Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðlendur

Nú liggur fyrir frumvarp til laga frá forsætisráðherra um breytingu á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998 (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.). Inn í þessu sakleysislega „o.fl.“ er tillaga um óbætta eignaupptöku á eignum sjávarjarða sem hulin eru sjó. Í skýringunum sem fylgja drögunum er talað um að netlög séu 115 metrar frá stórstraumsfjöruborði en á að vera 6,88 metra dýptarviðmið á stórstraumsfjöru samkvæmt gildandi lögum. Kvartað er undan því í skýringunum að það sé svo mikið til af eyjum, skerjum og slíku (nefna töluna 10.000) og flest af því sé nafnlaust þannig að það taki því ekki að eltast við þessa vitleysu og best sé því að draga strik til dæmis yfir Breiðafjörð og gera það að þjóðlendu sem lendir meginlands meginn striksins, nema auðvitað ekki það sem er í einka eign miðað við 115 metrana. Þegar þetta er fengið má svo deila út hlunnindunum sem hingað til hafa tilheyrt Breiðafjarðareyjum, til þeirra sem eru verðugri, samanber útdeilingu Alþingismanna á fiskveiðiauðlindinni.

Nálgast má þessi frumvarpsdrög hér: https://www.althingi.is/altext/150/s/0360.html

Frestur til að skila undirrituðum athugasemdum er til 2. desember.

Eru þeir sem hagsmuna hafa að gæta hvattir til að senda inn athugasemdir. Það er mikilvægt vegna þess að þingmenn telja fjölda athugasemda til að áætla mögulegt atkvæðatap ef þeir samþykkja ólögin óbreytt.

Umsögn Samtaka eigenda sjávarjarða um stjórnarfrumvarp til laga um veiðigjöld

Nefndasvið Alþingis,

sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd,

Alþingi, 101 Reykjavík.

nefndasvid@althingi.is

 

 1. löggjafarþing 2018–2019.
  Þingskjal 144  —  144. mál.
  Stjórnarfrumvarp til laga um veiðigjald.

 

Hornafirði, 19. október 2018

 

Efni: Umsögn Samtaka eigenda sjávarjarða um stjórnarfrumvarp til laga um veiðigjöld.

 Samtök eigenda sjávarjarða hefur fjallað um stjórnarfrumvarp til laga um veiðigjöld, sem lagt hefur verið fyrir 149. löggjafaþing Íslendinga 2018 – 2019.

Við leyfum okkur að vísa í grundvallarreglur laga sem virtar eru á Vesturlöndum: Prior tempore potior jure (lengri gerð: Qui prior est tempore, potior est jure – sá sem fyrr er í tíma gengur framar lögum).  Réttur manna ræðst af tímaröð; sá sem er fyrri til öðlast meiri rétt. Eignarréttur sjávarjarða til sjávarauðlindarinnar og útræðisréttur í því sambandi er fyrr í tíma en réttur íslenska ríkisins og gengur framar lögum. Einnig eru Jónsbókarlögin frá 1281 þar sem kveðið er á um netlög, framar í tíma en netlagaskilgreiningin í Veiðitilskipuninni frá 1849 og síðari skilgreiningar og því rétthærri.

Í 8. gr. frumvarpsins, sérákvæði, er talað um auðlindagjald af sjávargróðri. Sjávargróður vex að mestu leiti innan netlaga sjávarjarða en þau ná út á 6,88 metra dýpi á stórstraumsfjöru (Jónsbók 1281).

 1. gr. þarf að skýra betur með eignarétt í netlögum í huga. Ekki þurfa landeigendur að greiða auðlindagjald af grasi á túnum sínum og því ætti sama að gilda um sjávargróður í netlögum sem eru hluti landareingar sjávarjarða og oftast í einkaeign.

Einnig verður að skilgreina „veiðarnar“ á sjávargróðrinum betur þar sem ríkisvaldið hefur enga heimild til að leyfa þær „veiðar“ innan netlaga sjávarjarða, ekki frekar en að leyfa veiðar á nytjastofnum þar, nema á þeim jörðum sem ríkið á sjálft.

