafi ekki haggað meginreglu íslensks réttar um almannarétt til veiða utan netlaga. Þær reglur sem settar hafi verið á síðustu áratugum um fiskveiðistjórn hafi því með engum hætti skert útræðisrétt sjávarjarða þótt gera megi ráð fyrir að þessi réttur hafi ekki þá fjárhagslegu þýðingu sem hann hafði fyrr á tímum sökum breyttra atvinnuhátta og uppbyggingar hafna í þéttbýli. Samkvæmt þessu segir að ekki verði séð að útræðisréttur sjávarjarða gefi tilefni til álitamála um bótaskyldu íslenska ríkisins samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrár.“

Í upphafi þessar tilvitnunar fer meira en lítið milli mála, því aðalatriðisins varðandi útræðisréttinn er ógetið, fiskimiðanna. Hvernig stendur á því að útræði er metið til hlunninda á jörðum þar sem aðstaðan í landi er ekki önnur en sandströnd fyrir opnu úthafi, sem dæmi má nefna að samkvæmt áður tilvitnaðri skýrslu um hlunnindajarðir frá 1982 er útræði metið til hlunninda í fasteignamati á 19 jörðum í Vestur-Skaftafellssýslu. Hvernig stendur t.d. á því að útræði er ekki metið eða lágt metið sem hlunnindi og til verðs á ýmsum sjávarjörðum þar sem þó var og er ágæt lending og öll aðstaða í landi til útgerðar ágæt en fiskimið léleg ? Þá skal dregið í efa að mannvirki í landi, sem helst voru þá einhver fiskbirgi og í einstaka tilvikum sjóbúðir, hafi verið metin undir matsliðunum útræði, það er nær lagi að fiskbirgi, fiskhjallar og annað þessháttar hafi verið talin til útihúsa jarðar og metin undir þeim matslið. Öruggt er að svo hefur verið í seinni tíð. Lendingabætur voru sjaldgæfar og ef einhverjar voru þá voru þær svo óverulegar að vafasamt er að beint tillit hafi verið tekið til þeirra sem mannvirkja, allra síst undir matsliðnum útræði.

Við skulum líta t.d. suður á Vatnsleysustörnd. Þar var og er fjöldi bæja á ströndinni og á sumum jörðum var margbýlt. Hvað landkosti snertir er Vatnsleysustöndin einhver rýrasta byggð á landi hér. Túnbleðlarnir eru ræktaðir upp á hrauni sem runnið hafði í sjó fram með fiskbeinum og þangi. Stóra-Vatnsleysa, Auðnir, Hvassahraun, Stóru-Vogar og fleiri jarðir voru metnar frá 20 og uppí 80 hundruð, eða svipað og meðal jarðir og uppí stórbýli í góðsveitum. Hvað halda menn að útræðið hafi vegið því mati? Örugglega langt yfir helmingi, án sjávargagns hefði sveitin verið lítt byggileg. Víða annars staðar, einkum á Vestfjörðum og Austfjörðum var þessu líkt farið, útræðið, þ.e. hin fengsælu fiskimið, voru beinlínis undirstaða mannlífs og byggðar. Það er því öldungis fráleit fullyrðing að „svonefndur útræðisréttur sjávarjarða“ vísi [ fyrst og fremst] „til nota af þeirri aðstöðu sem nauðsynleg var fyrir útgerð fyrr á tímun, svo sem lendingu eða höfn.“ Þvert á móti má jafna útræðisréttinum til heimalands jarðar að því er netalög varðar, en til afréttarréttinda utan netalaga, sem að sjálfsögðu skipti allt máli um búskaparaðstöðu og þar með matsverð og gangverð viðkomandi jarða og hafði þar með eignaréttarlega þýðingu eða stöðu.

Að lokum skal ítrekað að útræðisrétturinn er bæði eignarréttarlegur og atvinnuréttindi sem metin hafa verið til fjár og er því varinn bæði af 72. og 75. grein stjórnarskrár. Í lögum um stjórnun fiskveiða var miðað við 3ja ára fyrningartíma á atvinnuréttindum, en þá var miðað við atvinnuréttindi byggð á almannanýtingu. Um eignarréttarleg atvinnuréttindi, eins og útræðisrétt sem metinn til verðs í fasteignamati og þar með t.d. gjaldskyldur skattstofn, gegnir auðvitað allt öðru máli. Eignarréttindi fyrnast ekki. Eignarréttindi geta fallið niður við hefðarhald annars manns. Hvað ósýnlegt ítak svo sem fiskveiðirétt varðar er hefðartími 40 ár, en til þess að annar maður vinni hefðarrétt þá þarf hann að hafa haft viðkomandi réttindi í útilokandi umráðum í hefðartíma fullan. Óþarft er að ræða frekar um hefðina því augljóst er að hún kemur þessu máli ekki við nema til skýringar á því hversu fráleitt er að 10 ára fyning eigi við um eignarrréttindi sem aldrei hafa yfirfærst eða fallið niður.

Hafnarfirði 5. febrúar 2002
Már Pétursson.