„8. gr. Sérákvæði. Veiðigjald fyrir hvern hval er sem hér segir: i) langreyður 50.000 kr., ii) hrefna 8.000 kr. Veiðigjald á sjávargróður er sem hér segir: 500 kr. á hvert landað tonn klóþangs, hrossaþara og stórþara (blautvigt). Þessar fjárhæðir taka breytingum samkvæmt vísitölu neysluverðs frá septembermánuði 2015 fram að ákvörðunardegi skv. 4. gr.“

Við vísum í álit og viðurkenningu Mannréttindadómstóls Evrópu hvað viðvíkur eignarréttindum sjávarjarða og eru upplýsingar um það í meðfylgjandi skjölum.

Eigendur sjávarjarða eru borgarar íslenska lýðveldisins og eiga sín mannréttindi þar.  Eigendur sjávarjarða eru ekki jafnir fyrir lögunum.  Þeir geta ekki sætt sig við að eignarréttur þeirra sé algjörlega hundsaður og að ekki sé minnst á hann í stjórnarfrumvarpi til laga af þeim aðilum sem unnið hafa drengskaparheit að stjórnarskrá Íslands.

Þess er hér með krafist, að eignarréttur sjávarjarða til sjávarauðlindarinnar verði virtur í þessum lögum um veiðigjöld og þeir fái sína löglegu hlutdeild metna í veiðigjöldunum.

 

Virðingarfyllst,

f.h. Samtaka eigenda sjávarjarða

Ómar Antonsson, formaður

 

Meðfylgjandi:

Ses atvinnuveganefnd glærur 31okt2011

Ses auglýsing samtakanna 27mar2014

Ses Firðir og flóar eru vagga ….. Mbl. 14des2017

Ses Firðir og flóar – búsvæði ….. Mbl. 3jan2018

Ses Grunnsævið gulls ígildi  Mbl. 13apr2008

 

Afrit:  Hr. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

kristjanj@althingi.is

 

Fundur með atvinnuveganefnd um auðlindafrumvarp – áherslupunktar

02.11.2018

Frumvarpsdrög. Veiðigjald, 144. Mál. Fyrir hönd Samtaka eigenda sjávarjarða mæta, Bjarni M. Jónsson og Björn Erlendsson, stjórnarmenn.

Fundur með Lilju Rafney og atvinnuveganefnd, Austurstræti 8-10 kl. 14:40.

Áherslupunktar:

Netlög jarða sem eiga land að sjó.

Netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. Eins og á við um annað land jarða þá eru netlög skilgreind sem eign og varin af stjórnarskrár og lögum.

(72.gr. Eignarrétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Þarf til þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir.)

Sjávarjarðir eiga líka hlunnindi á jörðum sínum, þar með talinn er útræðisréttur sem einnig er varinn af stjórnarskrá Íslendinga sem eignar- og atvinnuréttur.

Lagastoð:

Jónsbókarlög  „Kap. 2. Um viðreka ok veiði fyrir útan netlög“. Þar eru netlög miðuð við dýpi sjávar eða 6,88 metrar á stórstraumsfjöru. Netlagaskilgreining Jónsbókar á við meðal annars fiskaveiðar, hvali og sjávargróður.

Í Tilskipun um veiði á Íslandi, 20. júní 1849, segir:

3 gr. „Á landi skulu veiði ráða rétt landamerki jarðar hverrar. Ef jörð liggur að sjó, á eigandi veiði á haf út, 60 faðma (eða 115 metra) frá stórstraumsfjörumáli, og eru það netlög hans.” 

21 gr. „Með þessari tilskipun er allt það af tekið, sem lög hafa verið hingað til um fuglveiði og dýraveiði og selveiði, en allar greinar laganna um fiskveiði, sem ekki er breytt í þessari tilskipun, og um hvalveiði skulu fyrst um sinn standa óraskaðar.“

(21. greinin var tekin burtu í „lagahreinsun Alþingis“ fyrir nokkrum árum, en við eftirgrenslan virðist enginn vita hver bað um að það yrði gert, sem er mjög óeðlilegt)

Við vísum einnig í álit og viðurkenningu Mannréttindadómstóls Evrópu hvað viðvíkur eignarréttindum sjávarjarða.

Frumvarpið:

Í 8. gr. frumvarpsins, sérákvæði, er talað um auðlindagjald af sjávargróðri. Sjávargróður vex að mestu leiti innan netlaga sjávarjarða en þau ná út á 6,88 metra dýpi á stórstraumsfjöru (Jónsbók 1281).

 

 1. gr. þarf að skýra betur með eignarétt í netlögum í huga. Ekki þurfa landeigendur að greiða auðlindagjald af grasi á túnum sínum og því ætti sama að gilda um sjávargróður í netlögum sem eru hluti landareingar sjávarjarða og oftast í einkaeign.

Einnig verður að skilgreina „veiðarnar“ á sjávargróðrinum betur þar sem ríkisvaldið hefur enga heimild til að leyfa þær „veiðar“ innan netlaga sjávarjarða, ekki frekar en að leyfa veiðar á nytjastofnum þar, nema á þeim jörðum sem ríkið á sjálft.

Svar barst frá ráðuneytinu seint og um síðir

Óvenju hrokafullt svar barst frá ráðuneytinu við bréfi frá lögfræðingi samtakanna, undirritað af Jóhanni Guðmundssyni, skrifstofustjóra og er það hér að neðan.

Mikið skelfing hlítur manninum að líða illa yfir þessari endemis frekju sjávarjarðaeigenda. Að þeir skuli voga sér að fara fram á að farið sé að lögum og hvað þá að stjórnarskráin sé virt.

Bréf til ráðherra vegna stjórnarskrárvarinna eignarréttinda eigenda sjávarjarða á Íslandi

Hr. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra

og

Hr. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

 

 

Erindi: Vegna stjórnarskrárvarinna eignarréttinda eigenda sjávarjarða á Íslandi

Undirritaður er lögmaður Samtaka eigenda sjávarjarða, sem er eins og nafnið gefur til kynna samtök manna sem eru eigendur sjávarjarða í kringum Ísland. Sjávarjarðir kringum landið eru skráðar 2.240 talsins, þar af eru jarðir þar sem útræði er skilgreint sem hlunnindi rúmlega 1.200 og því er ljóst að um mjög stóran hóp hagsmunaaðila er að ræða. Markmið samtakanna er að fá lögbundinn útræðisrétt sjávarjarða virtan á ný og að stjórnarskrárvarin eignarréttindi innan netlaga, sem og að tiltöluleg eignarhlutdeild í sjávarauðlindinni í heild, verði virt og í heiðri höfð. Þessi réttur hefur árum saman verið fótum troðinn, án þess að eigendum hafi svo mikið sem verið boðnar bætur fyrir þá skerðingu sem hefur verið gerð á þessum stjórnarskrárvörðu eignarréttindum þeirra, sem er þess fyrir utan til hagsbóta fyrir utanaðkomandi hóp manna og lögaðila. Slíkar takmarkanir skal ekki framkvæma bótalaust, og þá eigi án þess að fullt verð komi fyrir skerðinguna. Fyrir utan að njóta verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar sem bein eignarréttindi, hefur að auki verið staðfest að eignarréttur eigenda sjávarjarða til netlaga nýtur verndar 1. gr. 1. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Um þetta atriði var fjallað í áliti Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Björns Guðna Guðjónssonar nr. 40169/05 gegn íslenska ríkinu.

Umbjóðendur mínir hafa árum saman reynt að fá stjórnvöld að borðinu til að finna leiðréttingu á þessu máli. Haldinn hefur verið fjöldi funda um málið, ítrekaðar bréfaskriftir, auk þess sem eigendur sjávarjarða höfðu fulltrúa í hinni svokölluðu sáttanefnd í sjávarútvegi vegna hagsmuna þeirra. Svo virðist sem hingað til hafi ekki verið neinn raunverulegur áhugi á því af hálfu stjórnvalda að finna leiðréttingu á málinu enda hefur það ætíð dagað uppi í nákvæmlega sömu stöðu, óleyst. Nú er þó svo komið, að ekki verður lengur við það unað að skýlaus réttur umbjóðenda minna verði hundsaður. Leiða þarf mál þetta til lykta í eitt skipti fyrir öll og það mun verða gert með einum eða öðrum hætti.

Þess er því hér með óskað að þið, f.h. ríkisstjórnar Íslands, hlutist til um að hafnar verði viðræður við undirritaðan, f.h. Samtaka eigenda sjávarjarða, sem hafa það að markmiði að finna réttláta og skynsamlega leiðréttingu á málinu.

Þess er óskað að erindi þessu verði svarað eins fljótt og auðið er, en eigi síðar en þann 8. janúar 2016. Berist ekki svar við bréfi þessu innan þess tíma, verður litið svo á að stjórnvöld hafni og hafi ekki áhuga á viðræðum um leiðréttingu málsins.

 

Reykjavík, 14.12.2015

Virðingarfyllst,

 

___________________________________

Þórður Már Jónsson hdl.

Hátún 6a | 105 Reykjavík

Sími 693 6666 | tmj@tmj.is

Óskipt sameign, auðlindagjaldið (bréf frá 2009)

Sjávarútvegsráðuneytið

Hr. Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra

Skúlagötu 4

150 Reykjavík.

Reykjavík, 23. október 2009.

Efni: Eignarréttur sjávarjarða og hlutdeild í veiðigjaldi (auðlindagjaldi).

I.

Til Réttar hafa leitað, Samtök eigenda sjávarjarða, pósthólf 90, 780 Hornafirði, en þau eru samtök þeirra sem eiga og/eða nytja sjávarjarðir, svo og þeirra sem eru áhugamenn um hlunnindarétt jarða. Stór hluti eigenda sjávarjarða eiga aðild að samtökunum.

Vísað er til bréfs samtakanna til sjávarútvegsráðherra 13. september 2004, en þar var farið fram á að hluti auðlindagjaldsins rynni til eigenda sjávarjarða. Sjávarútvegsráðuneytið svaraði bréfinu án alls rökstuðnings þann 21. september 2004, en um kröfur eigenda sjávarjarðar til hlutdeildar í auðlindagjaldi sagði einfaldlega:

„Með bréfi þessu vill ráðuneytið árétta, að það hafnar þeim hugmyndum og óskum sem settar eru fram í bréfi yðar.“

II.

Samtök eigenda sjávarjarða una ekki þessu svari ráðuneytisins og krefjast þess að stjórnvöld endurskoði afstöðu sína til þessara mála ellegar rökstyðji með ítarlegum hætti hvers vegna þau telji að eigendur sjávarjarða eigi ekki rétt á hlutdeild í auðlindagjaldinu. Til stuðnings fyrrgreindum kröfum er vísað til áðurgreinds bréfs samtakanna 13. september 2004 auk eftirfarandi sjónarmiða:

Óumdeilt er að nytjastofnar þeir á Íslandsmiðum, sem lög um stjórn fiskveiða ná til, eiga uppruna sinn m.a. í netlögum sjávarjarða. Því til stuðnings er vísað til skrifa tveggja sjávarlíffræðinga við Háskóla Íslands og Hafrannsóknunarstofnun í Morgunblaðinu 13. apríl 2008:

„Grunnsævið er gulls ígildi. Færa má rök fyrir því að grunnu hafsvæðin við Ísland séu ein mikilvægasta auðlind þjóðarinnar. Þar er vagga fjölmargra nytjastofna og þaðan streyma nýliðarnir út á miðin. Meðal annars hafa réttindi sjávarjarða verið í umræðunni. […] Grunnsævið í kringum Ísland (grynnra en 50 m) gegnir veigamiklu hlutverki sem uppeldisslóð fyrir okkar helstu nytjafiska.“

Samtök eigenda sjávarjarða vekja jafnframt athygli ráðuneytisins á því að eignarréttur eigenda sjávarjarða til netlaga nýtur verndar 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands sem og 1. gr. 1. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. l. nr.  62/1994. Fjallað var um þetta atriði í áliti Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Björns Guðna Guðjónssonar nr. 40169/05 gegn íslenska ríkinu en þar segir:

„Ennfremur er það niðurstaða dómsins að réttur kæranda til þess að stunda fiskveiðar í netlögum úti fyrir sjávarjörðinni sem um ræðir hafi myndað „eign“ í skilningi 1. gr.  samningsviðauka 1.“

Að lokum vísa samtökin sérstaklega til þingsályktunar frá júní 1998 (465. mál, þskj. 1504. Alþingi 1997-98, 122. löggjafarþing) um skipan opinberrar nefndar um auðlindagjald, en þar má greina vilja löggjafans til þess hvert auðlindagjaldið skuli renna. Þar segir:

„Nefndin kanni möguleika á að nota auðlindagjald til að tryggja að afrakstur sameiginlegra auðlinda skili sér á réttmætan hátt til þeirra sem hagsmuna hafa að gæta.“

 

III.

Með vísan til framangreinds er þess krafist að stjórnvöld endurskoði afstöðu sína til þessara mála og hefji formlegar viðræður um lausn fyrrgreinds máls eigi síðar en 6. nóvember nk. ellegar rökstyðji með ítarlegum hætti hvers vegna þau telji að eigendur sjávarjarða eigi ekki rétt á hlutdeild í auðlindagjaldinu. Berist ekki svar við bréfi þessu innan þess frests verður litið svo á að stjórnvöld hafni viðræðum við eigendur netlaga um lausn málsins og hyggist þar með halda áfram að innheimta gjald af þeim sem nýta auðlindina án tillits til löglegra réttinda eigenda sjávarjarða í nytjastofnunum og þar með rökréttri kröfu til hlutdeildar í umræddu gjaldi.

Virðingarfyllst,

Ragnar Aðalsteinsson, hrl.

Fylgiskjöl:

 1. Bréf Samtaka eigenda sjávarjarða til sjávarútvegsráðuneytisins, 13. september 2004.
 2. Bréf sjávarútvegsráðuneytisins til Samtaka eigenda sjávarjarða, 21. september 2004.
 3. Jónas Páll Jónasson og Björn Gunnarsson: „Grunnsævið gulls ígildi?“. Birtist í Morgunblaðinu 13. apríl 2008.
 4. Þingsályktun um skipan opinberrar nefndar um auðlindgjald, 465. mál, þskj. 1504. Alþingi 1997-98, 122. löggjafarþing.

Bréf til sjávarútvegsnefndar frá 2009

Samtök eigenda sjávarjarða.

Pósthólf 90,

780 Hornafirði.

 

Skrifstofa Alþingis – nefndarsvið,

Sjávarútvegsnefnd,

Austurstræti 8-10,

150 Reykjavík.

 

Reykjavík, 11. júní 2009.

 Málefni:  Athugasemdir Samtaka eigenda sjávarjarða við frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.  (Lagt fyrir Alþingi á 137. löggjafarþingi 2009).

Ég undirritaður, formaður Samtaka eigenda sjávarjarða, vísa í samtal mitt við Gaut Sturluson, lögfræðing nefndarsviðs og tölvupóst hans 9. júní 2009.

Formáli:

Hinn 5. júlí 2001 voru Samtök eigenda sjávarjarða stofnuð á fundi sem haldinn var í Reykjavík.  Félagar í SES eru um 400.  Jarðir með skráðan útræðisrétt eru rúmlega 1.000.  Heildarfjöldi jarða sem eiga land að sjó eru taldar vera 2.240.

Markmið Samtakanna er eftirfarandi:

 • Að fá útræðisrétt sjávarjarða virtan á ný og staðfestan í lögum um stjórn fiskveiða.
 • Að vinna að því að eignarréttindi sjávarjarða innan netlaga, sem og tiltöluleg eignarhlutdeild í sjávarauðlindinni í heild, verði virt og í heiðri höfð.

Frá því að Samtökin voru stofnuð hafa ofangreind markmið ítrekað verið kynnt á opinberum vettvangi.

Nú liggur fyrir að stefnumál Samtakanna hafa ekki fengið framgang við hefðbundna umræðu við lagasetningu á Alþingi þegar lög um stjórn fiskveiða hafa verið endurskoðuð.

Í nýlegu áliti Mannréttindadómstóls Evrópu, í máli grásleppubónda, kemur eftirfarandi fram:  “Ennfremur er það niðurstaða dómsins að réttur kæranda til þess að stunda fiskveiðar í netlögum úti fyrir sjávarjörðinni sem um ræðir hafi myndað “eign” í skilningi 1. gr. samningsviðauka 1” (undirstrikun bréfritara).  Refsimál þetta er sérmál grásleppubóndans en er ekki mál sjávarjarða í heild.

Hluti auðlindarinnar, svo nefnd netlög eru í einkaeign, samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu.  Sjór, dýralíf og plöntulíf er á ferð milli netlaga og ytra svæðis og er því sjávarauðlindin óskipt og á flakki.  Eigendur sjávarjarða eru meðeigendur að sjávarauðlindinni og eigendur eins mikilvægasta hluta hennar, þ.e. grunnsævisins næst landi.

Samtök eigenda sjávarjarða eru fjölmenn hagsmunasamtök um sjávarauðlindina, auk þess sem stefnumál þeirra er stærsta og umfangsmesta byggða- og réttlætismál síðari tíma.

Samtökin eru með heimasíðu.  Slóðin er:          www.ses.is

Athugasemdir við frumvarpið:

 Samkvæmt skilgreiningu í Lögbókin þín eftir Björn Þ. Guðmundsson, prófessor í lögum, þá eru netlög eftirfarandi:  ”Netlög nefnist ákveðið belti meðfram landi í sjó og vötnum sem tiltekin eignarréttindi eru bundin við.  Netlög eru talin falla undir eignarrétt eiganda → landareignar“.  Ennfremur er vísað í meðfylgjandi auglýsingu frá 3. október 2003.

Misjafnt er hvernig þetta belti í sjó er skilgreint.  Annars vegar er um að ræða netlög 115 metra út frá stjórstraumsfjöruborði þar sem aðdjúpt er og hins vegar netlög út á dýpi 20 möskva selnótar eða út á 7,45 metra dýpi út frá stórstraumsfjöruborði þar sem grunnsævi er meira (skýringar Páls Vídalín, lögmanns 1667-1727).

 

Eins og kemur fram í formála, þá er sjórinn, dýralíf og plöntulíf á ferð milli netlaga og ytra svæðis.  Engin bein skil eru á milli þessara svæða.  Sjávarauðlindin er því óskipt sameign.  Í því sambandi mætti vísa í svonefnda deilistofna, flökkustofna, sem eru á ferð milli svæða og semja þarf um.

Tveir sjávarlíffræðingar við Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnun segja eftirfarandi í grein sinni í Morgunblaðinu 13. apríl 2008:   “Grunnsævið gulls ígildi.  Færa má rök fyrir því að grunnu hafsvæðin við Ísland séu ein mikilvægasta auðlind þjóðarinnar.  Þar er vagga fjölmargra nytjastofna og þaðan streyma nýliðarnir út á miðin.  Meðal annars hafa réttindi sjávarjarða verið í umræðunni”.  Svo segir:  “Grunnsævið í kringum Ísland (grynnra en 50 m) gegnir veigamiklu hlutverki sem uppeldisslóð fyrir okkar helstu nytjafiska”.  Fleiri vísindamenn taka í sama streng svo sem dr. Veerle Vanderweeld, framkvæmdastjóri alheimsáætlunar um varnir gegn mengun hafsins frá landi, en hún segir í viðtali í Morgunblaðinu 27. október 2000:  “Skilgreind strandsvæði eru einnig hýbýli 90% fiska og skeldýra”.  Vísað er í viðtal við dr. Kenneth Sherman, forstjóra Narragansett hafrannsóknarstofnunarinnar á Rhode Island í Fréttablaðinu 31. janúar 2002 en hann segir m.a.:  “Vistkerfi óháð landamærum og efnahagslögsögu.  Hann vísar í strandsvæði, frá árkerfum að landgrunnsmörkum og ytri mörkum helstu straumkerfa.  Tvö eða fleiri samliggjandi lönd deila oft eina og sama vistkerfinu”.  Höfðað er til hlutdeildar í deilistofnum.  Vísað er í viðtal í Morgunblaðinu 4. júlí 2005 við dr. Kathy Sullivan, geimfara og könnuð í Explorers Club, en hún segir:  “Strandsvæðin skipta miklu máli fyrir fiskveiðar og eru mikilvægar fiskuppeldisstöðvar.  Umhverfisgæði almennt taka mið af ástandi strandsvæðanna sem eru lungu og lifur jarðarinnar”. Að lokum ber að nefna í þessu sambandi tvo þætti dr. David Attenborroughs “Hafið bláa hafið” en þeir voru sýndir í íslenska sjónvarpinu 16. og 23. nóvember 2003.  Þættir 7 og 8 fjalla um strandsvæði sem má segja að hér á landi séu oft nefnd netlög.  Þættirnir skýra vel hversu mikilvæg netlögin eru.  Hversu fjölskrúðugt dýra- og plöntulíf er á strandsvæðunum og hvað það er mikilvægt fyrir lífið utar í hafinu.

Landhelgi er skilgreind út frá landi og eru því netlög í landhelgi Íslands og innan auðlindalögsögunnar.

Nú er ljóst að mannréttindadómstóll Evrópu lítur svo á að netlög séu eign í skilningi 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu.  Alþingi getur því ekki lengur hundsað þennan eignarrétt og ber að virða hann.

 

Alþingi hefur ekki umboð eða heimildir til að ráðstafa þessum eignarrétti sjávarjarða.  Alþingi ber að fara að lögum sem það hefur sjálft sett svo sem eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar og fleiri lögum um netlög.

Lagt hefur verið fram frumvarp sem nefnt hefur verið frumvarp um strandveiðar.  Sjávarströndin og netlögin þar fram undan er víða í einkaeign.  Það er álit eigenda sjávarjarða að Alþingi geti ekki sett lög um stjórn fiskveiða er varðar strandveiðar og ráðstöfun á auðlindinni án þess að meðeigendur að henni séu hafðir með í ráðum.  Annað væri fádæma yfirgangur og sæmir ekki Alþingi.

Það er krafa eigenda sjávarjarða, sem meðeigenda að óskiptri sjávarauðlindinni, að þeir verði hafðir með í ráðum með lagasetningu er tengist sjávarauðlindinni og sérstaklega þegar um er að ræða lagasetningu sem tengist strandsvæðum.

Óskað er eftir fundi með sjávarútvegsnefnd Alþingis um þessi mál sem allra fyrst.

Virðingarfyllst,

Samtök eigenda sjávarjarða.

 

______________________________

Ómar Antonsson, formaður.

  Meðfylgjandi er til upplýsinga:

 1. Auglýsing, dags. 3. október 2003 er skilgreinir rétt og eign sjávarjarða í auðlindinni samkvæmt íslenskum lögum.
 2. Bréf, dags. 7. nóvember 2002 til Dr. Franz Fischlers, ráðherra Evrópusambandsins.

 

 

Enska útgáfan af bréfinu til ráðherra 14-2-2014

Samtök eigenda sjávarjarða.

(Association of Coastal Property Owners)

PO Box 90,

780 Hornafjördur,

Iceland.

Mr. Sigurður Ingi Jóhannsson, Minister of Fisheries,

Ministry of fisheries,

Skúlagötu 4, 101 Reykjavík.

sigurdur.ingi.johannsson@anr.is

Hornafjördur, Iceland 11th February 2014.

I refer to my letter to you dated, 7th January 2014 .


It has been reported in the media that recent negotiations have been conducted on the mackerel stock and the mackerel fisheries in the North Atlantic between the EU, Norway, Iceland and the Faroe Islands.

It has been informed by the media that those who have taken part in these negotiations, on behalf of Iceland , are at least two persons, Mr. Sigurgeir Thorgeirsson , Permanent Secretary in the Ministry of Fisheries , titled in the news as chairman of Icelandic committee and Mr. Kolbeinn Árnason, Director of the National Federation of Icelandic Fishing Vessel Owners. More is not known. Kolbeinn seems to be involved in these negotiations only on behalf of those who use the resource but not on behalf of the owners. It is not known on what grounds he is allowed to come to these talks.

As has been explained to the Minister of Fisheries , the Icelandic government is not the only owner of all the marine resource in Iceland and has no right to dispose of the entire resource. Owners of coastal properties are also parties involved and a owner and may in this connection refer to the Icelandic law and the opinion of the European Court of Human Rights , which states :

3 The Courts ‘s assessment :
“Moreover, the Court finds that the applicant´s right to engage in fishing in the net zone adjacent to the coastal property in question constituted a “possession” within the meaning of Article 1 of protocol No. 1”.

This opinion is based on the provisions of the European Convention on Human Rights , but Iceland has ratified and signed the treaty . Reference is made to it by Eiríkur Tómasson , professor of law at the University of Iceland (now judge of the Supreme Court) on 7 Committee meeting (according to the minutes) for a review of the Law of fisheries management, 19 February 2010:

“Chairman, member of parliament Guðbjartur Hannesson, asks how long-term property rights have been defined and whether ideas from other resource legislation are carried forward in respect to fisheries legislation rights of use . It was stated that the owners of coastal property have rights at stake. E.T. said net zone created property rights, but the state can still impose conditions on fishing within them. If this right would be recalled to the state it would have to pay compensation.
It discussed how difficult it is to define the property and use , especially taking into account the employment law that may arise from the ownership or right of use”.

Further reference is made to the definition of property rights experts, including Gaukur Jörundsson former judge at the European Court of Human Rights , which states that the water (sea) that is above a private land is classified as private property and the sea in the net zone property on the respective ground.

The most fertile part of the sea is in the net zone and the living resources, together with the sea itself, move without obstruction in and out of the net zone and the outer region which is under the control of the state.

The above two parties, Sigurgeir and Kolbeinn, have neither full mandate nor permission to discuss the entire fishing rights of mackerel stock in marine resource around Iceland. They are not in any way representing the coastal property owners. Of complete irresponsibility is the case that they are in unelected discussions and making decisions in meetings with foreign bodies in the interests of the marine resource around Iceland without property owners as bystanders .

Mackerel passes between the outer zone in Icelandic waters and the privately owned net zone. The mackerel is named straddling stock (migratory stock). Similarly goes mackerel between the economic zone of the European Union, Norway, the Faroe Islands and Iceland. On that ground Iceland bases its claim for a share in the stock.


Owners of coastal properties are herewith putting forward the request to the Icelandic Minister of Fisheries , that he sees to discussion will be left out until the correct and legal entities have been assigned to them.

Yours sincerely,

On behalf of the Icelandic Association of Coastal Property Owners,

Ómar Antonsson, Chairman.

Enclosed:

1.Advertisement 3rd October 2003, explaining property rights.

2.Letter, dated 7th November 2002 to Dr. Franz Fischler,

Commissioner for Agriculture, Rural Development and Fisheries.

Google translated copy from the Icelandic, sent to:

 • Mr. John Spencer, Adviser, at the Directorate General for Maritime Affairs and Fisheries (DG MARE). EU’s negotiator on mackerel. E-mail: edward-john.spencer@ec.europa.eu
 • Mrs. Elisabeth Aspaker, Norwegian Minister of Fisheries, PO Box 8118 Dep., N 0032, Oslo, Norge. E-mail: postmottak@nfd.dep.no
 • Mr. Jacob Vestergaard, Fareo Islands´ Minister of Fisheries. E-mail fisk@fisk.fo